Vikan

Tölublað

Vikan - 11.09.1975, Blaðsíða 10

Vikan - 11.09.1975, Blaðsíða 10
NATHALIE VADIM er sautján ára menntaskólastúlka í París, og nú er hún að hef ja feril sinn í kvikmyndaheiminum. Hún á ekki langt að sækja áhugann á þeim málum, því faðir hennar er enginn annar en franski leikstjórinn Roger Vadim, sem meðal annars hefur verið kvæntur Brig- itte Bard og Jane Fonda og eignast barn með Cather- ine Deneuve. Móðir hennar er Annette Stroyberg, sem meðal annars lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Hættu- leg sambönd. Nathalie fer hægt í sakirnar og vinnur enn sem komið er á bak við myndavélarnar hvað sem siðar verður. SVIAKÓNGUR er ekki óvanur því að fá hlýlegar móttökur, þar sem hann er á ferð, en fáir heilsa honum jafn hjartanlega og Marie Johansson, enda virðist kóngur í svolitlum vandræðum með, hvernig hann eigi að taka þessu óvænta faðmlagi. Carl XVI. Gustav var þarna í óopin- berri heimsókn í Janköping, og Marie, sem er aðeins 17 ára, vildi fullvissa hann um það, að hann ætti vin- sældum að fagna meðal unga fólksins í bænum. Bekkjarbræður Marie skemmtu sér vel yfir tiltæki hennar. 10 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.