Vikan - 11.09.1975, Side 31
allt heföi skaðað sál telpunnar
mest og hUn dó, áður en árið var á
enda.
Ég var að berjast viö að greina
þetta allt. Einhvers staðar var
veila I þessu og það var alltaf von
til að finna réttu skýringuna.
— En þarf það endilega að vera,
að þetta hafi verið Benedict?
Robert Vyner kinkaði kolli. —
Það versta er eftir. 1 þessari dag-
bók komst ég að þvi, að Trelawn-
ey haföi stundað eiginmann þinn
viö einhverju, sem hann kallar á
mjög ólæknisfræðilegan hátt, sem
æði. Og Treawney lýsir því á þann
hátt, að maðurinn hafi hagað sér
eins og bandótt villidýr.
Ég lokaði augunum, en ég gat
ekki losað mig við svipbrigðin á
ásjónu Benedicts, þegar hann leit
til mín í sjúkrastofunni minni og
svipinn á honum, þegar við sát-
um saman i járnbrautarvagnin-
um.
,,Ég veit að ég hefi fengið erfitt
skaplyndi að erfðum og það er er-
fitt að búa við það, en ég verð nú
samt að gera, sennilega kemst ég
ekki hjá þvi, sjáöu nú til...”
— Hann var heiðarlegur gagn-
vart mér, hvislaði ég lágt. —
Hann sagði mér það frá upphafi.
En ég trúði þvi ekki þá og ég get
ekki trúað þvi ennþá, að það hafi
verið...verið....
— Geðveiki, sagði Robert
Vyner. — öryggi þitt, — lif þitt er
I veði. Þú verður að komast i
burtu.
— En hvers vegna skyldi hann
vilja særa mig? sagðiég. — Hann
kaus þó að kvænast mér. Það hef-
ur ekkert komið fram i sambúð
okkar, sem bendir til þess að
hann vilji gera mér mein.
— Telpan, Lucy Pollitt hafði
ekki gert neitt, sem gat orsakað
þessa meðferð á henni! sagði
hann hörkulega. — En það
bjargaöi henni ekki frá þessu
dýrslega æði mannsins!
En ég ætlaði ekki að yfirgefa
Mallion að svostöddu, að minnsta
kosti ekki þetta kvöld.
Þegar við komum út í hús-
garðinn, þar sem hestur Roberts
og léttivagn voru, þá sá ég að
Benedict var þar og að hann var
ekki einsamall.
— Menhenitt lögregluforingi
hefur ýmislegt að segja okkur,
drafaði I Benedict. — Ég sting
upp á þvi að við förum öll inn.
Þegar dyrnar höfðu lokast að
baki okkar, dró Menhenitt
samanbrotið bréf upp úr vasa sin-
um. Hann slétti úr þvi og rétti
Benedict það.
— Hvað er þetta? spurði Bene-
dict.
— Það er rannsóknarheimild,
sem veitir mér leyfi til að rann-
saka staðinn hér og allar aðstæð-
ur.
Hann eyddi heldur ekki timan-
um til einskis. Ég heyrði hann
kalla á Janey Madden og ég var
ekki I neinum vafa um að hann
myndi flækja þennan einfeldning
til að segja sitt af hverju um fyrr-
verandi húsmóður sina og hún
myndi ábyggilega blaðra of mik-
ið.
Þegar við heyrðum að hann var
á leið til okkar aftur, gekk Robert
út að glugganum. — Reyndu að
herða þig upp, Joanna, ég held
þeir hafi fundið það sem þeir
leituðu að.
Menhenitt kom frá vistarverum
þjónustufólksins og Janey gekk á
hlka honum. Ég þurfti ekki að
láta segja mér það, að hún hafði
sagt frá öllu, bréfinu og þvi sem
hafði farið á milli okkar.
Þrir einkennisklæddir lögreglu-
þjónar voru nú komnir á vett-
vang. Einn þeirra hvislaði eitt-
hvað i eyrað á Menhenitt.
— Það þarf ekki lengur vitn-
anna við. Vyner læknir, viljið þér
koma og athuga likið.
Robert ræskti sig. — Já, að
sjálfsögðu. Svo gengu þeir út.
— Jæja? Það var Benedict sem
sagði þetta.
— Við höfum fundið llkið af
ungfrú Mapollion. — Það er
grafiö hérna i gamla garðinum.
