Vikan


Vikan - 13.06.1974, Page 16

Vikan - 13.06.1974, Page 16
 Seasons m The Sun er eitt þeirra laga, sem hefur borið einna hæst hérlendis siðustu vik- ur. Textinn i laginu hefur heillað og hrifiö marga og flutningur þess hefur vakið eftirtekt. Athygli hefur vakiö, að Terry Jacks, sá sem lagiöflytur, var algjörlega ó- þekktur fyrir. bví skal engan undra þó menn vilji fá forvitni sinni svalað. En þvi miður er það harla lltiö, sem ég hef á reiðum höndum um Terry Jacks, en hérna er það. Hann kemur frá Vancouver i Kanada, sem er i Manitoba fylki, en þar búa fjölmargir Vestur-ls- lendingar. Hann er fæddur 29. marz f Winnipeg, en hefur lengst af búið i Vancouver. Terry hefur unnið sem aðstoðarhljóðfæraleik- ari víöa um Bandarikin undan- farin ár, en að eigin sögn getur hann aldrei verið lengi í einu þar niður frá, þvl þá gerist hann stressaður og skapstirður og flýr til baka til Kanada, en' þar á hann búgarð með tilheyrandi fjórfætl- ingum. Fyrir um það bil tveimur árum, þegar hann var I Los Angeles og aöstoðaði Beach Boys við upptök- ur, spiluðu þeir daglangt aragrúa laga, sem til voru i pússi þeirra félaga, siðan. tóku allskonar „pródusentar” viö og leituðu að lagi, liklegu til þess að hljótá vin- sældir. Beach Boys myndu svo koma siðar og ljúka viö það. Já, þannig eru nú vinnubrögðin þar yfir frá. En það var með hann Terry Jacks. Hann lét sér koma i hug visi að melódiu, sem svo var leikin inn á segulband þá, af Beach Boys og Terry Jacks. tlr þessari segulbandsupptöku hefur Terry Jacks nú unnið og útsett lagiö Seasons in the Sun, sem er á góðri leiö með að verða útnefnt „lag sumarsins” i ár. Einhver mesti áhrifavaldur á tónlistarsviðinu siðastliðiö ár var án efa David Bowie. Lagasmiðar haná og sviðsframkoma vakti at- hygli um allan heim og eru þeir, sem áttu þess kost að sjá hann „live”, tæplega búnir að ná sér ennþá. Hann hefur nú hætt aö koma fram opinberlega, en þrátt fyrir það er minningin um gjörðir hans jafn lifandi og hann sjálfur. i Hæfileiki hans til þess aö ná til íallra rokkunnenda, hvar I flokki sem þeir stóöu, var stórkostlegur og hefur enginn komist enn með tærnar, þar sem hann hafði hæl- ana I þessu sambandi. Fimm ára ferill hans hefur, með öllum tengslum sinum við leikaraskap og furðulegheit ásamt viður- kenndri kynvillu, opnaö nýjar leiðir I rokkheiminum. Þegar hann starfaði með hljómsveit sinni, The Spiders, sýndi hann róttæka þróun eða framúrstefnu, sem táknaöi nán- ast byltingu. 1 lok ferils slns voru hljómleikar hans farnir að taka á sig mynd stöðugra kynsýninga eða kynbótasýninga, þar sem hann, hvað eftir annað, kom á ó- •vart með afbrigöilegum klæöa- burði og hátterni, sem hristi dug- lega upp i fólki. Eitt var það, sem vakti mikla og veröskuldaða athygli, og það var hljómburöurinn á hljómleik- unúm. Ziggy Stardust og The Spiders voru stórkostlegir á þvi sviðinu og fóru dagbatnandi. Á einhverjum slðustu hljómíeikun- um, þar sem Elton John var gest- ur, var haft eftir Elton, að planó- hljómburðurinn væri einhver sá bezti, sem hann hefði nokkurn tima heyrt, og er pianó ekki auð- velt hljóðfæri I uppmögnun. Þaö voru sem sagt leyndar- dómar hljómburöarins, sem geröu muninn. Fjármagn virtist vera óþrjótandi á bak við Bowie þegar I upphafi ferils hans og engar hömlur voru á þvi aö verzla það bezta, sem fyrir fé fékkst. Gerð og samsetning hljómkerfis- ins, og á hvern hátt það var notað, gerði Bowie að fyrsta flokks s]feemmtikrafti. Kerfið var hann- að og samansett af Mike Turner, en hann er framkvæmdastjóri Turner Electronic Industries og eigandi. Fyrirtæki hans var til- tölulega litiö, þegar hann fékk þaö verkefni að setja saman kerfi fyrir Bowie. En siöan þá hefur vegur hans farið mjög svo vax- LEYNDARDOMUR DAVID BOWIE andi og allt er það að þakka stór- kostlegum árangri með kerfið hjá Bowie. Fyrsta kerfið, sem hann setti saman fyrir Bowie var 1500 watta, með 12 rása mixer. Hljóm- burður þess varð vægast sagt mjög góður, en hann fer þó á eng- an hátt eftir wattatölu eða fjölda rása i mixer, eins og margir kynnu að halda. Stærsti kostur kerfisins var sá, að Bowie gat veriö hvar sem var fyrir framan hátalaraboxin, án þess að hann fengi nokkuð „feed back”. En það er eins og allir, vita, sem eitthvaö fast viö þess konar, megin vandamáliö við uppsetningu kerfis og notkun. Seinna meir lét Bowie svo setja saman fyrir sig kerfi, sem var 3000 wött, og þaö kerfi notaöi Bowie alveg þangað til hann hætti aö koma fram opinberlega. Að vfsu var skipt út einstökum þátt- um kerfisins á þessu timabili, en þegar hann hætti að koma fram, 16 VIKAN 24.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.