Vikan

Tölublað

Vikan - 11.09.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 11.09.1975, Blaðsíða 34
— Helstu erfiðleikar hljómsveita sem halda útikonsert... Fyrst var það Change... Mikill menningarbragur hefur rikt innan okkar bestu hljóm- sveita að undanförnu og hafa þær keppst við að gera fólkinu til hæf- is á allan hátt. Nú, uppá siðkastið með þvi að halda útikonserta, þar sem öllum er heimill aðgangur án þess að þurfa að borga krónu og væri synd að segja, að poppá- hugamenn kunni ekki að meta þetta, þvi alltaf er mikið fjöl- menni til staðar, þegar svona konsertar eru haldnir. Það var hljómsveitin Change, sem reið á vaðið með hljómleik- um i Austurstræti. Þar mætti múgur og margmenni og fengu þeir félagar mjög góöar móttökur áhorfenda og heyrenda. Að visu var sándið ekki sem best en það verður ekki á allt kosið og ekki að furða þó sándið sé ekki hundrað prósent þegar ekki hefur verið hægtað teista, eins og þaðer kall- að, áður en byrjaö er að spila. Næstir riöu á vaðið þeir Pelicanar og völdu þeir sér Lækj- artorg sem vettvang. Ekki þurftu þeir að kvarta yfir dræmum undirtektum, frekar en þeir i Change, þvi múgur og marg- menni mættitil að hlusta á þá. En það var sama vandamálið hjá þeim og Change, sándið var ekki nógu gott. Það má geta þess til gamans, að sjálfur Guðs-herinn, Þá er Brimkló rúlluð yfir. Það skeði að sjálfsögöu hljóðlega og kom fáum á óvart, enda hefur grúppan sú verið fremur andlaus uppá seinni tiðina. Þó munu þeir Raggi trommari og Arnar vera að hugleiöa að halda áfram og stofna aðra grúppu, með sama nafni. Ekki er endanlega búið aö ganga frá þeim málum, en við segjum frá þvi, strax og tilefni gefst. Af þeim sem úr bandinu fara, er það aö segja, að Jónas ætlar nú að snUa sér i rikara mæli að upp- tökustjórn i fyrirtæki sinu Hljóð- ritun jafnframt þvi, sem hann verður eitthvað innandyra hjá Sjónvarpinu. Pétur orgelleikari hyggur á nám erlendis og Sigur- jón Sighvatsson ætlar að stunda kennslustörf, en mun jafnframt hafa einhverja hönd i bagga með Hljóðritun, en hann er, ásamt Jónasi, einn af eigendum þess fyrirtækis. babblbabblbabbl Hann Baldur Brjáns, töframað- ur, er nú nýkominn úr utanför sinni. Kappinn fór með það fyrir augum aö endurnýja prógramm- ið og verða sér úti um frekari vis- dóm i göldrum. Að þvi er hann tjáði okkur, þá gekk feröin bara vel og þegar þið komið til með að lesa þetta, verður hann sjálfsagt búinn aö troða upp nokkrum sinn- um með nýja prógrammið. Til gamans má geta þess, að hann var boðinn á galdramannaþing sem haldið var i Osló, og mættu þar ýmsir galdramenn frá hinum Norðurlöndunum. babblbabblbabbl Það er orðiö nokkuð langt siðan hann Svavar Gests ætlaði sér að vera bUinn að koma upp sinu eig- in stúdiói. Og lengi vel er máliö bUiö aö vera I deiglunni. Hann var bUinn að fá meö sér fyrrverandi poppara, Sigurö Arnason, sem einu sinni var bassaleikari i þeirri frægu hljómsveit Náttúru og átti hann að vera aðalupptökumeist- ari. Höfum við fregnað það fyrir satt, aö nú sé bara endasprettur- inn eftir hjá þeim félögum, græj- umar komnar og hUsnæðið tilbU- ið, bara eftir að setja upp og ganga endanlega frá. Stúdióið verður til húsa i sama hUsi og Tónabfó er, veröur þar upp á þriöju hæð. Og með tilkomu þessa S.G.-stUdiós, þá verðum við kom- in með tvö alvörustúdió og er það vel. babblbabblbabbl Og meira um stúdiómálin. Ein- hver var að gauka þvi aö okkur hér um daginn, að þeir kumpánar I Hljóöritun, hinu stúdióinu okkar, séu nU með það á hreinu, að setja upp 24 rása græjur, með öðrum orðum, koma upp græjum eins og þær gerast bestar erlendis. Ef af þessu verður, þá ætti að vera fyr- ir þaö tekiö, að hljómsveitir þurfi að fara út fyrir landsteinana, til að fá nógu vandaöar upptökur. Vonandi rætist þessi langþráði draumur. 34 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.