Vikan


Vikan - 28.03.1974, Qupperneq 38

Vikan - 28.03.1974, Qupperneq 38
Martröð________________________ Framhald af bls. 14 Thomas, ég er alveg viss um, aö ef þér eruð I raun og veru sak- laus, mun þaö verða sannað”. Mér fannst ég geta heyrt hana hugsa: ,,Ég hef svo sem heyrt þessa sögu áður”. Stundum var spenna i loftinu og mér fannst að ekki þyrfti mikið út afaðberaiil að allt kæmist i upp- "nám. Þá reyndi ég að halda mig út af fyrir mig. En oftast var létt yfir höpnum og mikið grinast. Einn daginn, þegar við vorum úti við, spurði ein stúlknanna mig hvort ég héldi að það væri raf- straumur i gaddavirnum ofan á veggnum. Ég sagöist ekki hafa hugmynd um þaö; ,,Þá skulum við reyna að komast að þvi”, sagði hún. „Við erum að hugsa um að klifra yfir v^gginn. Getum við treyst á þig?” — Mér fannst óliklegt að ég, jafn þybbin og ég var, hefði mikiö að gera upp þennan vegg. Þar sem ég var aöeins i gæzlu- varöhaldi naut ég nokkurra for- réttinda. Ég fékk sigarettur og sykur. Stúlkurnar urðu að kaupa sínar sigarettur fyrir þær 50 eða lOOkrónur sem þær unnu sér fyrir yfir vikuna og þær entust skammt. Ég gaf þeim stundum af minum, þótt þaö væri stranglega bannað. Einnig gaf ég þeim allan sykurinn, þvf ég nota ekki sykur. Eitt af þvi fyrsta, sem ég lærði, var aö skilja aldrei neitt eftir. Annan daginn i fangelsinu var mér sagt að ég heföi fengið gest. 1 litla viðtalsherberginu sat Gomer viö borð, ósköp taugaóstyrkur. Ég heföi getað hrópað upp yfir mig af gleöi, þvi ég hafði ekki þorað aö láta mig dreyma um að hann kæmi. Fangelsið var fjarri heimili okkar og ferðin dýr og erf- ið. Gomer gat aðeins staöiö við i 20 minútur, þvi hann þurfti að ná i áætlunarbllinn tii baka. Ég settist á móti honum við borðið og viö héldumst i hendur. Við byrjuðum aö tala saman á welsku, móður- máli okkar. „Taliö ensku”, fyrir- skipaði gæzlukonan, sem sat viö borðið hjá okkur. Ég var nærri farin að gráta, þvi þótt enskan okkar sé ágæt þá tölum við hana aldrei saman. Gomer sagði mér, aö erfiðlega gengi að sanna sakleysi mitt, en enginn hefði þó gefið upp vonina um að það myndi takast. Ég spurði hann þá þeirrar spurning- ar, sem brann á vörum mér: „En þú trúir mér þó vonandi?” Hann horfði þögull á mig, en sagði svo: „Já, ég trúi þér. En ég verö að viðurkenna að stundum, þegar ekkert hefur miðað, hefur læöst að mér efi. Þú veizt þaö Val, að ef þú heföir skrifaö þessi djöfullegu bréf, ættiröu skiliö þessa ströngu refsingu. En þegar ég hugsa um hve heitt þú annt börnum, þá veit ég, aö þú gætir aldrei gert barni mein. Þess 'vegna trúi ég þér”. Tiu dögum slðar var mér sagt að lögfræöingur minn og Gomer heföu fengiö mig leysta úr gæzlu- varöhaldinu með þvi skilyröi að ég eyddi þeim tima, sem eftir var af varðhaldsdómnum, á héraðs- sjúkrahúsinu okkar. Ég var i sæluvimu, þvi nú gátu Gomer og fjölskylda min heimsótt mig á hverjum degi. Ég kvaddi Bristol og nú var léttara yfir mér. Eftir viku dvöl á sjúkrahúsinu gátu Gomer og systir min fært mér þær gleðifréttir að ég væri frjáls kona og nafn mitt heföi ver- ið hreinsað af öllum grun! Ég faðmaði þau og kyssti af fögnuöi og þau gátu varla komizt að til að segja mér, að nágranna- kona min hefði viðurkennt að hafa sjálf skrifaö bréfin. Þegar lögreglunni hafði seint og um siö- ir komið til hugar aö fá rithandar- sýnishorn hjá henni hafði ekki lengur leikiö neinn vafi á þvi, hver skrifað hafði bréfin. Daginn eftir skýrði héraössak- sóknarinn frá þvi fyrir réttinum, að fallið yröi frá ákærunni á hendur mér. Siðan sneri dómar- inn sér að mér og sagöist leiöur yfir