Vikan - 11.09.1975, Side 6
undan teppinu: — Helduröu að þú
komir ekki hérna og kikir hvort
þetta er blóö úr mér? Hann gerði
það, og við fundum, að hvergi
hafði blætt úr mér. Þetta hlaut
þvi að vera blóð úr Dagfinni, sem
hafði runnið yfir mig, þegar ég
var að dröslast með hann um
nóttina. Mér létti auðvitað stór-
um.
— Nú tókum við til óspilltra
málanna við að koma okkur sem
best fyrir, og urðu vefnaðarvör-
urnar.sem voru I farminum, okk-
ur ákaflega notadrjúgar við það.
Við fundum þarna lika nokkuð af
fatnaði, sem við klæddum okkur i,
þvi að við vorum nú farin að gera
okkur grein fyrir þvi, að þarna
kynnum við að þurfa að vera ein-
hvern tima. Við höfðum hundana
niu, sem eftir lifðu, hjá okkur i
skotinu til að halda á okkur hita.
Ég er sannfærð um að þeir hafa
átt stóran þátt i þvi að halda i
okkur lifinu þó svo að pestin af
þeim hafi verið alveg óskapleg.
— Var maturinn ekki af skorn-
um skammti?
— Jú, það var hann. Dagfinnur
var rænulaus hátt á annan sólar-
hring eftir slysið, en þegar hann
komst loks til fullrar rænu var
það fyrsta sem hann sagði, að það
væri mikill og góður matur I lif-
bátum. Þegar farið var að
kanna það kom i ljós, að afaí erf-
itt var að komast að þeim, og það
tókst ekki fyrr en eftir nokkra
daga. Þetta urðu okkur griðar
mikil vonbrigði, þvi að við vorum
vist öll farin að sjá fyrir okkur
rjúkandi kjúklinga og steikur.
Þetta dró þó ekki úr kjarkinum,
við reyndum, og á endanum tókst
okkur að komast að þeim. Við
fundum að visu ekki mikinn mat,
en við fundum annað, sem mikil-
vægara var, við fundum neyðar-
sendistöðina óskemmda, svo að
við gátum sent frá okkur neyðar-
skeyti.
— Var ekki óskapleg gleði rikj-
andi, þegar Vestfirðingur fann
ykkur?
— Jú, spenningurinn var vissu-
lega mikill. Þeir hentu strax
niður til okkar dagblöðum og is-
landskorti, en á það höföu þeir
merkt hvar við vorum stödd. Við
urðum mjög hissa þegar við kom-
umst að þvi, að við vorum stödd á
Bárðarbungu, þvi að okkur hafði
einna helst dottið i hug að við
værum á Mýrdalsjökli.
— Og nú hafið þið loks fengið
nógan mat?
— Já, það var stöðugur
straumur flugvéla, og við fengum
nógan mat eftir þetta. Þegar
fyrsta matarsendingin kom röð-
uðum við i okkur. En almáttugur,
við fengum svo I magann af öllum
þessum góða mat, þvi að við höfð-
um verið nánast matarlaus I fjóra
sólarhringa.
— Við fengum fljótlega senda
talstöð, og i gegn um hana gátum
við fylgst með björgunaraðgerð-
um. Við urðum afar fegin, þegar
bandariska flugvélin kom. Hún
kom frá Grænlandi, og flugmenn-
irnir sögðu mér, að þeir hefðu rétt
ætlað að lenda og fljúga siðan
strax aftur með okkur innan-
borðs. Þeir sögöust hafa flogið i
miðju pókerspili, og ætluðu að
klára spilið þegar þeir kæmu
heim aftur. En pókerinn varð að
biða, þvi að flugvélin komst ekki
brott af jöklinum. Ég held að þá
hafi ég orðið hræddari en nokkru
sinni fyrr á jöklinum, þegar þeir
voru að reyna að koma vélinni á
loft. Undir henni voru einhverjar
eldflaugar, sem áttu að skjóta
henni á loft. Þær áttu að fara I
gang ein af annarri, en þegar til
kom dugði það ekki, svo að þær
voru settar af stað allar i einu, og
ég hélt, svei mér þá, að vélin væri
að rifna i sundur. Ekki bætti það
úr skák, að hundarnir ærðust af
hræðslu við öll ósköpin. Þetta
urðu okkur sár vonbrigði, ég held
meira að segja að ég hafi ekki
orðið vonsviknari i annað sinn á
meðan á jökulvistinni stóð.
