Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.09.1975, Side 21

Vikan - 11.09.1975, Side 21
beygði sig og sneri aftur inn í borðstofuna. Cesare heyrði hann taka saman diskana. Ilena hallaði sér fram á við og hellti i bollana. Hann horfði á hana. A einhvern undarlegan hátt fann hann vellíðan streyma um sig. Hann var værðarfullur. Þetta var það góða við hana. Á milli þeirra var engin þörf fyrir láta- læti. Þau skildu hvort annað. Það var einn af kostunum við að vera evrópumaöur. Hún rétti kaffibollann i áttina tii hans. „Sykur?” Hann hristi höfuðið og tók við honum. Hann dreypti á kaffinu. örlítið beiskt espressokaffið bragðaöist vel i munni hans. „Þú ert mjög þögull i kvöld, mon cher,” sagði hún á frönsku. „Ég er þreyttur,” svaraði hann á sömu tungu. „Ég hefi verið mjög önnum kafinn.” Hún kom yfir til hans og settist við hlið hans. Hún strauk honum mjúklega um ennið. „Sjáðu bara, sagði húi bliðlega. „Það var gott aö ég skyldi ákveða að við borðuðum heima i kvöld, ekki satt?” Hann kinkaði kolli. Strokur hennar voru afskaplega róandi. „Við skulum fara snemma i háttinn,” hélt hún áfram. „Ég skal sjá til þes að þú fáir góða hvild. Ég skal gæta min að vekja þig ekki. Ég skal láta fara afar litið fyrir mér i rúminu.” Hann opnaði augun og leit á hana. „A morgun skulum við verða þér úti um herbergi hér á hótelinu.” „Það er engin nauðsyn þess,” sagði hún i flýti. Hún strauk honum enn um ennið. „Þessi ibúð er afar þægileg. Hér er nóg rúm.” Hann brosti. „Amerikanar eru öðru visi, Ilena. Það veistu. Það er betra ef þú færð herbergi.” Hún kyssti hann létt. „Allt i lagi. Hvað, sem þú vilt,” Hann dreypti á kaffinu. Tonio kom inn i stofuna. „Er nokkuð fleira, sem ég get gert fyrir yður, yðar göfgi?” spurði hann. „Nei, þakka þér fyrir, Tonio. Góða nótt,” svaraði Cesare. „Góða nótt, yðar göfgi.” Hann sneri sér að Ilenu. „Góða nótt, barónessa.” Hann hneigði sig. „Góða nótt, Tonio.” Hún brosti og horfði á eftir smávöxnum þjóninum út úr stofunni. Hún sneri sér aftur að Cesare og hellti aftur i bollann hans. „Það var eitt, sem ég var að hugsa um,” sagði hún. „Ekki getum við borð- að heima á hverju kvöldi.” Bros fór að færast yfir varir hans. Hann vissi hvers var að vænta. Hönd hans lagði af stað niður i vasann. „Auðvitað,” sagði hann. „Hvað vantar þig mikið?” Andlit hennar varð hugsandi um stund. „Fyrst ég er að fara að vinna fyrir þig, þá hæfir að ég fái svolitið greitt fyrirfram af laun- um minum.” Hann kinkaði kolli, enn bros- andi. „Alveg sjálfsagt. Það er alltaf gert.” Hún brosti. „Gott. Mér verður strax léttara. Láttu mig hafa eitt þúsund, nei, haföu það heldur tvö þúsund. Þú getur dregið það frá kaupinu minu.” „Tvö þúsund dollara?” Hann var furðu lostinn á svipinn. Hún kinkaði alvarlega kolli. „Ég skal reyna að láta það duga. Ég skal gera mitt ýtrasta.” „Hvað ætlarðu að kaupa?” braust fram af vörum hans. „Dior tiskuhúsið?” „Vertu ekki að gera að gamni þinu, Cesare,” sagði hún. „Þú ætlast þó ekki til að ég gangi i þessum fötum?” Hann fór að hlæja. Þetta var alveg fáránlegt. Hún bar greini- lega alls ekkert skynbragð á pen- inga. „Jæja, allt i lagi. Ég skal skrifa handa þér ávisun,” sagði hann. Hann gekk yfir að litla borðinu og skrifaöi ávisun, sem hann sið- an færði henni. „Þetta ætti að nægja,” sagði hann og rétti henni. Hún tók við henni af honum og lagði hana á kaffiborðið. Hún hljóðaði upp á tvöþúsund og fimmhundruð dollara. Hún leit upp á hann. Skyndilega kenndi hún sárt i brjósti um hann. Hann var svo undarlegur, kvalinn mað- ur. Hún rétti hendina út eftir hon- um og dró hann niður á sófann við hlið sér. „Þakka þér, Cesare,” sagði hún blitt. Augnaráð hans var dapurlegt. „Það var ekkert,” svaraði hann. „Við verðum hvort sem er að standa saman. Við erum siðustu leifar deyjandi menningar.” „Talaðu ekki svona,” sagði hún i flýti. „Þú færð allt til að hljóma svo vonlaust.” Hann leit á hana, og i augum hans sá hún tómleika fánýtisins. Einhver óskiljanleg hryggð svall i brjósti hennar. Hún kyssti hann og hönd hennar féll niður á læriö á honum. Fingurnir fundu snöggt viðbragð vöðvanna er hún snerti hann. Hún þrýsti fastar. „Komdu,” sagði hún bliðlega. Innra með henni tók undarleg móðurhneigö að gera vart við sig. Hann var kvalinn lfkt og faðir hennar var kvalinn. „Ég skal hjálpa þér að hvilast.” Um þetta eitt var hún viss. Hún vissi allt um það, að láta mann gleyma. Og láta sjálfa sig lika gleyma. — 0 — Big Dutch, sem var að horfa út um afturrúðuna á dollaragrininu, sem stöðvað hafði verið nálægt horninu, sá þau koma út úr E1 Morokko. „Ræstu bilinn,” sagði hann við ökumanninn. Hávaxinn dyravörðurinn veif- aði leigubil. Big Dutch sá Ilenu segja eitthvað við Cesare. Cesare brosti og hristi höfuðið við dyra- verðinum. Þau sneru sér við og lögðu af stað gangandi upp göt- una i áttina frá honum. Hann bölvaöi reiðilega. Fjögur kvöld i röð höfðu þeir orðið að gef- ast upp vegna þess að þau höfðu tekið leigubil. „Þau ætla að ganga,” sagði hann. „Farðu upp Fimmtugasta og þriðja. Við skul- um reyna að ná þeim á Lexington Avenue.” En þegar þeir beygðu i noröur inn á Lexington og æddu i átt að horninu, þá runnu þeir rétt fram hjá þeim. Ilena og Cesare voru hinum megin á götunni og voru Lettera 32 Hin sigilda vél fyrir heimiliö og skóla. olivetti SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. TRYGGVAGÖTU SÍMI 28511. Valentine Valentine vélin, sem nemandinn óskar sér. olivetti SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. TRYGGVAGÖTU SíAAI 28511. Studb 45 Hin fullkomna ferðavél olivetti SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. TRYGGVAGÖTU SÍMI 28511. 37. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.