Vikan


Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 28

Vikan - 13.06.1974, Blaðsíða 28
Aldurinn hefur mikiö að segja á okkar dögum. Félagslegu vanda- málin, sem gamalt fólk verður að horfast i augu við, eru mörg. Þetta á við bæði um konur og karlmenn, en þó sérstaklega um konur. Hvergi i heiminum eru vanda- mál gamla fólksins meiri en hér á Norðurlöndum. Og þrátt fyrir allt talið um jafnrétti, þá eru til þættir, sem hafa meira að segja en kyn, tekjur og menntun. Og þessir félagslegur þættir setja oft skörp mörk milli félagslegra hóþa. Þvi er ofthaldið fram, að aldur- inn skipti engu máli, heldur aðeins andlegt og llkamlegt atgervi. Vitaskulder þetta rétt — svo langt sem það nær. En óttinn við ellina liggur alls staðar i leyni, þegar fólk er farið að reskj- ast. Þennan ótta verðum við að hjálpast að við að uppræta. Georg Porjé prófessor og læknir viö Södersjúkrahúsið I Stokkhólmi hefur rannsakað fólk á öllum aldri með þaö i huga, að kanna, hvenær ellin fari að setja mark sitt á einstaklinginn og hann hefur þetta að segja: — Þaö er óhætt að fullyrða, að milli fertugs og fimmtugs eru konur gæddar mestu andlegu þreki og greind. Þetta telur prófessor Porjé sig hafa sannað með rannsóknum sinum. Og það er engin ástæða til þess að taka ekki fyllsta tillit til þessarar staðreyndar. En margar konur taka of mikið mark á aldursfordómum umhverfisins og gleyma þvi, sem er hvað mikilvægast: Að sjá um, að likaminn sé i jafn góöu ástandi og sálin. Prófessor Porjé eyöir við og við átta dögum á heilsuhæli utan við Ludvika. Þar neytir hann sér- stakrar fæðu og stundar likams- rækt af kappi. Georg Porjé segir, að enginn megi fara á mis við þá gleði, sem er samfara þvi að halda likamanum i góðu ásig- komulagi með likamsrækt. — Heilbrigður mannslikami þarf á hreyfingu að halda. Og það er aldrei of seint aö byrja. Það veit ég af eigin reynslu. Ég stundaði llkamsrækt, þegar ég var ungur, en svo hætti ég þvi. Þar kom, aö mér fór að liöa verr. Um fimmtugsaldur ákvað ég að hefja likamsrækt aö nýju og vita, hvort mér tækist ekki að ná mér vel upp likamlega. Og það tókst með ágætum. ER FERTUGRI KONUNNIFÆRT Þegar amma varð fertug, var hún orðin gömul og virðuleg frú. En kona, sem nú verður fertug, er að hefja eitt bezta og skemmtilegasta tímabil ævinnar. Það hefur verið sannað, að konur eru gæddar mestu andlegu þreki og greind á árunum milli fertugs og fimmtugs. Þrátt fyrir það eru margar konur hræddar við að eldast. Það er kominn timi til að þær hætti þvi. Það er algeng afsökun, þegar fólk er komiö á fimmtugsaldur- inn, að það þoli ekki miklar likamsæfingar og áreynslu. En það er ekki rétt. Prófessor Porje segir: — Þegar kona er oröin fertug, heldur hún oft, að nú fari að halla undan fæti hjá henni. En sú er ekki raunin. Kannski eru árin eftir fertugt bezta timabilið i ævi konunnar. Hún er enn gædd fullu likamlegu þreki og andlega hefur hún aldrei veriö betur á sig komin. Og þess vegna er engin ástæða fyrir konur á þessum aldri að vera niðurdregnar. Þær eiga mörg dásamleg ár framundan. Það er auðvelt fyrir karlmann að halda þessu 'fram, kann einhver að segja. Hann veit ekki, hvað breytingarskeiöiö getur verið erfitt. En prófessor Porjé leggur mikla áherzlu á, að breytingarskeiðiö sé fullkomlega eðlilegt ástand. — Eiginlega ættu flestar konur ekki að verða þess varar. Það ætti að liða hjá án alls ótta, þreytu, höfuðverkjakasta og svima. Þaö er ekkert óeðlilegt við þaö, sem er að gerast I likama konunnar á þessuskeiði. Hormónastarfsemin breytist, svo að konan hættir að vera frjó. Auk þess er auðvelt að vinna bug á minni háttar óþægindum, sem upp kunna að koma, með hormónagjöf. Og margar konur fara aö hafa áhyggjur af breytingarskeiðinu allt of snemma. Auðvitað eru konur, sem verða einkennanna varar þegar um 45 ára aldur, en margar konur hafa reglulegar tiöir til fimmtugs og jafnvel til 55 ára aldurs. En draumurinn um einhverja óbrigðula aðferö til þess að yngja upp fólk er alltaf fyrir hendi. Og helzt, aö aðferöin gefi fólki „eilift lif”. A öllum timum hafa verið uppi menn, sem þótzt hafa fundiö upp lifselexir. Elexirinn hefur verið mismunandi eftir tlmanum. Rómverjar önduðu aö sér frá- öndunungra stúlkna. Og stundum hafa maðkar eöa fuglakjöt veriö eina lausnin. Einu sinni þótti ráðlegast að drekka blóð gladiatóranna. En i rauninni er ekki til nema ein yngingaraöferö. — Njóttu þess, sem lifiö hefur upp á aö bjóöa. Veldu þér áhuga- mál, sem endast þér fram eftir öllum aldri. Reyndu aö þyngjast ekki um of og stundaöu likamsæf- ingar. Þá hefur þú alla möguleika til þess aö vera ung(ur) ævina á enda. 28 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.