Vikan - 11.09.1975, Page 3
■an. Leiðangurinn lagði af stað
strax að kvöldi 18. september —
sama dag og slysstaðurinn fannst
— og var kominn að Kistufelli
kvöldið eftir. Þaðan var talið, að
34kilómetrar væru á slysstaöinn.
Leiðangurinn hafði nætursetu við
Kistufell, þvi að ekki þótti ráðlegt
að leggja ájökulinn undir nóttina.
Morguninn eftir, þann 20.
september, var svo haldið af stað
i býtið.
Daginn áður kom hingað til
lands bandariskur björgunarleið-
angur. Kom leiðangurinn á
neyðarmerkið SOS endurtekið i
sifellu. Kallið var svo dauft, að
Kristján greindi ekki kallmerki
stöðvarinnar ifyrstu,en datt helst
i hug, að neyðarkallið væri frá
erlendu skipi langt á hafi úti.
Skömmu seinna tókst Kristjáni að
greina orðin: Staðarákvörðun
ókunn — allir á lifi. Skristján fór
nú að gruna margt, en vildi ekki
vekja falskar vonir hjá neinum,
og lét engin boð út ganga fyrr en
hann gat stafað, að TFRVC var
kallmerki stöövarinnar, sem
sendi út neyðarkallið — hið sama
og Geysis. Einnig tókst Kristjáni
að greina, að vélin hefði hafnað á
jökli.
Að þessum upplýsingum fengn-
um sendi Kristján þegar skeyti til
Reykjavikurflugvallar, þar sem
Vestfirðingur var fyrir, nýkom-
inn úr leitarflugi. Ahöfn Vestfirð-
ings steig þegar um borð I vélina
aftur, og tók stefnu á Vatnajökul.
Þegar kom þangað austur, brá
svo við, að þokunni fyrir hábungu
Dyngjujökuls, þar sem Bárðar-
bunga heitir, hafði létt, en flogið
haföi verið þarna yfir áöur, en þá
i svartaþoku, svo ekki sást neitt
niður á bunguna. Jóhannes
Markússon flugstjóri Vestfiröings
beindi vélinni þegar inn yfir
Bárðarbungu, og kom áhöfn
hennar þá þegar auga á flak
Geysis og áhöfn hans, sem öll
virtist hress og heilbrigð að sjá.
Fleiri vélar búnar matvælum og
skjólfatnaði handa Geysismönn-
um voru kvaddar á vettvang, og
vörpuðu þær þessum útbúnaði
ásamt betra senditæki niöur til
fólksins á jöklinum.
Þegar fréttin um, að áhöfn
Geysis væri fundin heil á húfi,
varð mikill fögnuður u'm allt land,
enda höfðu landsmenn allir fylgst
með leitinni að vélinni i ofvæni.
önnur þraut var eftir — að
bjarga áhöfn Geysis af jöklinum.
Að ráði varð, að Þorsteinn
Þorsteinsson formaður deildar
Feröafélags tslands á Akureyri
tæki að sér að stjórna björgunar-
leiðangri, sem færi á bifreiðum
suöur öræfin úr Mývatnssveit aö
Kistufelli og legði á jökulinn það-
dakotaflugvél á skíðum og
skymastervél, sem flutti þyrlu.
Ætlunin var að lenda dakotavél-
inni á jöklinum og flytja áhöfn
Geysis á henni til Keflavikur, en
þegar til átti að taka, tókst ekki
að hefja vélina til flugs af jökl-
inum. Var þvi allt traust sett á
björgunarleiðangurinn að
norðan, sem þegar var lagöur af
stað upp jökulinn.
Björgunarleiðangursmönnum
var tekið tveim höndum af áhöfn-
um vélanna tveggja, sem á jökl-
inum voru. Þar var höfð skömm
viödvöl, heldur búist undireins til
niðurgöngu. Förin niður af jöklin-
um var erfið, enda var þar mjög
kalt og þoka yfir öllu. Þá tafði það
einnig förina, að sumir banda-
risku flugmannanna lerkuðust
fljótt á göngunni. Ingigerður flug-
freyja hafði meiðst I baki við slys-*
ið, og var hún flutt á sleða fyrsta
spölinn frá flakinu, en þegar einn
bandarlkjamannanna var að þvi
kominn að gefast upp á göngunni,
skipti Ingigerður við hann, og
gekk það sem eftir var leiðarinn-
ar að Kistufelli. Þangað kom fólk-
ið I birtingu þann 21. september,
og var um það bil sex og hálfur
sólarhringur frá þvl slysið varð.
Morguninn eftir að leiöangur-
inn kom að Kistufelli, flugu tvær
flugvélar Loftleiða að upptökum
Jökulsár á Fjöllum, sem eru I
grennd viö Kistufell. Þar hafði
Björn Pálsson flugmaður fundið
nothæfan landingarstað daginn
áður. Flugvélar Loftleiöa fluttu
siðan áhafnir Geysis og banda-
rlsku, björgunarvélarinnar til
Reykjavikur og gekk sú ferð aö
óskum. Björgunarmenn að norð-
an héldu á hinn bóginn heimleiöis
norður öræfin, sömu leið og þeir
höfðu komið.
37. TBL. VIKAN 3