Vikan


Vikan - 13.06.1974, Síða 6

Vikan - 13.06.1974, Síða 6
að finna tlma til sjálfstæðrar starfsemi. — Svo er eitt, sem er að verða æ rikari þáttur i starfsemi þessa húss, og það er upplýsingastarf- semi. Þaö eru svo margir, bæði hér og á hinum Norðurlöndunum, sem vita ekkert, hvert þeir eiga að snúa sér með sin erindi, og Norræna húsið gegnir sifellt stærra hlutverki sem tengiliður I málum af öllu tagi. Ég er ánægð með þá þróun. — Hvaða þættir eru það annars i starfsemi Norræna hússins, sem þér finnst helzt þurfa upp- byggingar við? — Þetta þróast allt ákaflega eðlilega, og ég er t.d. ánægð með rekstur bókasafnsins, sem er vel sótt, miöað við það, að þarna eru eingöngu erlendar bækur á boð- stólum. Hins vegar er mikið ógert I hljómplötusafninu, það er mjög tilviljanakennt, hvað þar hefur lent, enda hefur það að mestu byggzt upp á gjöfum. Annars hef ég mestan áhuga á þvi að auka listkynningu landanna á rr.illi, eins og ég minntist á áðan. — Þú óttast þá liklega ekki, að þetta hús skorti verkefni á næst- unni. — Alls ekki. — Telurðu grundvöll fyrir rekstri fleiri slikra húsa á Norðurlöndum? — Vissulega. Þaöer nú ákveðið aö reisa menningarmiðstöð af þessu tagi I Þórshöfn í Færeyjum og hefur verið rætt um að gera svo I höfuðborgum allra land- anna. Þar er ég þó ekki á sama máli. Helsinki hefur að visu sér- stöðu vegna tungumálaerfiðleika, en á milli Oslóar, Kaupmanna- hafnar og Stokkhólms er svo mikiö menningarsamband, að ég tel ekki brýna þörf á að bapta þar um. Hins vegar get ég hugsað mér svona menningarstarfsemi noröar f þessum löndum, t.d. i Tromsö, Luleí og fleiri slikum stöðum, sem búa viö meiri einangrun og sambandsörðug- leika. Það er gaman að tala við Maj- Britt Imnander. Hún er ákaflega hógvær i tali og finleg i fram- komu, en þaö leynir sér ekki, að hún hefur fastmótaðar skoðanir á þvi, sem við ræðum, og ég hef það á tilfinningunni, að hún kunni að stjórna, án þess að þess verði of mikiö vart. Ég reyndi mikiö að fá álithennar á Islendingum, en hún var svolitið varasöm. — Mér likar vel viö Islendinga, að öðrum kosti væri ekki gott að vera hér. — Eitthvað hlýtur aö vera frá- brugöið i eðlisfari tslendinga og Svia. Geturðu ekki skammað okkur fyrir eitthvað? — Þarf ég þess? Jæja, Svium finnst reyndar erfitt að sætta sig við óáreiðanleika íslendinga. Þeir svara oft ekki bréfum, og það er ekki hægt að treysta þvl, að þeir geri hlutina á þann veg eða á þeim tima, sem þeir hafa lofað. Þegar á aö framkvæma eitthvaö, þá eru málin rædd, haldnir fundir, nefndir skipaðar, en ekkert íramKvæmt — fyrr en skyndilega, að allt á að gerast i einu. — Ég þykist reyndar vita skýr- inguna á þessu. Eðli tslendinga mótast af veðurfarinu. Þeir alast upp viö það frá blautu barnsbeini, hvað áætlanir vilja oft fara út um þúfur vegna ytri aðstæðna. Þeir áætla ferðalag, en svo bregst veðrið, og þeir hætta við að fara. Svo skln sól I heiði einn morgun- inn, og þá drifa þeir sig af stað. Þessi framkvæmdamáti færist siðan yfir á flest svið þjóðfélags- ins. — Hefur þetta valdið þér óþæg- indum i starfi? — Nei, þvi aö þegar maður einu sinni veit þetta og skilur það, þá er bara að haga sér eftir þvi. Maöur þarf að reka mikið á eftir, og þaö sem gildir er að vita við hvern þarf að tala, og þegar maöur hefur komizt að þvi, er m.álið einfalt, miklu einfaldara en t.d. i Sviþjóð. Þar er flóknara kerfi og erfiðara aiT komast aö þeim, sem ræður málunum. Ct- gáfufyrirtækið, sem ég vann hjá, er gott dæmi um það. Það var raunar hluti af öðru stærra fyrirtæki, og forstjóra þess sá ég næstum aldrei og vissi varla, hver stjórnaði hverju. Það gat reynzt erfitt að koma hug- myndum i framkvæmd, þær áttu það til að stoppa einhvers staðar i völundarhúsi fyrirtækisins, og ég vissi aldrei, hvar þær stoppuðu. Hér er allt minna i sniðum, og mér finnst siður en svo erfiðara aö fá hlutum framgengt, þrátt fyrir þessa annmarka, sem ég nefndi áðan. — Hvað tekur við, þegar þú hættir hér? — Ég er ennþá i leyfi frá starfi minu hjá bókaútgáfunni, og lik- lega fer ég aftur þangað. Ég get lika hugsað mér að kenna, og það er svo margt hægt að gera. — Hvers heldurðu, að þú saknir helzt héðan? Maj-Britt verður litið út um gluggann út I rokið og rigninguna. —Ekki veðurfarsins, segir hún og brosir hógværlega að vanda, —en kannski hreina loftsins. Nei, það þýðir ekki að ætla sér-að telja upp allt, sem ég mun sakna héðan, þaö er svo margt, starfið, fólkið, sem ég hef kynnzt. Það verður erfitt að kveðja. Meðan á samtali okkar stóð, leysti Maj-Britt úr ýmsum málum, leigði samkomusalinn undir norskan útvarpsþátt, skipu- lagði heimsókn ungs Færeyings til hússins og þar fram eftir götunum. Og viö höfðum ekki fyrr kvaözt frammi i anddyrinu en hún var umkringd fólki, sem þurfti að leita hennar ráða. Hún þarf vist ekki að kvarta um aðgerðarleysi. K.H, 6 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.