— Hvenær kom svo leiðangur
norðanmanna að sækja ykkur?
— Þeir komu um miðjan dag
þann tuttuga§ta, daginn eftir
björgunartilraun amerikananna.
Veðrið var þá aftur tekið að
versna og ákaflega tvisýnt að
þeim tækist að koma okkur niður
af jöklinum i tæka tið áður en allt
yrði kolófært.
— Niður komumst við öll heil á
húfi, en það var ekki þrautalaust,
þvi að á miðri leið skall á svarta-
Ingigerður og tveir björgunar-
raannanna viö flak Geysis
Ljósm. E.S.
þoka. Og mikið var ég orðin
þreytt, þegar niður kom. Þar tók
á móti mér Þorsteinn heitinn Þor-
steinsson frá Akureyri, en hann
var leiðangursstjóri. Hann sat
þarna eins og sheik I tjaldi og gaf
mér flóaða mjólk að drekka. Ég
var orðin afar þyrst, þvi að ekki
hafði tekist að koma niður til okk-
ar vistum eins og fyrirhugað
hafði verið vegna þokunnar, og
mér var harðbannað að borða
snjó. Ég hefði nú getað hugsað
mér eitthvað betra að drekka, en
mikið var ég samt fegin mjólk-
inni.
— Eftir tveggja tima hvild vor-
um við drifin af stað, þvi að þeir
þorðu ekki að biða lengur við
Kistufellið. Þá tók við tveggja
tima ökuferð i jeppa, en þegar við
komum yfir hraunið, þá biðu okk-
ar þar tvær flugvélar frá Reykja-
vik, sem hafði tekist að lenda
þarna á sandinum. Við stigum
auðvitað strax um borð og þær
gripu flugið. Vélinni, sem ég var
I, flaug Kristinn ólsen, og hann
flaug með okkur tvo hringi yfir.
flakinu áður en hann tók strikið
heim á leið. Ekki hafði ég nú ýkja
mikinn áhuga á þvi að lita niður,
þvi að mér fannst þetta nú hálf
ömurlegt að hafa verið I þessu
rusli.
— Siðan komið þið til Reykja-
vikur. Var ekki gott að vera kom-
in heim?
— Jú, það var yndislegt. Það
var tekið ákaflega vel á móti okk-
ur, og við slðan drifin i læknis-
skoðun. Þá kom I ljós að ég var
býsna mikið meidd, meðal annars
með brákaðan hrygg, og þurfti ég
þvi að liggja á fjöl i rúminu i hálf-
an annan mánuð.
— Hélstu svo áfram flugfreyju-
starfinu, Ingigerður?
— Nei, það gerði ég ekki. Bæði
þurfti ég að liggja lengi I rúminu
eftir slysið og svo gifti ég mig
stuttu seinna. Ég kveið mikið
fyrir að fljúga I nokkur ár á eftir,
flaug ekki i þrjú ár. En siðan hef
ég alveg komist yfir þetta og þyk-
ir nú gaman að fljúga.
— Hefur þig aldrei langað til að
bregða þér á jökulinn aftur, svona
að gamni þinu?
— Nei, á þvi hef ég svo sannar-
lega ekki minnsta áhuga. Ég verð
öll köld bara af þvi einu að tala
um þetta.
Mynd þessi var tekin skömmu eftir aö lagt var af stað niður jökulinn. Þá var bjart yfir og
veður gott, en fljótlega dimmdi af þoku, svo niöurgangan var torsóttari en ella. Ljósmynd: E.S.
6 VIKAN 37. TBL.