Vikan


Vikan - 13.06.1974, Síða 13

Vikan - 13.06.1974, Síða 13
A dögum Lily Langtry fóru do 11 a r a p r ins e ss ur n a r frá Anieriku aö vekja áhuga hefðar- fólksins i Evrópu. Sargent inálaAi þessa mynd, sem hann kaliaði Gibsonstúlkuna, og hún er dæmigerð dollaraprinsessa. Þær þóttu góð konuefni ungum evrópskum aðalsmönnum. Tizkan var finleg á dögum Lily Langtry. Boidini málaði þessa mynd af Marthe Bobesco prins- essu. Hún var rithöfundur og gaf út sina fyrstu bók átján ára að aldri og hlaut verölaun frönsku akademiunnar fyrir. Alexandra prinsessa af Wales og dóttir Kristjáns niunda Danakon- ungs var geislandi persónuleiki. Hún tók ævintýrum manns sins með stökustu rósemi. Hún var gædd miklum tónlistargáfum og lauk doktorsprófi i tónlist frá há- skólanum i Oxford. Hún átti mik- inn þátt f að móta tízkuna á Victoriutfmabilin. Þegar Victoria drottning missti heittelskaðan mann sinn, prins Albert, lét hún sorgina og söknuð- inn stjórna gerðum sinum svo gersamlega, að allar skemmtanir og lifsgleði voru úr sögunni við hirðina. Victorianski strangleik- inn og hátiðleikinn varð mjög óvinsæll af yngri kynslóðinni, sem átti erfitt með að umbera hann. Þaö var þvi ekki að undra, að léttleikinn yfir gleöskapnum og gáskanum, sem smám saman fór að bera meira á i kringum Ed- ward prins af Wales, yrði þjóðinni gleðiefni. Edward prins af Wales, sem seinna varð Edward sjöundi kunni vel að meta heimsins lysti- semdir, fagrar konur, góða hesta og hann og kunningjar hans voru valdir að mörgum angursstund- um gömlu drottningarinnar. En þjóðin kunni vel að meta hann. Hann var henni að skapi, glaður og örlyndur og gæddur miklum töfrum, sem hann sýndi jafnt há- um sem lágum. Alexandra kona hans, sem var dóttir Kristjáns ni- unda Danakonungs, var einnig litrikur persónuleiki. Ævintýrum manns sins tók hún með að- dáunarverðri ró. Hún var mjög músikölsk og lauk doktorsprófi i tónlist frá háskólanum i Oxford. Hún mótaði kventizku, sem hélzt áratugum saman — uppgreitt Alexöndruhárið og hálsböndin, sem brezkar konur tóku eftir henni, allt frá heföarfrúnum til verksmiðjustúlknanna. Sú kona, sem hvaö lengst dró aö sér athygli prins Edwards, var liklega Lily Langtry. Allur heimurinn fylgdist ákafur með uppátækjum þessarar fögru konu. Hún var prestsdóttir frá Jersey og átti fjölda systkina. Hún var skirð Emilie, en hún breytti sjálf nafni sinu i Lily. „Liljan frá Jersey” var hún seinna kölluð. Sautján ára að aldri átti þessi fagra stúlka eldheitt ástarævin- týri með manni I heimasveit sinni. Hans æruverðugheit, sóknarpresturinn og faðir Emilie, lét skilja elskendurna að til þess að velsæminu væri fullnægt. En dóttirin leit ekki svo á, að hún ætti að lifa einhverju mein- lætalifi. Þvert á móti. Hún varð svolitið kaldlynd til þess að dylja vonbrigöi sin vegna ástarævin- týrisins, sem faöir hennar hafði spillt. En hún vissi orðið, hve fög- ur hún var og hvaða valdi hún gat náð á karlmönnum með fegurö sinni og var ákveðin i að kasta sér út i allar þær lystisemdir, sem lifið hafði upp á að bjóöa. Og fyrsta veiðin hennar var ekki af lakara taginu. Hún giftist Ed- ward Langtry, syni auðugs skipa- eiganda frá Belfast. En iiljunni frá Jersey nægði ekki að sitja og láta ljós sitt skina úti á landsbyggðinni. Hún fékk mann sinn til þess að kaupa handa sér hús i London og þar fór hún strax að láta á sér bera i samkvæmislifinu. En hún setti markið hátt. Hún vildi vera tek- ir i „The inner circle”, hópinn, sem prinsinn af Wales skemmti sér með. Edward var hreykinn af þvi, hve kona hans vakti mikla at- Framhald á bls. 36 24.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.