Vikan


Vikan - 13.06.1974, Síða 15

Vikan - 13.06.1974, Síða 15
HEIMSOKN TERESU L */'■■■•.. ísaga byggð á sönnum atburðum ':i4 M ieftir, MargretJ^e Hold rrf.................. Þetta hljóð virtist vera frá mörgum mönnum, sem töluðu samtimis, varð stöðugt hærra og nú sá hún að dymar á forstof- unni stóðu opnar i hálfa gátt. Hún sá stórt ljósker með brigðulu ljósi. Hver var þama á ferð? Hvers vegna hafði ekki verið kallað á hana? þeir allir að vera samferöa til þrettándaveizlunnar. Teresa gekk fram og aftur og hlustaði á storminn, sem fór stöð- ugt vaxandi. Hún starði á þreif- andi bylinn fyrir utan gluggann. Gert hafði verið ráð fyrir, að Rudólf og gestir hans sigldu aftur fyrir flóann, en hún vonaði, að þeir hefðu heldur valið land- veginn. Hver sleðinn á fætur öðrum stanzaöi fyrir utan dyrnar, gest- irnir gengu inn þaktir snjó, stöpp- uðu af sér og voru móðir og másandi. Allir töluðu um óveörið og hversu erfitt hefði verið að komast, enda þótt þeir byggju i nágrenninu. Ótti Teresu jókst, og allir reyndu aö róa hana með þvi, að Rúdólf og gestir hans væru áreiöanlega á leiðinni landveginn og þess vegna ekki von, að þeir kæmu strax. Verið gat, að þeir heföu orðið að leita sér skjóls á einhverjum bæ og dveljast þar um nóttina, ef óveðrinu slotaði ekki. Það var ekkert að óttast, sögðu þeir. En ekkert af þessu róaöi Teresu. Henni hafði þótt það mjög miður, að hann skyldi fara. Hún gat ekki þolaö að vera ein eins og hún var á sig komin, og hann hafði lofað henni að koma eins fljótt aftur og hann gæti. Þeim þótti ósegjanlega vænt hvoru um annaö. Seinna um kvöldið sátu gest- irnir til borðs og átu og drukku, en aldrei náðist nein hátiða- stemning. Pétur gamli reyndi árangurslaust að gera að gamni slnu, en ótti Teresu hafði áhrif á gestina. Hún hafði enga ró i sinum beinum. Augu hennar voru vot af tárum, sem hún þorði ekki aö gráta. — Teresa, kallaði tengdafaðir hennar. — Seztu hérna hjá mér andartak. En Teresa gekk hljóðlaust út úr stofunni. Cti i myrkum ganginum fengu tilfinningar hennar útrás. Hún kreppti hnefana, lagði enniö á kalda útidyrahurðina og sagði lágt: — Hjálpið honum. Hjálpið honum. Skyndilega fannst henni hún heyra hljóð fyrir utan. Meö erfiðismunum tók hún þungu hurðarslána frá, og lagði báðar hendur á iskalt járnhandfangið til þess að ýta þvi niður. Það var ekki auðvelt, þvi að stormurinn þrýsti stöðugt á dyrnar og likt og spennti þær fastar. Þá féll flökt- andi ljós á hendur hennar, sem héldu fast við læsinguna. Hún leit undrandi upp og þarna i breiðum eikarstiganum sem lá upp á loftið, gekk ókunn kona i gráum klæðurh hægt i áttina til hennar. Konan var með kertastjaka i hendi og sitt hár hennar féll laust um axlir hennar. Teresa fann hræðilegan kulda læsast um sig alla. Það var eins og blóðið væri frosið i æðum hennar og hjarta hennar stanzaði af hræðslu. í sama mund hrukku útidyrnar upp, hið svera járnhandfang skall i hnakkann á henni, og hún féll blóöug á gólfið. Þá nótt fæddijst afi. Teresa náði sér aldrei til fulls eftir þetta, og upp á fyrstu hæð vildi hún aldrei fara. Morguninn eftir kom bóndi nokkur með þær fréttir, að fundizt hefði hálfdrukknaður og stif- frosinn maður á ströndinni nokkrum milum sunnar. Það var einn af frændunum. Þegar hann kom aftur til sjálfs sin, sagði hann, að þeir hefðu lagt af stað yfir flóann snemma eftir hádegið, og þá hefði rokiö ekki verið svo mikið. Það snjóaöi þó stöðugt og brátt komust þeir að raun um, að þá hafði rekið suður á bóginn. Veðrið tók að versna og fyrr en varði var komið fárviðri. Hvað eftir annað voru þeir komnir all nærri ströndinni, en engin tök voru á að ná landi. Myrkrið skall á. Timum saman börðust þeir fyrir lífi sinu á litla bátnum. Aðframkomnir af þreytu og vos- búð gáfust þeir loks upp og skömmu siðar hreif alda bátinn með sér. Hann vissi ekkert um félaga sina. Hér endaði barónessan frásögn sina og leit upp. En Rudolf, spurði Alice. — Fannst hann aldrei? — Löngu seinna fundust hann og frændur hans á litlum hólma fyrir sunnan herragarðinn, þar sem kvikfé var sett á beit yfir sumartimann. Hann hlýtur að hafa bjargað þeim báðum i land, þvi að þeir voru ósyndir. Þeir höfðu reynt að gera sér skjól úr brotnum bátnum. Þeir höfðu einnig reynt að kveikja bál, mátti sjá, en þeir höfðu ekki fengiö þaö til að loga. Þeir létust holdvotir i snjónum og kuldanum. — Hræðilegt, tautaði Alice. — En hvers vegna varð hún svona hrædd viö gráklæddu konuna? Hún ætlaði aöeins að hjálD» henni. Framhald á bls. 37 24. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.