Vikan


Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 22
sina og einu sinni stóran krystals- vasa. Bertie hló, faömaöi hana aö sér og sagöi aö hún væri hraust- leika kvenmaöur. Hann kom oft i heimsókn til hennar, eftir aö striöiö brauzt út, kom yfirleitt, þegar hann átti fri. Og hún baö hann um aö kenna sér *aö fara meö alvöru skotvopn. En þá hló hann ekki. Þetta voru lika voöalegir tímar og þaö var ekkert skemmtilegt viö þaö, aö frænka hans, sem var oröin miö- aldra, skyldi vilja læra aö fara meö skotvopn. Þaö gat veriö, aö hún þyrfti á þvi aö halda. Hann var reyndar i heimsókn hjá henni, þegar hann féll. Hann haföi komiö I leyfi um helgi, án þess aö hún ætti von á honum. Hann haföi fariö úr einkennisbún- ingnum og tekiö aö sér aö leysa , vin sinn af verði við brunavörzlu, en þessi vinur hans var lasinn. Þá um nóttina varö hann fyrir sprengju og dó strax. Hún haföi gefiö fötin hans. Þaö var tilgangslaust aö geyma þau: Bertie var dáinn, hann kæmi aldrei aftur. En hún haföi geymt byssuna hans, haföi ekki einu sinni afhent hana yfirvöldunum, þegar auglýst var eftir öllum skotvopnum. Hún gat ekki hugsaö sér aö láta af hendi byssuna hans Berties... henni fannst eins og þaö væri hluti af honum sjálfum. Og nú ætlaði hún aö frelsa Letty og Tibby, einmitt meö byssunni hans Berties. Hún tók til mat og drykk handa Tibby og læsti hann svo inni i her- berginu. Hann var öruggari þar, heldur en ef hann heföi verið, ef hann gengi laus. Ef eitthvað færi úrskeiöis... og hún kæmi ekki aft- ur... Leigjendurnir myndu heyra til hans, svo hann yröi varla lengi innilokaöur. Hún stakk hlaöinni skamm- byssunni niöur á botn I gömlu inn- kaupatöskunni sinni. Svo læddist hún hljóölega til dyra, fór út og læsti á eftir sér. Bill var aö koma smágeröri fjööur fyrir i nýju útgáfunni af kengúru, sem átti aö hoppa i hringi. Hann var i versta skapi. Dorrie King opnaöi dyrnar og kom méö tebolla handa honum. Hún brosti glaðlega til hans og tók óhreina bollann af boröinu hans og gekk svo raulandi út aftur. En hvorki brosið eöa rauliö var sannfærandi. Hún var fölleit og þaö var ekki laust viö aö augu hennar væru rauörend. Það var svo sem ekki óeölilegt, þar sem litla systir hennar lá á sjúkrahúsi, illa haldin eftir árás- ina. En Dorrie hafði oft veriö út- grátin, áöur en Shirley varö fyrir árásinni. Hún haföi veriö fölleit og uppstökk i marga daga. En hún brosti glaðlega og reyndi aö láta lita svo út, sem hún væri kát. Bill kunni vel við þessa stúlku, en honum var ljóst, að það amaöi eitthvað að henni. Della var heldur ekki sjálfri sér lik. A siðasta sólarhring, haföi þessi duglega og skemmtilega kona, sem stjórnaöi fyrirtækinu af slikri prýöi, veriö taugaóstyrk. Hún varð aö neita sér til hins ýtr- asta, til að geta sinnt störfum sin- um. Og eftir að hún hafði talað viö þennan mann i simanum, var hún náföl og óttaslegin að sjá. — En hvað kemur þetta mér viö, tautaöi Bill i hljóöi og setti frá sér bollann. Hann væri horfinn héðan, úr þessu umhverfi, eftir nokkra mánuði. Della, Dorrie og gamla konan, ungfrú Potter væru þá liklega búnar að leysa vandamál sin og Beth myndi örugglega hitta einhvern snotran mann, sem hefði alla sina limi i lagi og heföi bæöi hetjulund og sjálfstjórn tilaö bera. Jæja, hann ætlaöi aö minnsta kosti, aö ganga frá þessari kengúru og fara svo út og fá sér hressingu á knæpunni. David Slade stóö i dyragætt- inni. Hann gat varla trúaö þvi, sem komiö haföi fyrir. Hann hafði veriö svo miöur sin, að hann ætlaöi helzt aö láta sem hann heyrði ekki i dyrabjöllunni, en samt staulast hann fram til að opna. Og þar stóð... Þaö gat ekki veriö, aö þetta heföi verið Tommy, þaö gat ekki veriö hans eigin sonur. Hann haföi lifaö i hálfgeröum draumi siöustu daga, og þetta hlaut aö vera einn af þeim draumum. Þaö var ekki fyrr en