Vikan

Issue

Vikan - 11.09.1975, Page 8

Vikan - 11.09.1975, Page 8
Amerísk HRÍSGRJÓN RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig: AUNT CAROLINE hrísgrjón, sem eru vítamínrík, drjúg, laus í sér; einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á borði. SUCCESS hrísgrjón koma hálfsoðin í poka, tilbúin í pottinn. RIVER brún hýðishrísgrjón holl og góö. mm " V' rM§ m m 0 ;■' River Enrtched RLce To Retain Viíamins Do Not Rinse Before Drain After Cooking. $ KAUPFÉLAGID að aftan við farþegarýmið var eldsneytisgeymir, sem náði ekki alveg til lofts i vélinni, og ofan á honum var björgunarbátur vélar- innar geymdur, en I honum voru bæði matarbirgðir og neyðar- sendir. Eins og ég sagði áðan, hafnaði vélin á hvolfi á jöklinum, og þess vegna lenti björgunarbát- urinn undir geyminum, og það tók okkur marga daga að ná honum með senditækinu og matarföng- unum, sem i honum voru. En strax sama daginn og við gátum sent út neyðarkall fundumst við. Það einkennilega var, að sama dag létti einnig þokunni, sem leg- ið hafði yfir jöklinum frá þvi við höfnuðum þar. — Kom ykkur aldrei til hugar að freista þess að ganga niður i byggð? — Um það var mikið rætt, og einu sinni lögðum við Bolli af stað frá flakinu. Við gengum i suður- átt, þvi að okkur þótti liklegast, að við hefðum lent sunnan til á jökli, og giskuðum einna helst á Eyjafjalla- eða Mýrdalsjökul. Við Bolli sneruip þó fljótlega við að flakinu aftur, þvi að við sáum litið sem ekkert frá okkur vegna þok- unnar. — Urðu það ykkur ekki von- brigði, að ekki tókst að hefja bandarisku skiðavélina til flugs af jöklinum? — Okkur þótti það auðvitað miður, en við vissum af björg- unarleiðangri norðanmanna, sem var á leiðinni til okkar, svo að við gátum sætt okkur við það. — Var ekki gangan niður af jöklinum erfið? — Jú, hún var miklu erfiðari en við höfðum gert okkur i hugar- lund. Þetta er rúmlega 30 kiló- metra leið, sem björgunarleið- angurinn hafði merkt vandlega á leiðinni á slysstaðinn. Merkingar þeirra komu sér ákaflega vel, þvi að þokan á jöklinum var svo dimm á leiðinni niður, að tæpast sá handa skil. Þá var ekkert ann- að að gera en fylgja bara skiða- farinu og næsta manni á undan. — Var ekki i þér geigur að fara að fljúga aftur eftir slysið? —■ Ég get ekki sagt, að ég hafi aldrei fundið fyrir neinu sliku, en kviðinn var sáralitill, og aðeins fyrstu árin eftir þetta atvik. Und- anfarin ár hef ég aldrei fundið fyrir neinu, enda eru nú flugvél- arnar búnar til miklu hærra flugs en var á þessum tima, svo að óhapp eins og Geysisslysið er tæpast hugsanlegt nú. — En fjölskylda þin hefur aldrei ymprað á þvi, að þú hættir að fljúga? Agnete Simson, kona Magnúsar, greip hér inn I samtal- ið, og svaraði þessari spurningu fyrir hann: — Mér hefði aldrei dottið i hug að fara fram á það, þvi ég veit, hve snar þáttur flugið er i lifi Magnúsar. Hitt er önnur saga, að ég er sjaldan róleg, ef ferðum hans i fluginu seinkar svo nokkru nemi. 8 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.