þvi að þeir skyldu hafa þurft að ómaka mig fyrir réttinn. Úti fyrir réttarsalnum brast ég I grát, I fyrsta skipti frá þvi dag- inn, sem ég var handtekin. Að ráði lögfræöings mins fór ég aftur á spftalann og dvaldist þar meöan, réttarhöld fóru framyárákæranda minum. Viku slðar kom ég aftur fyrir rétt og ég vona að það verði i sið- asta skipti. En i þetta skipti hafði ég ekkert að blygðast min fyrir. Nágrannakona min var dæmd til tveggja ára fangelsisvistar og um leið og dómarinn kvað upp dóminn sagði hann: „Þér hafið framið grimmdarlegan glæp”. Ég kveið fyrir að taka á ný upp þráðinn, þar sem frá var horfiö. Hve margir vina minna skyldu hafa trúað þvi að ég gæti gerzt sek um svona’ glæp? Mér varö hugsaö til máltækisins, sem seg,- ir, aö sjaldan sé reykur án elds. Ég heföi ekki þurft aö hafa áhyggjur af þessu, þvi mér var tekið mjög innilega i þorpinu og fólk sagði I samúðartón: „Ég vissi alltaf aö þetta voru mistök hjá lögreglunni”. Smám saman færðist lifið i sitt gamla horf. Ég fékk mér vinnu I búð til aö dreifa huganum. Nú eru liðin þrjú ár. Ég hef náð mér alveg likamlega en taugarn- ar, sem ekki voru sérléga sterkar fyrir, þoldu ekki þetta álag. Stundum spyr ég mig, hvort ég sé bitur eftir þessa reynslu? Þvi miöur verð ég að svara þvi ját- andi, þvi ég er viss um, aö hefði málið veriö rannsakað almenni- lega strax I upphafi, hefði ég ekki þurft að ganga i gegnum þetta allt. Lögreglan var leyst undan allri ábyrgö i málinu og ég fékk engar bætur. Dómsforsetinn I héraðs- réttinum sagöi aðeins: ,;öllum veröa á mistök. Emnig vöröum laganna”. Mömmudrengur Framhald af bls. 7 SUMARIÐ leið. Dagarnir styttust, og myrkrið herti tökin á svölum haustnóttunum. Jörðin beiö komu vetrarins með kviða. Gömlu konunni hrörnaði. Hún þoldi ekki framar aö vera ein, þegar degi tók að halla, og fékk þá einhvern nágranna sinn til að styðja sig út i búðina. Þar sat hún svo þegjandi úti i horni og horfði á Simon við afgreiöslustörfin. Um kvöldiö kom nágranninn svo aftur og hjálpaði henni að stulast heim, svo aðhún gæti verið búin að taka til matinn handa Simoni, þegar hann kæmi heim úr búðinni. Hún horfði lika þegjandi á hann, meðan hann var að borða. Á eftir hjálpaði hann henni i rúmið. Hún var sihrædd um, að hún mundi verða bráðkvödd I svefni, svo að hún vakti eins lengi og hún gat haldið sér uppi, hélt i hönd sonar sins og talaði um forttöina, rausaöi alltaf sömu þuluna kvöld eftir kvöld, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Þá átti hún það til að lita meöaumkvunaraugum á son sinn og segja: Hérna megin grafar fáum við aldrei nein svör við ráð- gátum tilverunnar. Guð gefi, þin vegna, að ég fái að fara heðan sem fyrst”. Þegar hún var sofnuð, gekk Simon til hvilu I næsta herbergi, og lá lengi andvaka á legu- bekknum sinum. Aö lokum sofnaöi hann þó, örmagna af þreytu og hugarvili. SKÖMMU eftir jólin þetta ár slitu þau Simon og Anna trúlofun sinni. Þau höföu sjaldan hitzt upp á siðkastið, en þá sjaldan það bar við, haföi verið dauft yfir sam- fundum þeirra. Þá var svo komið, að þau söknuðu hvors annars, ef þau hittust ekki, en voru harm- þrungin, þegar þau hittust. Það var Simon, sem stakk upp á þvi, að þau slitu trúlofun sinni, og Anna samþykkti það meö Sarri þögn. Þetta kvöld fór Simon ekki heim. Hann vissi, að móðir hans mundi verða viti sinu fjær af hræöslu, ef hún yrði ein heima, en hann var alla nóttina i búðinni viö vörutalningu og bókfærslu. Þar vann hann eins og óður maöur og unni sér ekki hvildar, fyrr en komið var fram undir morgun. Þá var hann orðinn svo örmagna, af