Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 16
FY
Thailenzkar stúlkur fá mjög
strangt uppeldi. Þæt fá aldrei aö
fara á dansleik eða út með pilt-
um. Á kvöldin veröa þær að halda
sigheima. Framtið stúlknanna er
ákveðin af foreldrunum. Þær eru
aldar upp með það fyrir augum,
að þær verði góðar eiginkonur, en
samkvæmt thailenzkri hefð jafn-
gildir það ambáttarstandi.
Foreldrarnir velja þeim eigin-
mann og viö valið skipta pening-
arnir mestu máli. Maður, sem vill
kvænast thailenzkri stúlku, verð-
ur að kaupa hana af foreldrum
hennar. Lagleg dóttir, sem er eft-
irsótt á hjúskaparmarkaðinum,
er öruggur fjárhagslegur ábati.
Það er hræðilegt áfall, ef hún
eignast karlmann aö vini, án þess
að vera gift honum. Þá er hún
orðin verðlaus á hjónabands-
markaðinum og á ekki annað
fyrir höndum en aö veröa annaö
hvort barstúlka eða vændiskona.
Svo segir sænski vörubilstjór
inn, Kjell Bladh i Barslös utan við
Helsingfors, frá, og hann veit
hvað hann er að segja, þvi að
hann kynntist ástandinu náið,
þegar hann fór til Thailands
þeirra erinda aö finna sér eigin-
konu.
— Thailenzkri stúlku kæmi
aldrei til hugar aö andmæla
manni sínum. Eina kappsmál
hennar, er að gera honum lifið
eins þægilegt og hún framast get-
ur. Hún er stórkostleg eiginkona,
frábær húsmóðir og góð ástkona.
Hvers meira er hægt að krefjast?
Fái hún hug á ákveönum manni —
og það getur komið fyrir — og for-
eldrarnir samþykki tilboð
mannsins og’ leggi blessun sína
yfir ráðahaginn dettur henni
aldrei svo mikið sem I hug að
16 VIKAN
fara frá honum. Þó að ég til að
mynda vinni mikið á kvöldin, fer
Thim min aldrei ut. Hún situr
heima og biður min og tekur mér
opnum örmum, þega'r ég kem.
Hún er aldrei þreytt og jagast
aldrei. fig fæ svo sannarlega að
vera húsbóndi á minu heimili og
thailenzkar konur lita alltaf upp
til manna sinna.
Að þvi er ég bezt fæ séð, er að-
eins einn galli á thailenzkum kon-
um sem eiginkonu. Þær eru mjög
afbrýðisamar. Ég þarf ekki nema
renna augum á aðra konu. En af
hverju ætti ég að vera að þvi? Ég
gæti ekki fengið betri konu.
Sænskar konur gera ekki annaö
en heimta. Þær vilja alltaf fá að
vera sjálfstæöar. Sé eiginmaður-
inn að heiman á kvöldin, verða
þær reiðar og fara jafnvel út
sjálfar. Svoleiöis konum er ekki
hægt að treysta. Ef á að fram-
kvæma eitthvað, verður að ræða
það dögum saman.
Kjell Bladh er alls óragur við að
segja frá hjónabandi sinu, þó að
rauösokkarnir nái sjálfsagt ekki
uþpT nefið á ser, þegar þeir lesa
frásögn hans.
Kjell er 28 ára og hefur þrisvar
verið trúlofaöur. Hann hefur ver-
iö lofaður tveimur sænskum
stúlkum.og einni tékkneskri. Nú
er hann kvæntur thailenzkri
KONA
2000
SÆN
KRÓN