Vikan


Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 16.05.1974, Blaðsíða 44
Hárið er skart konunnar, sé það vel hirt. Lagning, klipping, litun, permanent. Notum aðeins beztu fáanleg efni. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó, Laugavegi 18, sími 24616. töluvert hárri upphæð. önnur upphæðin átti að greiðast dr. Wynekoop, en hin Walter syni hennar og Catherine dóttur henn- ar. ef Rheta létist af slysförum. Walther og Catherine neituðu með öllu að hafa vitað um þessi tryggingaskirteini. Lögreglan fann einnig bréf, sem vakti athygli hennar, en reyndist ekki hafa neina þýðingu við réttarhöldin. Brefíð var frá Alice Wynekoop til Earle sonar hennar. t bréfinu stóð: „Drengurinn minn! Ég er niðurdregin. Þú ert farinn. Ég reyndi tvisvar sinnum að hringja til þin, en mér tókst ekki að ná i þig. Mig langaði til að ræða við þig um þig og framtið þina og hana, sem þú kallar kon- una þina, og um hvað við gætum gert. Komdu heim eins fljótt og þú getur, svo aö við getum talað um þetta allt saman. Það er svo margt, sem við þurfum að ræða. Góða nótt, elsku, elsku drengur- inn minn”. Alice Wynekoop vildi sem minnst.um þetta bréf segja. En með tilstuðlan þess tókst þó Stege, sem stjórnaði rannsókn málsins, að fá hana til þess að segja satt frá sambandi sinu við tengdadótturina. Þá kom skýrt i ljós, að Alice hafði hatað Rhetu af sjúklegri afþrýðisemi og hún vildi að Earle segði skilið við hana i eitt skipti fyrir öll. Var það morð? Stege lögregluforingi fór aftur og aftur yfir skýrslurnar um morðið jafnframt þvi sem hann yfirheyrði Alice Wynekoop. Hún sagðist hafa séð Rhetu i siðasta sinn lifandi um klukkan tiu, þegar tengdadóttir hennar hefði farið út að verzla. Svo fann hún hana á skurðarborðínu og lagði yfir hana ullarteppi, sagði hún. PLASTDEILD SAUMASTOFA TÖSKUDEILD Bréfabindi Lausblaðabækur Glærar möppur Dömubindi Diskaþurkur Gólfklútar (pakkað fyrir kjörbúðir) Borðklútar (pakkað fyrir kjörbúðir) Bónklútar Innkaupatöskur Ferðatöskur Töskurfyrir íþróttamenn Skólatöskur Símar: 38400 — 38401. Sölumaður Gunnar Jóhannsson, í sérsíma 38450. MÚLALUNDUR, Ármúla 34, Reykjavík. Öryrkjavinnustofur S.Í.B.S. — Hvers vegna hringduð þér ekki þegar i stað til lögreglunnar? spurði Stege. — Hvers vegna báð- uð þér Ahern strax um að flytja Hkið burtu og buðust til að gefa út dánarvottorðið? — Ég vissi, að hún var látin, var svarið, sem hann fékk. — Ég var algerlega utan við mig. Ég veit, að ég hefði átt að hringja á lögregluna. En ég var ekki með sjálfri mér. Ég var lömuð af sorg vegna Rhetu. Mér þótti svo vænt um hana. Um leið og Earle Wynekoop frétti, að kona hans hefði verið myrt, sneri hann heim á leið. Þegar hann kom til Chicago hringdi hann samstundis til Steg- es og sagðist sjálfur vera morð- inginn. En þessari játningu hans var ekki sinnt. — Ég var ekki lengur hrifinn af Rhetu, sagði Earle lögreglunni. — Ég var farinn að hata hana og langaði mest af öllu aö losna við hana. — Vissi móðir þin þetta? spurði Stege. — Atti hún nokkra sök á vandræðunum i sambúð ykkar hjónanna? — Nei, svaraði Earle mjög ákveðið. — í fyrstu var allt i lagi með Rhetu. En svo fór hún að verða erfiði sambúð og önuglynd. Og hún vildi ekki heyra minnst á kynlif. Þess vegna fór ég að leggja lag mitt við aðrar konur. Ég leitaði huggunar hjá þeim. En litlu seinna, sagöi Earle: — Móðir min hataði Rhetu, vegna þess. að Rheta hafði gert mig hamingjusaman. En enginn skal nokkurn tima fá mig til að trúa þvi, að hún hafi drepiö hana. Stege hafði samband við dr. Harry Hoffmann, gamlan vin Alice Wynkooper. Hann bað Hoff- mann um að vera sér innan hand- ar við að finna lausn á málinu. Stege sjálfur var ekki i neinum vafa um, að dr. Wynekooper væri morðinginn. Dr. Hoffmann, sem var jafn- gamall dr. Wynekoop hafði ekki talað lengi við hana, þegar hún sagði allt i einu: — Harry, ef ég segi þér allt saman, hvað verður þá um mig? Stege, sem einnig var viðstadd- ur, sagði: — Það eina, sem við viljum að þú segir, er sannleikur- inn. Þegar hún þagði við, sagði Hoffmann: — Alice, ég held ég viti, hvað gerðist. Þú ætlaðir að rannsaka stúlkuna. Hún var i miklu uppnámi og rannsóknin hefði verið sársaukafull fyrir hana, ef þú hefðir framkvæmt hana, án þess að deyfa hana. Þess vegna notaðir þú klóróform. Með- an hún var meðvitundarlaus, var hún skotin. Var það ekki þannig? Alice Wynekoop kinkaði kolli. — Rheta kvartaði undan sárum verkjum i síðunni og ég fór með hana niður til þess að rannsaka hana. Rannsóknin var sársauka- full, svo að ég bauð henni að fá svolitið klóróform til þess að hún fyndi ekki til. Ég hellti nokkrum dropum i klút og hélt honum að vitum hennar. Ég talaði við hana og eftir örstutta stund hætti hún að svara mér. Ég rannsakaði 44 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.