þreytu, aö hann lagðist fram á boröiö. A þeirri nóttu öfundaði hann föður sinn af, að hann skyldi hafa orðið bráðkvaddur i búðinni. Fimm ár liðu, án þess að Simon sæi önnu, en hann haföi spurnir af þvi, aö hún ynni alltaf i bóka- búöinni. Oft langaöi hann til að ganga þar framhjá til aö vita, hvort hann sæi hana, en hann var hálf smeykur viö, að hún mundi veita honum athygli og hætti þvi við það. Hann dreymdi hana stöku sinnum. Þá var hún föl og sorgmædd á svipinn eins og siðast, þegar þau höfðu hitzt. Simoni leið alltaf illa daginn eftir aö hann hafði dreymt fyrrverandi unnustu sina. Móöir Simonar hresstist, eftir að trúlofun þeirra önnu var slitiö. Eftir að hún átti son sinn oröið ein, reyndist hún ekki eins kröfu- hörð við hann og áður og lét hann meir i friði. Þau minntust aldrei einu orði á önnu. Slmon hafði alla tiö veriö mesti hófsmaður I mat og drykk, en nú tók hann að gæta siður hófs I þeim efnum og fitnaöi þvi talsvert. Við það varð hann ellilegri en áöur. Hann var ekk'i orðinn fimmtugur, en honum fannst hann vera orðinn gamall. Hann gerðist nú likur föðu.r slnum bæði hvað útlit og lifnaðar- hætti snerti. Hann reis snemma úr rekkju dag hvern og hélt rak- leitt' til búöarinnar. Þar vann hann siðan óslitiö daglangt og fóir ekki heim, fyrr en hann vissi, að móðir hans mundi hafa tekið til kvöldmatinn handa honum. Siðan las hann dagblaðið, meðan gamla konan ruggaði sér þegjandi I stólnum sinum. Ef hún lá - i rúminu, tottaði hann tóma pipu, eins og faðir hans hafði verið vanur að gera, þvi að móðir hans þoldi ekki tóbaksreyk, Simon átti orðiðörðugt með svefn og tók þvi oft svefntöflur samkvæmt læknis- ráði. Á sjötta árinu eftir að Simon sleit trúlofun sinni, dó móðir hans. Hún hafði veriö kvefuð i nokkra daga, en hafði skyndilega fengið mikinn hita og verið flutt á spitala. Þar kom I ljós, að hún var með heiftuga lungnabólgu. Aköf llfslöngun hennar entist henni ekki i baráttunniviöveikina.Eftir að háfa náð prestsfundi og meötekiö heilagt sakramenti lézt hún i svefni. Eftir jaröarförina fór Simon einsamall heim til sin. Búðin var lokuö þennan dag. Hann reikaði þegjandi um ibúðina, og þá gerðist nokkuðundarlegt: Honum fannst allt, sem móðir hans hafði átt, koma sér eitthvað svo annar- lega fyrir sjónir, rétt eins og einhver ókunnur ætti allt þetta. Nú fannst honum allt i einu, aö hún heföi lengi verið dauð. Simon fór út til að fá sér friskt loft. Ósjálfrátt varð honum reikað I áttina til bókabúðarinnar, þar sem Anna vann. En af þvi aö honum þótti óviðkunnanlegt að láta hana sjá sig eftir öll þessi ár *— á útfarardegi móöur sinnar — sneri hann heimleiðis. Næstu daga fór Anna tæplega úr huga honum. Hann þráði aö hitta hana, en kom sér ekki til þess, Hann fór nú að gefa nánar gætur aö útliti sinu, þegar hann var að raka sig á morgnana og harmaði, hve karlalegur hann var orðinn. Hann ákvað þvi að reyna að megra sig og greiddi hárstrýið þannig, aö sem minnst bæri á, hve þunnhæröur hann var oröinn. Eftir að Slmon haföi lokað búðinni eitt kvöldið, lagði hann krók á leiö sina og gekk framhjá bókabúðinni. Þar staðnæmdist hann bak við tré hinum megin við götuna. Þegar Anna kom út úr búðinni og hann sá hana, varð honum fyllilega ljóst, að hann haföi alltaf elskað hana og mundi alltaf gera það. Svo var það nokkrum dögum seinna, að löngun hans til aö hitta önnu varð' hlédrægninni yfir- sterkari, og þegar hún kom út úr búöinni það kvöld, var hann þar nærstaddur, gekk i veg fyrir hana og heilsaði henni. 38 VIKAN 13.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.