Vikan


Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 42

Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 42
Sendum gegn póstkröfu um allt land. Klapparstíg 37. Mikið úrval af sloppa- settum, einnig margar gerðir af sloppum. Fjölbreytt litayal. Orkideur handa Emiliu Framhald af bls. 33 ann, i staö þess að fara með „dis- ina” á sýninguna. Nemendurnir, sem allt fundu á sér, voru reglulega kvikindislegir þennan morgun. Eftir nokkra stund fór Emilia að kvarta yfir höfuðverk, fékk annan kennara til að kenna fyrir sig og fór heirri til að gráta. Framtiðardraumar hennar voru skyndilega að engu orðnir. Hún gekk framhjá gróður- húsinu, án þess að lita þangað inn, hellti sherrii i glás og tók það með sér i rúmið. A hádegi var dyrabjöllunni hringt. Oti fyrir stóð Harry i Harris-tweed jakkanum sinum, loðnari en nokkru sinni fyrr. Við hliðina á honum var hár, þrekinn maður i brúnum fötum og i hend- inni hélt hann á hatti sinum. „Sæl Emilia”, sagði Harry glaðlega og starði á niðurlútt, tár- vott andlit Emiliu. „Ég er hérna með vin þinn, sem langar til að hitta þig”. Emilia starði á þá báða og ókunni maðurinn rétti fram hönd- ina: „Ég eri Tanner. Hiram P. Tanner. Við höfum skrifazt á um nokkurt skeið. Um orkidour. Eða ert þú ekki Emilia Dingle. sem ræktar orkideur9" — og það var eins og vottur ai kimni i rödd hans, þott andlitið væri alvarlegt. Emilia stóð kyrr um stund, orð- laus, og yfir ahdlitið breiddist roði. Siðan lyfti hún hendinni og fann hvernig tekið var i hana, hún hrist og henni siöan sleppt. llun hrökklaðisi altur á bak inn i ganginn og þegar hún rakst á simann stamaði hún:: „Komið inn fyrir — komdu inn Harry, herra Tanner, gjörðu svo vel. Ég... ég...” „Ég má ekki vera að þvi að stoppa”, sagði Harry. „Ég fylgdi vini okkar, þvi ég átti leiö hér framhjá. Hann er kominn til að dæma orkideurnar. En þú veizt áreiðanlega allt um það. Kem eft- ir korter, Tanner”. Og hann var rokinn. Hin tvö stóðu eftiy i ganginum og Emilia kófsvitnaði, meðan hún reyndi að muna eitthvað af þvi, sem hún hafði skrifað i bréfunum. Allt i einu sagöi hún byrst: „Mér finnst þú hoföir getað sagt mé'r satt Alian timann, sem við höfum skrifnzt hof ée haldið að þú værir húu en það eruö þér alls ekki". Hun var svo reiö aö höfuðverk- urinn hvarf á svipstundu, augun skutu gneistum og hýn gleymdi alveg feimninni. „Ég er leiður yfir þessu Emilia. En ég sagöi aldrei hvort ég væri eða væri ekki hún — og það er staðreynd að ég er það ekki. Mér virtist á bréfum þinum að þú.... aö þú hefðir þörf fyrir að tala við einhvern. Og mér þótti svo gaman að fá bréfin frá þér. Vertu ekki vond, ég bit þig tæp- lega. Eigum við ekki aö vera vin- ir?” Og hann rétti aftur fram höndina. Nú gat Emilia ekki stillt sig um að hlæja'. Skemmtilegur náungi. Og þetta var allt henni aö kenna. Hiram P. hló lika og þarna stóðu þau, tveir vinir, tengdir böndum blómanna. „En hvað sem öðru liður”, sagði Hiram, er þaú gengu inn i stofuna, „hvað kom fyrir keppnisblómið þitt? Þú sagðir i siðasta bréfi —ég var næstum bú- inn að senda skeyti til að aðvara þig —að þú ætlaðir að taka Harry i gegn og hirða fyrstu verölaunin, eða þannig skildi ég þaö. Ég get ekki séð aö minnzt sé á þig i bækl- ingnum. Hvernig liggur eiginlega i þessu?” Emilia sagði honum frá öllu saman. „Komdu nú og sjáðu hana. Hún er það þrjóskasta, sem ég hef á ævinni fyrirhitt. Eigin- lega ætti hún að fá fyrstu verð- laun fyrir þrjósku. Og ég er alveg viss um að hún hefði sópað til sin verðlaununum, ef hún hefði bara viljað reyna”. Þau foru inn i gróðurhúsið. 1 hinum enda gróðurhússins blasti „Doogalook-disin” við þeim á stalli sinum og efsta blómið var næstum útsprungið. Fegurðin var ólýsanleg. Orkidean, bleik og dumbrauð, krónublöðin ljósgræn með græn- um æðum. Hún átti engan sinn lika — á þvi lék enginn vafi. Þegar Emilia var farin að róast og Hiram hafði jafnað sig eftir hrifninguna yfir að sjá þetta sjaldgæfa en undurfagra orkideu- afbrigði, settust þau niður og rædduum duttlunga fegurðardisa á borð við „Doogalook”. Þegar Harry kom seint og um siðir að sækja Tanner, voru þau niðursokkin i að ræða flestar hlið- ar orkideuræktunar — og það lék enginn vafi á þvi að þau áttu margt sameiginlegt Tanner hitti Emiliu rétt sem snöggvast daginn eftir, eftir að fylkisstjórinn haföi opnáð blóma- sýninguna. „Emilia, ég kem aftur áður en „Doogalook disin” fer að fölna”, sagði hann. „Ég þarf að vera dómari á þremur eða fjórum öðr- um sýningum, og ég verð að skreppa heim i næstu viku. En ég mun koma, þvi ég þarf að ræða dálitið viö þig, það er aö segja ef ég má koma og heimsækja þig. Má ég það, Emilia?” Mánuði siöar kom hann aftúr og „Doogalook-disin” var enn i blóma og stórkostleg á að lita. Hann stóð nokkra stund fyrir framan blómið, fullur aðdáunar. Siðan sneri hann sér að Emiliu og sagði: „Sumar orkideur eru eins og sumt fólk, skapmiklar og blómstra seint. Þær eru seinar að taka viö sér, en þegar þær hafa gert það eru þær svo sannarlega þess virði, að eftir þeim sé tekið”. Emilia vissi alveg hvað hann átti við. Brúðkaupið varö brúökaup árs- ins og Emilia var hrifandi á að lita, þegar hún gekk inn klrkju- gólfið með systurdætur sinar sem brúöarmeyjar. Hún leit út fyril' aö vera að minnsta kosti 10 árum yngri en Samantha og Eva. Nemendur Emiliu biðu á kirkjutröppunum. „En hvað þú ert fin...” hvisluðu þeir, um leið og þeir dreifðu hrisgrjónum og marglitum pappirslengjum yfir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.