Vikan


Vikan - 13.06.1974, Síða 36

Vikan - 13.06.1974, Síða 36
koma upp um hana, neðri vörin titraði. í hvert sinn, sem hann sá hana, kom yfir hann þessi löngun til að þrýsta henni fast að brjósti sér og nú var þessi titrandi munn- ur næstum búinn að koma honum til að gleyma sér. — Olga, sagði hann örvænting- arfullur, — ég er kominn til að segja þér, að ég hefi þegið boð um stöðu i rússneska hernum. Ég fer til Kákasus á morgun. — Kákasus? En svo dimmdi yfir svip hennar, eins og i ásökun. — Hvers vegna hefur þú gert þetta? Hvers vegna hefur þú boð- izt til að fara til Kákasus? Veiztu, hve langt i burtu það er? — Olga, sagði hann, — Rúss- land hefur verið mér gott og ég skulda mikið fyrir alla gestrisn- ina. Ef þetta er bezta leiðin til að þjóna zarnum.... — Ef? Það var ljóst að Olgu grunaði eitthvað. — Þetta er hug- mynd einhvers annars. Og þú hef- ur samþykkt það. Kirby.sveitar- foringi, ég hefði aldrei trúað á þig, að þú létir þá senda þig svona langt i burtu, án þess að mót- mæla, að minnsta kosti til að byrja með. - Sjáðu nú til, Olga, ég hafði aöeins um tvennt að velja fyrir mig og ég kýs heldur að fara til Kákasus, en að verða sendur heim til Englands. Ég vil vera i Rússlandi, meðan á striðinu stendur. — Kákasus er ekki hér! Olga var svo áköf, að hún sneri við honum baki. — Kirby sveitarfor- ingi, þú gerir mig mjög óham- ingjusama. Þú ert vondur við mig. — Hvað? sagði hann undrandi. — Já, þú ert reglulega vondur, þú veizt, að ég á svo bágt með að kveðja og svo neyðir þú mig til þess, æ ofan i æ. Mér finnst það ekki vel gert. — Ó, yndislega Olga, sagði hann ósjálfrátt og undur bliðlega. Hann kvaldist af þrá eftir henni og honum var það ennþá meiri kvöl , að vita að hann gat aldrei oröið ástar hennar aðnjótandi. — Olga, heldur þú að það sé minni kvöl fyrir mig? Olga varð vandræðaleg; en hún reyndi að brosa. — Æ, ég er stundum svo ómöguleg, er það ekki? sagði hún. — Það er ég, sem er vond. Fyrii-gefðu mér. Góði fyrirgefðu, að ég skyldi gleyma mér svona, viltu það ekki? Þú verður að sjálfsögðu að fara til Kákasus, þú verður auðvitað að fara þangað, sem þér er skipað að fara. Ég veit það. Aðeins... aðeins að við þyrftum ekki alltaf að vera að kveðjast. — Við þekkjum betri tima, Olga, sérstaklega á Livadia. Þá sá hann augu hennar ljóma af minningunum um liðna daga. — Ó, jú, sagði hún. Svo hélt hún áfram og rödd hennar varð við- kvæmnisleg. — Kirby sveitarfor- ingi, fyrir mér er vinátta okkar eitt það bezta, sem lifið hefur gef- ið mér. Það er ekki rangt, er það, jafnvel fyrir mig, að ala i brjósti mér ljúfar minningar? Svo sá hann, að bláu augun fylltust af tárum og honum fannst óbærilegt að geta ekkert gert henni til hugg- unar. — Ég vildi óska að ég gæti fundið önnur orð, hvislaði hún. — Ekki þessi venjulegu kveðjuorð. Ó, hve ég vildi það. Hann hristi dauflega höfuðið og andartak var honum varnað máls. Svo sagði hann: — Olga, það er ekki svo mörg orð, sem hægt er að segja. Aðeins þessi, sem ég verð að segja, þótt ég ætti alls ekki að gera það, ég get ekki látiö það vera. Ég elska þig. Ég elska þig af öllu hjarta. Ég hefi elskað þig frá þvi ég sá þig i fyrsta sinn. Ég elskaði þig, þegar þú varst sextán ára. Ég elska þig nú og ég mun alltaf elska þig. Hún stokkroðnaði. Hún titraði, baröist á móti tilfinningum sin- um, sem ógnuðu öllu, sem henni