Vissuð þér um það? herra
Trevallion.
— Já, sagði Benedict.
— Vitið þér hver gróf það
þarna?
— Það gerði ég, sagði maöurinn
minn án þess að hika.
— Hver aöstoðaði yður herra
Trevallion.
— Ég bar hana út sjálfur.
— Herra Trevallion, sagði
foringinn, — ég neyðist þá til að
taka yður fastan og fara með yður
til Turo. Sem stendur verð ég að
ásaka yður fyrir morðið á ungfrú
Mapollion. Það er lika sennilegt
að það verði ýmsar aðrar ákærur
i þvi sambandi.
Benedict kom til min. Hann
brosti; — svo bliðu brosi, aö ótti
minn hvarf eins og dögg fyrir
sólu.
— Það er svo margt að segja,
Joanna, — svo margt óskiljan-
legt. Ég get ékkert gert annað en
að biöja þig að hafa umburðar-
Ó, nei, þetta
er nú einum of mikiö.
Þetta er konan mln!!!!
lyndi og fyrirgefa mér allt sem ég
hefi gert þér á móti. Vertu sæl,
Joanna.
— Vertu sæll, hvislaði ég.
Ég horfði á eftir þessum há-
vaxna, glæsilega manni, þegar
hann gekk eftir forsalnum og tók
hatt sinn og hanska af borðinu við
dyrnar, svo gekk hann á eftir lög-
regluþjónunum. Menhenitt var
kyrr. Svo heyrði ég hávaðann,
þegar hestar og vagnar fóru út úr
húsagarðinum.
Robert kom inn aftur.
— Þér hafið skoðað likið,
læknir? spurði Menhenitt.
— Já, það er lik Feyellu
Mapoilion.
— Og hafið þér fundið dánaror-
sökina?
Robert leit I áttina til min og
svaraði lágt: — Hún var...kyrkt.
Það var Robert sem hjálpaði
mér i gegnum það versta.
Vogar-
merkift
24. sept. —
22. okt.
Það, sem þú hefur á
prjónunum, er algjör
fásinna. Reyndu eins
og þú getur að efla
félagsandann á
heimili þinu og styrkja
fjölskylduböndin. Þú
hefur sniðgengiö
persónur. sem þú
finnur til vanmáttar
þins gegn, reyndu aö
gera þér grein fyrir af
hverju.
Dreka-
merkift
24. okt. —
22. nóv.
Þú hefur komist i
nánari kynni við
ákveðna persónu,
sem, ef þú ferð rétt að,
þú getur vænst þin
mikils af. Likur eru til
þess að ráðgerðir
þinar fari út um þúfur.
Þú verður trúnaðar-
vinur ákveðinnar
persónu, sem meö þvi
kemur þér i vanda.
Bogmanns-
merkift
23. nóv. —
21. des.
Þú hefur gert áætlun
um vinnuhagræöingu.
Ef þú lætur letina ekki
ná tökum á þér, þá
ertu örugglega á
grænni grein. En þú
skalt blanda sem fæst-
um inn i þessar til-
raunir þinar. Maður,
sem hefur veitt þér
atvinnu, hefur sam-
band við þig.
Geitar-
merkift
22. des. —
20. jan.
Þú hefur fengið eitt-
hvert hlutverk, sem
þú unir þér mjög vel
við. Ættingi þinn, af
sama kyni, leggur
fyrir þig gildru, sem
þú átt erfitt með að
varast. Þú verður
óviljandi þátttakandi i
óeirðum nokkurra ná-
granna þinna.
Vatnsbera-
merkift
21. jan. —
19. febr.
Þú hefur mjög mikið
að gera, og sérð ekki
út úr augum. Skyn-
samlegt fyrir þig, væri
að leita hjálpar við
ýmis atriði i þessu
sambandi. Þegar
minnst vonum varir,
og á mjög óliklegum
stað, dynur rómantik-
in yfir þig. Heillalitur
er blár.
Fiska-
merkift
20. febr. —
20. marz
Athugaðu hvort það
er ekki sprottið af
öfundsýki. sem þú
gefur i skyn um
ákveðna persónu. Þér
er áriðandi að gefa
gaum að þessari við-
vörun, þvi að afleið-
ingarnar geta orðið
miður skemmtilegar.
Haltu hópinn með
gömlum félögum þin-
um.
37. TBl. VIKAN 31