Vikan


Vikan - 13.06.1974, Side 11

Vikan - 13.06.1974, Side 11
leikara nær áhorfendum, (þeir sátu tveir hliö viö hliö). Pabbi sagöi, aö hann sæti fjær áhorfend- um. Mig langar lika til aö spyrja, hvaö maöur þarf aö læra til aö veröa trtlboöi? Ég er nitján ára og er hrein mey ennþá. Er ég undarleg? Jæja, ég þakka fyrir allar sög- urnar I Vikunni og spyr aö lokum um þetta venjulega, hvernig er skriftin? Þakka allt gamalt og gott, kæri Póstur. B.G. Pósturinn veit ekki betur en konsertmeistarinn sitji alltaf, þar sem þú hélzt fram aö hann sæti. Margir trúboðar eru læknis- eöa hjúkrunariæröir og sumir cru auövitað hámenntaöir i guöfræöi. En Pósturinn veit ekki til þess, aö nein ákveöin menntun sé sett sem skilyröi fyrir trúboösstarfi. Þú ert ekkert undarleg, þó aö þú sért enn hrein mey. , Með ör í andliti Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig aö gefa mér nokkrar góðar upplýsingar um danskennslu. Er kennt allt ár- ið? Geta hjón fengið einkatima? Og ef það er hægt, þarf þá að panta löngu fyrirfram? Hvað ætli það kosti? Og getur þú bent mér á lækni, sem getur lagað ör á and- liti eftir miklar bólur, og þarf maöur þá að leggjast á sjúkrahús til þess? Og svo að lokum, hvað lestu úr skriftinni, og hvað held- urðu að ég sé gömul? Með fyrir- fram þökk. Danskennsla fer svo til eingöngu fram á veturna. Þaö er sjálfsagt ekkert þvi til fyrirstööu aö fá einkakennslu i dansi, ef fóik er reiöubúiö aö borga fyrir hana, en þaö hlýtur aö vera talsverö upp- hæö. Leitaöu nánari upplýsinga hjá danskennara. Þaö er vist ekki auövelt aö laga ör eftir bóiur, en um þaö skaltu leita upplýsinga hjá heimilisiækni. Skriftin bendir til rólyndis, og Hklega ertu komin vel á þritugsaldurinn. Kaupavinna í Noregi Kæri Póstur! Viö erum hérna tvær stöllur aö noröan, sem snúum okkur til þín, eins og svo margir aörir. Þannig er mál meö vexti, aö viö höfum mjög mikinn áhuga á aö komast á einhvern norskan bóndabæ. Ef þú mögulega getur, viltu þá svara spurningum okk- ar? 1. Hvaö þurfum viö aö vera gamlar til þess aö komast? 2. Hvaö er hægt aö vera lengi? 3. Hvaö er kaupiö ca. mikiö? 4. Getum viö ekki báöar verið á sama heimili? Tvær aö noröan E.s. Hvernig er stafsetningin og skriftin, hvaö lestu úr henni, og hvaö heldúröu, að viö séum gaml- ar? Stafsetning er góö, skriftin sömu- leiöis, og hún gefur til kynna nýj- ungagirni. Þiö eruö svona á aö gizka 15 ára. En spurningum ykk- ar get ég ómögulega svaraö. Hafiö samband viö Norræna fé- lagiö eöa norska sendiráöiö, gefið upplýsingar um ykkur sjálfar og látiö óskir ykkar i ljós . Mér finnst hreint ekki ótrúlegt, aö þiö getiö komizt i kaupavinnu I Nor- cgi, en eins gott fyrir ykkur aö bú- ast ekki viö háu kaupi. Olga eða ekki Olga Háttvirti Póstur! Astæöan fyrir þvi, að ég skrifa þér, er sú, að ég var aö glugga i Olympiubókina, sem gefin var út 1972. A blaösiöu 63 er mynd af stúlku á jafnvægisslá, og undir myndinni er sagt, að þetta sé Olga Korbut. Það, sem mig lang- ar til aö vita er, hvort þetta sé mynd af Olgu. Mér finnst þetta ekkert likt henni, eins og mér hef- ur fundizt hún vera á öðrum myndum. Svo langar mig að spyrja, hvernig er skriftin? Hvað lestu úr henni? Hvað heldurðu, aö ég sé gömul? Ég vona, að þetta lendi ekki i þeirri gömlu, djúpu. Meö fyrirfram þökk fyrir svarið. Mikka Myndir eru misgóöar, en ekki rcngi ég þá umsjónarmenn um- ræddrar bókar, aö þetta sé hin cina rétta Olga. Skriftin er snot- ur, bendir til smámunasemi. En hvers vcgna I ósköpunum er fólk alltaf aö spyrja Póstinn aö þvi, hvaö þaö sé gamalt? I hreinskilni sagt, hann gizkar bara á þaö út I bláinn. En þú getur varla veriö meira en 15 ára, fyrst þú ert I þessum skóla, sem ég má vlst ekki segja, hver er. J Jennyi Skólavorðustig, vill segja frá l>að <*r vel «ert sem við gerum sjálfar bómullargarni í öllum litum, CB og METTA. Hannyrðavörur frá Jenný prýða lieimilið HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný Skólavörðustíg 13a - Slmi 19746 - Pósthólf 58 - Reykjavik 24. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.