drengurinn var kominn inn i lyftuna, aö honum var ljóst, að þetta haföi raunveru- lega veriö Tommy. Það var aö visu auðvelt, aö imynda sér aö maður hefði séö sitt af hverju, en fótatak var annars eðlis. David var viss um, aö þaö hafði verið hans eigin sonur, sem haföi komiö til hans. 1 eigin persónu. Til að biðja um hjálp. Og svo hafði hann muldraö eitthvað, um að faðir hans kæröi sig ekki um hann, snúiö sér viö og hraðað sér að lyftunni. David ætlaöi aö ganga nokkur skref, en var næstum búinn aö missa jafnvægiö og varð að styöja sig við dyrastafinn. Ef hann gæti hert sig upp, þá gæti hann kannski elthann. En aö elta hann, væri það sama og aö hitta Dellu og Della mátti alls ekki sjá hann i þessu ástandi. Hann hugsaði, aö liklega væri bezt að fara i kalt steypibað, en svo fannst honum aö þaö gæti verið of hættulegt. Hann fór þvi og bjó til sterkt kaffi. Hann staulaðist inn i stofuna, lyfti upp simtólinu og valdi núm- er. Þegar rödd svaraöi, sagði hann: — Heyröu mig... ég neyðist til aö fara svolitiö. Þaö er mjög áriöandi — Já, ég er alveg meö sjálfum mér og mér er ljóst i hvaöa ástandi ég er, en ég verö aö fara, þú veröur aö gefa mér eitt- hvaö... Ég veit þaö vel, ég lofa þvi að aka ekki bílnum, ég tek leigu- bil. En I guös bænum, flýttu þér og gefðu mér eitthvaö. Þegar Della var búin aö taka við kjötbeinunum af ungfrú Pott- er, fór hún inn I vinnusalinn, til að biðja Bill um aö slökkva ljósin og ganga frá, áöur en hann færi heim. Ungfrú Jenny leit i kring- um sig, en svo smeygði hún sér inn i snyrtiherbergi stúlkn- anna.Enginn hafði séö til hennar og snyrtiherbergið var mann- laust. Hún leit i kringum sig. Þarna hafði allt veriö lagfært, siðan Nick Hedley haföi byrjaö starf- semi sina þarna, fyrir mörgum árum. Þá haföi hann aðeins nokkrar stúlkur og nokkrar gaml- ar saumavélar. Hún mundi þaö, eins og þaö heföi veriö i gær.... Fyrstu árin haföi hún stundum hjálpað til þarna, sérstaklega i jólaönnunum. Nick hafði beðiö hana að koma, til aö gefa stúlkun- um te, tvisvar á dag. 1 einu horni snyrtiherbergisins voru dyr, sem lágu niður i kjall- arann. Hún opnaöi þær. Bak við dyrnar var litill stigapallur og þar voru rafmagnsmælarnir, al- veg eins og i gamla daga. Jenny settist i efsta stigaþrepið og beiö. Vinnutima var ekki lokið ennþá og það myndu liöa nokkrar minútur, þangað til Bill kæmi til að slökkva ljósin og læsa aðaldyr- unum. Aætlun hennar var langt frá þvi að vera örugg. Þetta voru ekki annað en getgátur, en hún vonaði að það að þetta gæti gengið vel. Hún hefði kannski ekki átt aö fara svona út, án þess aö segja Letty frá þvi. Það heföi ekki verið erfitt að búa til einhverja sögu til aö róa hana. Að visu var hún ekki viss um, að drengurinn héldi þarna til og væri i felum i verksmiðjunni. Ef svo var ekki, þá var þetta til- tæki hennar til einskis. Henni haföi veriö ljóst frá upp- hafi, aö drengurinn hélt til einhversstaöar I nágrenninu. Hann kom og fór, svo fljótt og það var eins og hann vissi upp á hár, hvaöa ibúar götunnar tóku sér fyrir hendur. Þaö voru ennþá nokkur hús, þar sem áður haföi veriö Lilac Street og Orchard Street, þar sem hætt haföi veriö viö niöurrifsstarfið, vegna þess aö þaö var annaö sem sat fyrir. En svo hafi hún tekið eftir lónni. Hún vissi hvaöan þessi ló kom, hún vissi að þessi ló kom úr loð- efnunum, sem notuö voru i leik- föngin. Hún vissi aö stúlkurnar i verksmiðjunni hötuöu þessa 'ló, vegna þess að það var ill mögu- legt, að losna við hana, Hún sett- ist alls staöar i fötin þeirra og það var varla hægt að bursta hana I burtu. TONKA LEIKFÖNG Leitið ekki langt yfir skammt. Vanti yður leikföng, þá leysum við vandann. úrvalið hvergi meira. Sendum i póstkröfu samdægurs. LEIKFANGAHtJSH), Skólavörðustíg 10/ sími 14806. 22 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.