Vikan


Vikan - 13.06.1974, Qupperneq 24

Vikan - 13.06.1974, Qupperneq 24
STALDRAÐ VIÐ Á ÞJÓÐHÁTÍÐARÍ Þjóðhátiðarárið 1974, þegar íslendingar minnast ellefu hundruð ára búsetu i landinu, verður án efa lengi haft i minnum. Langt er síðan jafnmikil ólga hefur verið i þjóðmálunum og þvi ekki óhugsandi, að þetta ár verði nokkurt timamótaár i sögu þjóðarinnar og það ekki einungis afmælisins vegna. Á timamótum hefur lengi verið siður að staldra við, lita yfir farinn veg og minnast bæði þess, sem vel hefur farið, og eins hins, sem miður fór, ef af þvi mætti draga nokkurn lærdóm og skilning á þvi, hvernig rétt sé að bregðast við vandamálum framtiðarinnar, sem ung þjóð hlýtur að renna vondjörfum augum til. Við Vikumenn ákváðum að halda þennan sið i heiðri og brugðum á það ráð að leita svara við fáeinum spurningum, sem varða íslandssöguna og framtíð þjóðarinnar, hjá nokkrum völdum körlum og konum. Spurningarnar, sem við leituðum svara við, voru þessar: 1. Hver finnst þér vera gleðilegasti atburður íslandssögunnar? 2. En sá dapurlegasti? 3. Berðu kviðboga fyrir framtið islenzku þjóðarinnar? 1. Ef hægt er að telja sjálfan fund tslands at- burð íslandssögunnar vildi ég tvimælalaust telja hann þeirra gleðilegastan. Hann er alla- t vega upphaf að sögu vorri, þótt þjóðin verði kannske ekki til sem slik fyrr en siðar. — Ég held, að þjóðin megi hrósa happi yfir að hafa fengið þetta land til umráða. Hér hefur henni farnazt bæði vel og illa, en ekki er vist, að önnur nálæg lönd hefðu reynzt þjóðinrw betur. 2. Dapurlegasti atburðurinn held ég að sé vig Jóns Arasonar og sona hans. — Jón hefur ný- lega verið kallaður siðasti íslendingurinn og mótstaða hans gegn siðaskiptunum var ekki einungis af trúaMegum rótum runnin heldur ekki sízt andspyrna gegn hinu erlenda valdi. Jón sá, að konungur mundi ekki aðeins hrifsa eigur kirkjunnar og svipta hana sjálfstæði sinu, heldur væri allt sjálfstæði og sjálfsfor- ræöi landsmanna frá þeim tekið með hinu aukna konungsvaldi. Það er i rauninni hörmulegt, að þjóðin skyldi vera svo algerlega varnarlaus gegn liinu erlenda konungsvaldi, að annar eins at- burður gæti gerzt. Og hvað sem segja má um kirkjuvaldið sem slikt hafa siðaskiptin óneit- anlega valdið gifurlegri menningarlegri afturför. Ekki þarf lengi að hugsa um það, hve gifurlegt góss og gersemar kirkna og klaustra var fært úr landi eða eyðilagt eftir siöaskiptin til að sjá hvilik hrörnun í hugar- fari fylgdi i kjölfar siðaskiptanna. Mun hitt þó vega enn meir, að afgjöld og leigur eftir klaustra- og kirknajarðir, runnu héðan i frá út úr landinu i hit konungs. Það er eins og alit hafi beinzt að þvi að mergsjúga þjóðina og sjá svo um, að enginn grundvöllur sjálfstæðs menningarlegs eða efnahagslegs j Ifs þjóðar- innar næði að grundvallast. Vera má, að sjálft vig Jóns Arasonar og sona hans hafi ef til vill ekki breytt miklu hér um, siðaskiptin hefðu óhjákvæmilega komið þótt siðar yrði. En þessi atburður er eins og tákn þessa hörmulega tiðaranda 16. aldar. 3. Nei, það geri ég ekki. Aukin velmegun og aukin alþjóðahyggja gerir það vissulega að verkum, að þjóðin þarf að gæta sin enn frem- ur I fraintíðinni en hingað til, gæta sjálfstæðis sins og virðingar, en náttúra okkar lands ér gjöful og landið nægilega h'art til að menn þurfi nokkuð fyrir Iifinu að hafa til að geta lif- að þvi sæmilega, og er hið siðarnefnda kannske hvað inikilvægast. Ef við förum vel • nieð landið og gögn þess munu þau geta séð þjóðinni vel farborða um ianga tið, en hér þarf þó vissulega aðgæzlu. Hins vegar geta einhverjir þeir utanaðkomandi atburðir i skeð, sem breyti stöðunni á taflborðinu, en við þvi er erfiðara að sjá. 24 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.