Vikan


Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 39
öndinni — kannski ekki morðið sjálft, heldur kringumstæðurnar, sem ollu þvi að það*var framið. Klukkan hálf tiu á dimmu nóvemberkvöldi hringdi alvar- legur, dökkklæddur maður dyra- bjöllunni á húsi Alice Wynekoops. Það var Thomas Ahern, eigandi greftrunarstofnunar. begar frök- en H nnesey hafði hleypt honum *nn fyrir, kom Alice Wynekoop á *nóti honum og sagði: — Ahern, þér eruð gamall og góður vinur *ninn og mig langar til að biðja yður um að taka að yður dapur- legt verkefni fyrir mig. Hheta er látin og ég vil, að þér sjáið um út- för hennar. t kyrrþey. bannig hefði hún sjálf kjöriö að hafa það. Ahern var i raun og veru vinur fjölskyldunnar og auk þess einn fárra sjúklinga, sem Alice annað- >st enn. Hann tók bón Alice vel og Var allur af vilja gerður til að veita alla þá aðstoð, sem hann gat. — Ég fór niður i kjallara til að bá I lyf, sagði dr. Wynekoop, og þar fann ég hana látna. Ahern fylgdi Alice eftir niður i kjallarann. bar stóð skurðarborð, sem á lá mannslik. Yfir likið hafði veriðbreittullarteppi. Ahern lyfti upp teppinu og sá, að likið var af Rhetu Wynekoop. Hún sneri and- litinu niður og hvildi höfuðið á vinstri handleggnum. Hún var i þunnum bleikum morgunkjól ein- um fata. Á hnakka hennar blasti við sár, sem vakti undrun Aherns. Hann gat ekki imyndað sér annað en það væri eftir kúlu. Hann veitti þvi einnig athygli, að blóð hafði lekið úr vitum ungu konunnar. — Viljið þér annast þetta fyrir mig, Ahern? spurði dr. Wyne- koop. — bér þekktuð Rhetu. Ég er sannfærð um, að hún hefði viljað láta yður annast sig siðasta spöl- inn. Ahern náði valdi á tilfinningum sinum. Tilfinningunum, sem vöknuðu I honum, vegna þess að hann var sannfærður um, að Rheta hafði verið myrt. — Ég get ekki tekið það að mér undireins, svaraði hann. — Lögreglan verður að rannsaka hana fyrst. bað vitið þér sjálfar úr læknis- starfi yðar. — bér eruð vinur minn og ég bið yður um að gera mér vinar- greiða, sagði dr. Wynekoop. — Ég skal skrifa dánarvottorðið og þá verður allt I lagi. Ahern fannst hann lesa þögla bæn I augum dr. Wynekoops. En hann vissi, hvað honum bar að gera undir kringumstæðum sem þessum. Sama um hverja var að ræða. Hann fór beint að næsta sima i húsinu og hringdi á lög- regluna. Lögreglumennirnir komu eftir örstutta stund. Lög- reglulæknirinn staðfesti, að Rheta hefði verið skotin . i hnakk- ann og sterkan þef i herberginu taldi hann benda til þess, að hún hefði áður verið svæfð með klóró- formi. begar lögreglumennirnir höfðu tekið myndir af llkinu, var Rhetu lyft upp af borðinu. Við það féll púðinn, sem verið hafði undir höfði líksins, á gólfið og lítil skammbyssa undir honum kom I ljós. Earle Wynckopp kvæntist fallegri og bliðlyndri stúlku, sem hét Khcta Gardner, þótt móður lians félli ekki ráðahagurinn. Kheta varð aö gjalda dýru verði fyrir að giftast eftirlætisbarni Alice Wynekoop. Hatur og afbrýðisemi. t morgunblöðunum daginn eftir var skýrt frá þvi, að Rheta Gardner hefði verið myrt eftir að hún hafði verið svæfð með klóró- formi og lögreglan hefði morð- vopnið I vörzlu sinni. Dauðaor- sökin hafði verið staðfest eftir ná- kvæma rannsókn á lögreglustöð- inni. betta var allt og sumt, sem blöðunum var látið I té um at- burðinn. — Earle, sonur minn, á skammbyssuna, sagði dr. Alice Wynekoop lögreglunni. — En sem stendur er hann á ferðalagi til Grand Canyon. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að brjótast inn I húsið, svo að ég bað hann um að láta skammbyssuna vera uppi við, til þess ég gæti varið okkur með henni. Innbrotstilraunirnar stafa sjálfsagt af þvi að fólk veit, að ég er læknir og telur, að ég hafi fiknilyf i fórum minum. Ég geymdi byssuna i skúffu á lækn- ingastofunni minni. Dr. Wynekoop staðhæfði, að Rheta hlyti að hafa fallið fyrir hendi innbrotsþjófs. Rheta var i megrun, sagði hún, og á hverju kvöldi vigtaði hún sig á baðvog i herberginu, sem hún fannst látin i. Innbrotsþjófurinn hlyti að hafa komið að henni þar og skotið hana. Rannsóknarlögreglu- maðurinn, sem tók af henni skýrsluna, kinkaði kolli, en lagði litla trú á þessa skýringu. Ekkert benti til þess, að innbrot hefði verið framið i húsið. bað hafði verið rannsakað gaumgæfilega. Við athugun kom i ljós, að Earle hafði verið i fimm klukku- stunda aksturs fjarlægð frá Chicago, þegar morðið hafði ver- ið framið. Litil sem engin ástæða var þvi til að gruna hann um verknaðinn. Ennfremur kom i ljós, að ekkert benti til þess, að um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Gat nokkur hafa hagnazt fjárhagslega á þvi að myrða Rhetu? bvi svaraði dr. Wynekoop neitpndi. Meðal þess, sem hún sagði, var að Rheta hefði ekki verið liftryggð. Dý. Wynekoop reyndi að sann- færa lögregluna um, að mjög kært hefði verið með þeim Rhetu. — bað var eins og hún væri min eigin dóttir, sagði hún. Samt sem áður tókst lögreglunni að fá hana til að viðurkenna, að Rheta hefði verið Earle erfið eiginkona og að hann hefði verið orðinn þreyttur á henni. Dr. Wynekoop var fús til að fara með lögreglumönnunum á stöðina til þess að hjálpa þeim við rannsókn málsins, eins og þeir orðuðu það. Meðal þess, sem þeir þurftu á að halda við rannsókn- ina, var undirskrift hennar undir heimild til nákvæmar húsrann- sóknar. Viö húsrannsóknina kom meðal annars i ljós, að Rheta var lif- Framhald á bls. 43 VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.