Vikan


Vikan - 13.06.1974, Qupperneq 25

Vikan - 13.06.1974, Qupperneq 25
Séra Þórir Stephensen. 1. Fyrir mér er kristnitakan á Alþingi áriö 1000 sá atburöur, sem mestum og gleöileg- ustum örlögum veldur i ellefu alda sögu ts- lendinga. Þá hófst hér ný söguþróun, einkennd af nýjum öflum og viðhorfum. Hin heiðnu goö og sá hugsunarháttur og lífsviðhorf, sem trú- in á þau haföi myndað, hlaut nú að vikja fyrir hinum hvita Kristi og hugarfari hans. Athyglisvert er að virða fyrir sér, hve breytingarnar eru fljótar að koma. Hólm- göngur eru bannaðar með lögum, barnaút- burður eiunig. Þrælahaldið hverfur, fátækra- hjálp er komið á fót, kirkjan stofnar hæli fyrir munaðarleysingja (Kristsbúin) og þannig mætti margt upp telja. En þetta eru aðeins örfáir fyrstu drættir þeirrar nýju lifs- myndar, sem kristin trú dró upp I islenzku þjóölífi, myndar, sem engan veginn er full- gerð cnn, en er i sifelldri mótun. Eitt af þvi, sem hingaö barst með kristinni trú, var boðskapur Fjallræöunnar. Þar er talaö um mannhelgi, mannréttindi og bræðralag allra manna. Af hugsjónum Fjall- ræðunnar vaknaði sá frelsisandi, sem varö hvati þeirrar baráttu, er náði langþráöu marki 17. júni 1944. Kristin trú er móðir þeirra mannréttinda, sem við unnum mest. Hún er móðir almennr- ar menntunar okkar. Hún er móðir frelsis okkar og lýðræðishugsjóna. Þetta eru þeir hlutir, sem þjóð okkar á dýrmætasta, og hinu skal þá heldur ekki gleymt, þvl trausti og lifsöryggi, sem trúin gefur hverjum einstak- lingi, og von hans og vissu um eilif mörk og mið. 2. 1 minum huga leikur hér e.t.v. meiri vafi á um svar, en þó hygg ég, að ég bendi ákveðið á nauðungarsamþykkt islendinga á einveldi Danakonungs i Kópavogi 1662. Frjálshuga þjóð getur ekki hlotið stærra áfall en þaö að vera svipt sjálfsákvörðunarrétti sínum. 3. Nei, svo framarlega sem hún leitast við, ekki siður hér eftir en hingað til, að vera kristin þjóð. Ég minni á gömul orð, höfð eftir hinni fornu trúarhetju Samúel: „Hingað til hefur Drottinn hjálpaö”. Sllk er einnig reynsla okkar islendinga. Það er staðreynd, að það var von og traust kristinnar .trúar, sem nærði kjark og baráttuvilja þjóöarinnar á erfiðustu timum hennar. Og ég hef ekki enn heyrt menn nefna neitt, sem í stað þess hefði getað komið, enda hygg ég, að slíkt sé ekki að finna. Baráttunni er ekki lokið. Hún mun alltaf standa og þvl mun isienzk þjóð enn þurfa á að halda trú sinni, von og kærleika. Og meöan hún skilur sinn vitjunartima, hvað þetta snertir, þá ber ég engan kviðboga fyrir örlög- um hennar. Gerður Steinþórsdóttir BA Þegar stórt er spurt, verður oft fátt uro svör. Ég er ekki sagnfræðingur. Mat mitt á þjóðarsögunni hefur mótast hvað mest af ts- landssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, Sem ég las barn að aldri, auk skoðana þess fólks, sem ól mig upp. Ég tel, að FRELSIÐ sé dýrmætasta eign okkar: umráð yfir landi okkar og löggjafar- valdi. Þess vegna álit ég, að hörmulegasti at- burður i sögu þjóðarinnar sé glötun sjálf- stæðisins, sem leiddi til æ dýpri niðurlæging- ar. Um Gamla sáttmála 1262 segir Jónas Jónsson I tslandssögu sinni: „Sjálfstæði landsins var glatað fyrir manngildisskort nokkurra tslendinga Þjóðveldið sem dreng- skapur, vit og framsýni forfeðranna hafði reist með vinnu margra kynslóða, var hrunið I grunn og dró með sér I eyðileggingu þá glæsilegu, en skammsýnu menn, sem höfðu ætlað að byggja upphefð sína á niðurlægingu þjóðarinnar”. A þeim myrku öldum, sem í hönd fóru, yljuðu menn sér við glóð skáld- skapar. Jóhannes úr Kötlum lýsir þvl snilld- arlega I ljóði sinu, Rimþjóð: t sléttubönd vatnsfelld og stöguð hún þrautpindan inetnað sinn lagði I stuðla hún klauf sina þrá við höfuðstaf gekk hún til sauða. í samræmi við þessa söguskoðun mina, tel ég gleðilegasta atburð tslandssögunnar vera endurheimt sjálfstæðisins, stofnun lýð- veldis á Þingvöllum 1944, „þann dag er regn- ið streymdi / um herðar þér og augu / og skirði þig og landið / til dýrðar nýjum von- um”, eins og Jón Óskar kemst að orði i Vor- kvæði um island. Hvort ég sé bjartsýn á framtlðina? Hvað skal segja á timum háþróaðrar tækni annars vegar og botnlausrar eymdar hins vegar? En i iðnvæddum löndum hafa menn gert sér ljóst, að hinn mikli hagvöxtur hefur ekki fært hámingju, heldur samkeppni, átreitu og mengun. Þess vegna hlýtur NÝTT GILDISMAT að verða nauðsyn til niannsæm- andi lifs á jörðinni i framtiðinni. Menn verða að beina hugum sinum frá hinum óteljandi gerviþörfum neysluþjóðfélagsins aö andleg- um viðfangsefnum, og þjónustugreinum, svo sem menntamálum, félagsmálum og heilsugæslu, að ógleymdri listsköpun. Viö tslendingar eigum það sem nú er taliö dýrmætast á jörðinni: hreint loft, tært vatn og tiltölulega óspjallað land. Það er ósk min, að þjóðinni auðnist að greina kjarnann frá hisminu, að hún meti hag þjóðarheildarinnar o^r skyndihags- munum einstakra hópa. Ef henni auðnast það, getum við litið björtum'augum til fram- tiðarinnar. 0 Þór Magnússon þjóðminjavörður. 24. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.