Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.09.1975, Qupperneq 28

Vikan - 11.09.1975, Qupperneq 28
STOLT JETTARINNAR — Og svo komstu til mln, Jan- ey, sagði ég. — Hvers vegna? — Það er út af bréfinu, sagði hún. Hún fálmaði niður i svolitla tuðru, sem hún hélt á og dró upp innsiglað bréf. — Ungfrú Feyella bað mig að færa yöur þetta bréf, frú. Hún fékk mér það um kvöldið....kvöldið, sem hún fór á hestinum. Hún vakti mig og þá var hún komin I reiðföt. Ég rauf innsiglið. ,,Ég verö ekki á lifi, þegar þú færö þetta bréf. Ég hata þig og fyrirllt, en ég býst við að þú veröir búin að fá nóg. Þegar þú lest þetta bréf. Og hvað við kemur þessum manni, sem þú ert gift, þá hefur hann þurft að myrða svínið hann bróður sinn, eða gert sitt til að hann væri myrtur. Það er senni- legt aö leigumorðingjar séu auð- fengnir á Jamaica. Faðir þinn var með honum, svo hann hefur sennilega veriö myrtur um leiö. Þú ert sennilega hissa á þvi, að Benedict skyldi giftast þér? Ég skal segja þér það. Hann kvæntist þér af sömu ástæðu og hann flýtti sér I burtu frá Jamaica með þig, — tilað fyrirbyggja að þú færir að grennslast eftir þvi hvernig faðir þinn lét llfið. Hann var ákveðinn i þvt, að þú skyldir ekki fara aftur til Jamaica og kvæntist þér til að koma I veg fyrir það. Það gat hann sem eiginmaður þinn. Það sorglega er, að ég á enga aðra ósk heitari en að fá að elska Benedict og njóta ástar hans. En þvi meira sem ég legg mig fram, þvl svlvirðilegri er hann I minn garð. Ég get ekki afborið það lengur. Það er komið fram yfir miö- nætti, ég er búin að drekka drjúgt af koniaki föður mlns og er búinn að hlaöa eina tvlhleypu hans. Ég fæ þernu minni þetta bréf, svo ætla ég að rlða yfir að Mallion og skjóta þennan mann, sem hefur eyðilagt fyrir mér lifið. Seinna skotið ætla ég sjálfri mér. Feyella.” Ég gat bókstaflega ekki skilið þetta. Feyella var sennilega látin, en ég var sannarlega ekki ekkja. Eitthvað hafði farið úrskeiðis. En það eina sem mér datt 1 hug, það var að fá stúlkuna til að þegja. — Viltu ekki verða herbergis- þerna mln, Janey. Viltu ekki þjóna mér eins dyggilega og þú hefur þjónað ungfrú Feyellu. Og svoer eitt, sem þú veröur að gera um fram allt, þú verður að gleyma þvl að þú færðir mér þetta bréf. Mundu það. Skiluröu hvað ég er að segja? A hverju kvöldi gekk ég niður aö ströndinni fyrir neðan kastala- veggina, niður að sjávarmálinu, og beið þar eins lengi og ég þorði, með hringinn frá Benedict i lófan- um, vafinn inn i bréf, og beið — beið eftir upplýsingum frá þess- um manngarmi. Og loksins kom Pollitt. — Ertu að leita að mér, frú min? — Ég kom með þetta handa þér, sagði ég hraðmælt. Hann rétti strax fram höndina til að hrifsa hringinn, en ég kippti að mér höndinni. — Þú verður að vinna fyrir þessu fyrst, Pollitt. Ég varð sjálf undrandi yfir þvi hve ákveðin ég var. — Ég býst við að ég sé búinn að vinna fyrir þessu. Hann glotti og hallaði undir flatt. — Leitaðirðu ekki þar sem ég sagði þér, frú? — Jú, ég gerði það, hvislaði ég. — Jæja,sagði hann, — þá veistu hvar hún er niðurkomin og hvað kom fyrir ungfrú Feyellu. — Það var hann, hann, sem þú ert gift... og Prendergast og kerlingin hans. Ég stóð á öndinni; nú var ég bú- in að fá svör við svo mörgu, sem hafði haldið fyrir mér vöku að undanförnu. Ég sagði: — Ég vil fá að vita meira og þá færðu hringinn. 1 fyrsta sinn sem við hittumst, kallaðir þú á eftir mér, aö þú hefðir ákæru á hendur mannin- um mínum, sem gæti sent hann beint I gálgann.... — Aha! Það var einhver villi- mannsleg sigurvissa i rödd hans.— Ég bjóst svo sem við þvi, aö það yrði ekki langt þangað til þú spyrðir um þetta, frú min. — Segðu mér það þá, sagði ég I skipandi tón. Hann þagði. Og svo sagöi hann: — Við áttum dóttur. Einfaldan vesaling. Hún fór að vinna i kastalanum. Hún var þar ekki lengur en einn mánuð. Ég minnist þess alltaf, þegar Prendergast hyskið kom með hana i vagnin- um. Þessi svarthærði djöfull, sem þú ert gift, hafði nauögað henni, reynt að koma fram sinum illa vilja við þetta vesalings barn. — Við vissum eiginlega aldrei hvað hafði skeð, hélt hann áfram. — En telpan var ekki annaö en leyfar af mannlegri veru. Hún varð aldrei söm og