hafði verið fengið i vöggugjöf. — Nú, já það er sama hvað kemur fyrir, þetta er það sem aldrei veröur frá mér tekið. Héðan af Ég Ibarf ekki að lita á vigtina því ég stjórna matarlystinni meö Trimmers Nýja Trimmetts Trimmers kexið hjálpar yður að grennast á nýjan hátt. Það stjórnar matarlystinni. — Þér njótið máltíðanna áhyggju- laust því að þér þarfnist minna magns fæðunnar en áður. Borðið tvær til þrjár kökur af Trimmers — með mjólk eða tei — hálftíma fyrir mat, yður er óhætt að nota örlítið smjör með, matar- lystin minnkar og þér neytið nægju yðar á máltíðum án þess að hugsa til vigtarinnar. Haldið yður unglegum og látið Trimmetts Trimmers kexið gæta út- línann'a . Trimmers kexið milli mála er lausnin. Heildsölubirgðir: G. ólafsson hf. Suðurlandsbraut 30. mhn ég ávallt verða hamingju- söm. Ávallt. John Kirby sinnti þeirri stöðu, sem zarinn hafði svo vandlega valið honum i Kars og haföi verið þar i sex mánuði. Stöðuheiti hans var undirhershöfðingi I hinum keisaralega her við lhndamæri Kákasus, þar sem Rússar börðust gegn Tyrkjum. En Kirby varð ekki var við orrusturnar, vegna þess að stöðu sinnar vegna, mátt i hann ekki yfirgefa aðalbæki- stöðvarnar. Hann reyndi að láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Sem betur fór var Karita þarna með honum og starfsbræður hans voru yfirleitt mjög alúðlegir menn og sama sinnis og hann. Hann reyndi að gleyma þvi, að hann hafði skilið hjarta sitt eftir i Petrograd i tvö þúsund milna fjarlægð. Hann reyndi að láta ekki hugsunina um gullinbrúna hárið og bláu augun glepja of mikið fyrir sér, reyndi að sinna skjölunum, sem alltaf hrönnuðust upp á skrifborði hans. Og um jólin, þegar hann fékk litið bréf, þár sem aðeins stóð: Ég elska þig, reyndi hann að láta ekki tilfinningarnar yfirbuga sig. En þetta var óþolandi ástand. Mánuði siðar gat hann ekki haldið út þetta aðgerðarleysi, svo hann ’sagði upp stöðu sinni við skrif- borðið og sótti um að verða fluttur i riddaralið kósakkanna i Kákasus. Menn urðu undrandi i aðal- stöðvunum og Karita varð bæði hissa og reið. — Það er bara vegna þess að þú vilt láta drepa þig, er það ekki? sagði hún kjökrandi. — Þú ættir að hugsa eitthvað um mig. Frh. i næsta blaði. Liljan frá Jersey framhald af bls. 13 hygli og hann gaf henni frjálsar. hendur. Hún keypti sér dýrust og vönduðustu og mest áberandi föt- in sem tizkuhúsin höfðu upp á að bjóða. Þá var Worth i Paris hvað þekktastur tizkukóngur i heiminum. Fegurð Lily Langtry varð brátt viðfræg , ekki einungis i London, heldur einnig á Rivierunni, i Cowes og New- market. Skáld ortu til hennar ástar- og lofkvæði, myndir af henni þóttu mikil prýöi i blöðum og timaritum og þegar málarinn Sir John Millais málaði hina frægu mynd sina af henni, varð slik aðsókn að sýningu hans, að það varð að taka myndina nið- ur. En áriö 1877 var örlagarikt fyrir Lily Langtry. Kvöld eitt það ár fór hún ásamt manni sinum i samkvæmi i Mayfair. Þau vissu ekki, að heiðursgesturinn i þessu boði var enginn annar en prinsinn af Wales. Hann varð hugfanginn af fegurð „liljunnar” frá þvi hann fyrst leit hana augum. Prinsinn lét hendur standa fram úr ermum. Strax morgun- inn eftir kom sendiboöi frá Marl- borough House til Lily Langtry með bréf til frúarinnar, þar sem hans konunglega tign fór þess á 36 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.