Vikan

Tölublað

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 29.12.1975, Blaðsíða 6
I Cardena suður á Spáni er munkaklaustrið San Pedro de Cardena. Norskir blaðamenn voru þar á ferð ekki alls fyrir löngu og segja hér frá heimsókn sinni til Cisterciensbræðr- anna í klaustrinu. Klausturlíf er ekki einungis bænir og hugleiðingar. Bræðurnir vinna einnig líkatnlega erfiðisvinnu, að meðaltali fimm klukkustundir á dag. Þungar trédyrnar. lokast, það hringlar í lyklakippu, lásinn •hrekkur attur — og allt í einu erum við lokaðir inni í kla.ustri, spænsku munkaklaustri af Cister- ciensreglunni. Hvítkalkaðir veggirnir og dauf birtan frá glugga hátt á veggnum eykur á einangrunartilfinninguna. Við þetta bætist enn kyrrðin, sem ríkir þarna innan veggja. Okkur er boðið sæti á bekk, sem er mjög óþægilegur. Okkur líður næstum eins og munkum. Bróðir Salvador verður að fvrir- gefa okkur þennan inngang. Hann átti alls ekki von á gestum, þegar við knúðum dyra, og hann hafði ekki leyfi til þess að opna fyrir okkur. Hann varð að spyrja ábót- ann leyfis. Hann útskýrði þetta fvrir okk- ur seinna: — Miðað við það líf, sem lifað er innan klausturveggj^- anna, má nánast líkja því við of- beldi, þegaf menn með mynda- Vélar og óteljandi spurningar ryðj- ast allt í einu inn í klaustrið. Bróðir Salvador vildi þó ekki sjálfur bera ábyrgðina á því að varna okkur inngöngu. Hann spurði ábótann. Þess vegna urðum við að bíða í fimmtán 'mínútur og virða fvrir okkur skiltið á hinum dyrunum: Prohibido el paso — aðgangur bannaður. Þær dyr voru einnig vandlega læstar. Við erum ekki einir í biðsaln- um. Parna bíður líka ungur mað- ur með blíðlegt andlit og leitandi augu. Hann er stuttklipptur og klæddur óbrotnum fötum. í hend- inni heldur hann á lítilli tösku. Hann stendur á miðju gólfi og bíður, uns munkur kemur og bendir honum þegjandi að fvlgja sér. Hann lítur svolítið spvrjandi í áttina til okkar. Ætli við séum líka að hefja munkalíf? Bróðir Salvador er kominn aft- ur. För hans á fund ábótans hefur borið árangur. Við megum ganga inn fyrir og sjá allt. sem okkur langar, ef við aðeins gætum þess að virða kyrrð hugleiðingarinnar innan veggja klaustursins. Síðan göngum við gegnum for- boðnu dyrnar, og samstundis finnst okkur sem við stígum margar aldir aftur í tímann. Ekki fyrst og fremst vegna e'ndalausra ganganna og dimmra salarkynn- anna, heldur af því okkur finnst Ur svefnsal klaustursms. Hver munkur hefur sinn klefa. 6 VIKAN 52. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.