áður. Hþn liföi af kaldan veturinn, en svo fékk hún þennan hræðilega hósta og rakt sumarið gerði út af við hana. — Og ætlarðu að telja mér trú um að maöurinn minn hafi gert þetta? stundi ég. — Spurðu Prendergasthjónin, svaraði hann.. — Það var Prendergast, sem kom með hana og sagði að maðurinn þinn hefði ráöist að henni, þegar hún var ein og að það hafi aðeins verið öskrin Ihenni, sem björguðu henniog frá gub má vita hverju. Hugur minn var ein hringiða. — En þetta er ofboðslegt! Sagðirðu ekki yfirvöldunum frá þessu? — Hver hefði trúað mér og kon- unni minni? sagði hann. — Ég veitað ég sagðist geta sent mann- inn þinn á gálgann, en það var bara kokhreysti. Það myndi eng- inn, hvorki yfirvöld eða neinn annar, trúa orðum mínum, sér- staklega þegar hinir voldugu Tre- vallionbræður áttu i hlut. — Svo þú gerðir ekki neitt? — Við tókum við peningum og þögðum. — Peningum? Það lá við að ég æpti. — Ætlarðu að segja mér að maðurinn minn hafi mútað þér með peningum, til að þegja? Hann kinkaði kolli.. — Ég man að Predergast kom með hálfa gíneu, þegar hann kom með stúlkuna, sagði hann. — Svo hef ég fengið eina eða tvær flórinur, þegar ég haf farið til kastalans siðan. Það var bara slðast, þegar ég lenti á manninum þln- um, að hann barði mig með svipunni. Ég reikna með að hann þykist vera búinn aö greiða nóg fyrir llf vesalings barnsins mins. Ég flýtti mér að fá honum hringinn, fegin að losa mig við þessa gjöf frá Benedict. Svo tók ég til fótanna og hljóp upp klett- inn, en lenti þá I fanginu á Robert Vyner. Ég þrýsti mér upp að hon- um og reyndi aö kæfa ekkasogin. Hann reyndi ab róa mig og hélt mér fast I örmum sér. — En hve þér eruð góöur við mig, sagði ég og þurrkaði af mér tárin með vasaklút. — Og ég sem varla þekki yður. — Það er nú það, sem mér þykir slæmt, frú Trevallion, það er satt. En ef ég gæti orðiö að einhverju liöi.... — Hvers vegna ættuð þér aö gera yður ómak mln vegna, hafa áhyggjur af vandræðum mlnum? — Sennilega vegna þess að ég dáist að yður og virði yöur. Ég dái yöur meira en nokkra aðra konu, sem ég hefi kynnst um ævina. Viltu nú ekki segja mér hvað amar að þér, Joanna? Ég sagði honum alla söguna. Ég byrjaði á þvi þegar við bjuggum á Roswithiel, sagði hon- um frá þvi er við komum til Mallion og svo þessu einkennilega brúðkaupi okkar Benedicts. Hann hlustaði á mig, með svo miklum áhuga, að ég dró ekkert undan. Það var ekki fyrr en ég fór að segja honum frá siðustu hroll- vekjunni, að hann fann sig knúöa, til að leggja fyrir mig spumingu. — Þetta bréf frá Feyellu Mapollion, sagði hann. — Var það ábyggilega frá henni? Geymirðu bréfið? — Nei, ég brenndi það, sagði ég. — Ég þorði ekki að geyma það, en það var ábyggilega frá Fey- ellu. Ég þekkti rithöndina. — Hefur það aldrei hvarflað að þér, að herra Trevallion hafi myrt föður þinn og sinn eigin bróður, eða staðið á bak við það, fyrr en þú fékkst þelta bréf? — Nei. Robert baðaði út höndunum, eins og sigri hrósandi. — Jæja, sagði hann, — við verðum þá að snúa okkur að þvi að hrekja þessi ósannindi, er það ekki? Við getum sagt okkur það sjálf, að þetta er ekki ennað en brjálæðiskenndar ásakanir frá taugaveiklaðri konu, sem einskis svifst, þegar hún fær ekki vilja sinum framgengt; hún er þá reiðubúin til að gera allt til að hefna sin. — En bréfið breytir öllu, benti ég honum á. — Áður en hún skrifaöi bréfið, gat litið svo út, að hún hafi drepið sig vegna Bene- dicts, en eftir að hafa lesið bréfið, vitum við að hún kom hingað i þeim tilgangi að myrða Benedict. Og það mistókst. Ég andvarpaöi. — Svo annað hvort hefur hann drepið hana I sjálfsvörn, sagði ég, — eöa þá að hún hefur.séð að allt var misheppnaö og fyrirfariö sér sjálf fyrir framan hann. Hann kinkaði kolli. — Já, en hvern kostinn viltu þú taka, Jo- anna? — Ef ég á aö trúa þvi, að Bene- dict hafi myrt bróður sinn I þeim tilgangi að verða húsbóndi á Mallion, og föður minn, vegna þess að hann var meö Saul þá stundina, sagði ég, — verð ég llka aö trúa svívirðilegri framkomu hans við dóttur Pollitts. Og ef hann hefur getaö framkvæmt alla þessa hræðilegu hluti, þá hefur hann lika getað myrt Feyellu, 28 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.