Vikan - 13.06.1974, Side 14
Þau sátu sex umhverfis boröiö i
litla herberginu á Hótel Giles:
Segersted barónessa, frænka
hennar frú Jakobi, herra og frú
Thorsen verksmiöjueigandi
ásamt lögfræöingunúm Winther
og Sandersen.
öllum formsatriðum var lokið.
Hæstaréttarlögmaöurinn haföi
fyrir hönd skjólstæðings slns,
Segersted barónessu, óskað
Thorsen verksmiðjueiganda til
hamingju meö kaupin á herra-
garðinum Segerstedslund, og
starfsbróöir hans hafði þakkað
fyrir hönd Thorsens. Þaö var
skálaö og fluttar heillaóskir og
samræðurnar voru þegar orönar
fjörugar. Sérstaklega var það
Alice, hin unga kona Thorsens,
sem lék á als oddi og fékk alla til
að hlæja að athugasemdum
sfnum við ákafar viðræður
Winthers lögfræöings og manns
hennar um ræktun holdanauta.
Augu hennar ljómuöu og hjarta
hennar barðist ótt og titt af gleöi.
Að hugsa sér að hún skyldi eiga i
vændum að búa á þessum fagra,
gamla herragaröi. 1 hénnar
augum var það ævintýri, sem hún
hafði aldrei þorað að láta sig
dreyma um.
Bernska hennar hafði ekki
verið sérlega skemmtileg. 1 mörg
ár hafði hún búið með vonsvikinni
og biturri móður sinni, sem hafði
fyrir löngu einangrað sig. Þaö var.
fyrst eftir andlát móðurinnar, er
hún hafði hitt Allan. Hann var tólf
árum eldri en hún, rikur og dug-
legur. Hann hafði hlotið skjótan
frama i lifinu, átti marga vini og
var dáður af kvenfólki. Hún hafði
ekki látið sér detta i hug, að hann
liti á hana, en nú hafði hið ótrú-
lega gerzt: þau voru gift og
ætluöu að stofna bú á gamla
herragaröinum. Hún vildi helzt
að þau flyttu þangað strax, en
mörgu þurfti að breyta i hinni 200
ára gömlu byggingu, áður en það
gæti orðið. Alice hafði strax orðið
stórhrifin af herragarðinum.
Hann var imynd alls þess, sem
hún hafði óskað sér. Það var
aöeins eitt, sem henni datt
skyndilega i hug og gerði hana
ögn órólega. Hún vék sér aö
Segersted barónessu og spurði
•hana brosandi:
— Kæra frú barónessa!
Afsakiö forvitni mina. En mig
langar að spyrja um eitt: Er ekki
svo mikið sem einn ofurlitill
draugur i þessu gamla og dásam-
lega húsi?
Winthers lögfræöingur hló hátt,
en frú Jakobi lyfti brúnum og
varð eitthvað undarleg á svipinn.
Barónessan virti Alice fyrir sér
alvarleg i bragði. Siðan sagði hún
hikandi:
— Onei, kæra unga frú. Ég verð
að hryggja yður með þvi að svona
ósvikinn draugur upp á gamla
mátann er ekki til þar. Það fara
aðeins sögur af einum i okkar
fjölskyldu, en það er kannski nóg,
eöa hvaö?
— Æ, góða frænka, við skulum
ekki fara að rifja upp þetta gamla
ævintýr. Nú á dögum trúa menn
ekki þess konar sögum, sagði frú
Jakobi og hristi höfuðið.
— Er i raun og veru einhver
spennandi saga tengd við herra-
garðinn, spurði Alice áköf. — Er
það mjög ókurteist aö biðja yður
um aö segja okkur hana?
— Þú verður myrkfælin, Alice,
ef þú heyrir hana, skaut maöur
hennar inn i.
— Ef ég héldi, að sagan hræddi
yður mundi ég ekki segja orð um
hana, sagði barónessan. — Þetta
er aöeins saga um sýn. Það eru
rúm hundrað ár siðan hún gerðist
og siöan hefur enginn orðiö neins
var.
Allir þögnuðu og tóku aö gefa
orðum gömlu konunnar gaum.
— Þaö gleður mig i rauninni að
fá tækifæri til þess aö segja þessa
sögu. Hvers vegna skyldi saga
vesalings Teresu fara i gröfina
með mér? Hún er tengd garðinum
og þér eigið að muna hana.
Hún leit á Alice, sem roðnaði,
enda litu allir á hana.
Gamla barónessan lokaöi
augunum andartak til þess að
einbeita huganum að sögunni.
Þaö var á þrettándanum áriö
1832, hóf hún máls. — Langamma
min, Teresa, gift þáverandi erf-
ingja herragarðsins, Rudolf von
Segersted, átti von á fyrsta barni
sinu t okkar fjölskyldu var
þrettándinn alltaf haldinn sér-
staklega hátiðlegur. 1 gamla daga
var sagt, að þann dag bæri maöur
jólin út. Mikil hjátrú og margir
einkennilegir siðir vorú tengdir
þessukvöldi. Ein af hinum gömlu
venjum var að haida veglegt
gestaboö á Segerstedlund. Kerta-
ljós voru kveikt á öllum stjökum,
lagt á öll borö og stofur skreyttar.
Eftir hádegið gerði mikla snjó-
komu. Það snjóaði stööugt, og
þegar rökkvaði tók einnig aö
hvessa. Daginn áöur hafði Rudólf
siglt yfir flóann til kaupstaðarins.
Hann átti brýnt erindi og ætlaði
auk þess að heimsækja nokkra
ættingja. Hann gisti hjá tveimur
frændum slnum. Annar þeirra
var kvæntur. Daginn eftir ætluðu
14 VIKAN 24. TBL.