Vikan


Vikan - 13.06.1974, Side 44

Vikan - 13.06.1974, Side 44
Já, vinur vor Andrés önd hefur nú lifað góðu lífi i fjóra áratugi, og enda þótt hann hafi ekki allan þann tima skemmt lesendum Vikunnar, þótt okkur tilhlýðilegt að heiðra hann með svolitilli af- 'mælisgrein. Honum er það varla of gott, þeir eru ekki á hverju strái svona kallar, sem hafa að engu hið margumrædda kynslóðabil, en banka upp á hjá ungum sem öldnum. Það er vissulega verðugt umhugsunar- efni, að harðsviraðir viðskipta- höldar jafnt,sem hæggerðir prófessorar, svo og allar aðrar stéttir og aldurshópar skuli eiga sina fulltrúa i dyggum aðdáenda- hóp þessa grobbna, uppstökka, eigingjarna klaufabárðar. Andrés önd hefur orðið mörg- um hreinasta gullnáma, fram- leiðendum, seljendum, útgefend- um. Hvarvetna rekumst við á hluti, sem seldir eru i nafni Andrésar, peysur, skó, töskur, að ekki sé minnzt á fyrirbrigði eins og Andrésar Andar skemmtanir, Andrésar Andar leikana og þar fram eftir götun- um. En það er ekki bara i hagnaðarskyni, sem menn renna hýru auga til Andrésar. Alvar- lega þenkjandi sálfræðingum hef- ur hann reynzt ótæmanoi upp- spretta sálfræðilegra vandamála. Andrés önd er engin hversdagsper- sóna. Þvert á móti er hann orðinn vinsælt rannsóknarefni sálrýnenda, sem hafa þungar áhyggjur af kapitalistiskum til- hneigingum hans, að ekki sé minnzt á árásarhneigðina, sem ýmsir vilja kenna kynferðislegum hömlum. Margvislegir gallar hans hafa þó einmitt haldið honum á lifi árum saman, og hann virðist ekki aldeilis á fallandi fæti. Sennilega lifir hann okkur öll, þótt hann sé orðinn rosk- inn. Hann er nefnilega fertugur þessa dagana, heiðurskempan. Þeir hafa séð i honum ótal dæmi- gerðar vandamálapersónur. Þeir hafa ræt.t það fram og aftur, hvort geðofsi hans og árásarhneigð stafi ekki af kynferðislegum hömlum. Viðskipti hans við Jóa- kim hinn rika, þar sem Andrés má alla tíð láta i minni pokann, hafa orðið tilefni fræðilegra um- ræðna. Og vinstri sinnaðir spekú- lantar eru ekki par hrifnir af heimsvalda- og auðvaldsstefn- unni, sem þeir telja sig geta lesið út úr ævintýrum þessarar maka- lausu andar. Og ágæt saga er sögð af manni nokkrum, sem hef- ur alveg sérstakt dálæti á Andrési önd, af þvi að allir hans taktar minna hann svo sterklega á hans versta óvin. Sagan um tilurð Andrésar — og hún er sönn — segir að Walt 44 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.