Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 16
Stjörnuspeki og stjörnuspár eru mörgum hug/eikið efni, þess verðum við hvað eftir annað vör hér á Vikunni. Og jafnvei þótt sumir trúi mátuiega á spádóma, viðurkenna þeir fúslega, að þeir iesi s/íkt efni sér tii skemmtunar. En það er ekki sama, hvar maður er staddur á hnettinum. Þeir /esa ti/ dæmis öðru v/si úr stjörnunum austur í Kína en uppi á Fróni. Og hér má /esa fróð/egar og skemmti/egar upp/ýsingar um stjörnuspeki andfæt/inga okkar, kínverjanna. Stjörnuspámenn í Asíu miöa útreikninga sína ekki við sólina, eins og við gerum með dýra- hringnum okkar, heldur byggja þeir útreikninga sína á tunglinu — eða öllu heldur á tunglárum. Tunglárið hefur tólf ný tungl og það þrettánda, sem bætist við tólfta hvert ár. Þess vegna er það, að austurlenskt nýár er aldrei á sama degi. Hvert tunglár á aö hafa sér- einkenni, og það, sem gerist á því ari, þar með taldar fæðingar barna, á að verða fyrir stjarnfræöi- legum áhrifum þess dýrs, sem árið er kennt við. Því kínverjar kenna hvert tunglár við eitt dýr, og þau eru tólf talsins. Um þetta er saga, sem segir, að Búddha hafi einu sinni kallað til sín öll dýrin á nýári og heitið þeim verðlaunum, ef þau hlýddu honum. Það voru ekki nema tólf dýr, sem komu á fund Buddha, og hann gaf þeim hverju fyrir sig eitt ár, sem bæri nafn þess. Þau þáðu þessa gjöf, og árin eru enn í þeirri röð, sem dýrin komu á fund Buddha: fyrst rottan, síðan uxinn, þá tígrisdýrið, köttur- inn, drekinn, snákurinn, hestur- inn, geitin, apinn, haninn, hund- urinn og loks svínið. Ef þessi dýramerki eru borin saman viö þau stjörnumerki, sem við eigum að venjast, þá er hægt að segja, að líkingin sé þessi: ROTTAN: Blanda af vog og hrúti. UXINN: Aðallega naut. TiGRISDÝRIÐ: Líkist mest Ijóni. KÖTTURINN: Krabbi og fiskar. DREKINN: Það er ekkert, sem likist honum í dýrahringnum, en blanda af vatnsbera og bogmanni kemst næst því. SNÁKURINN: Sporðdrekinn. HESTURINN: Úthverf steingeit með smávegis áhrifum frá hrúti eöa bogmanni. GEITIN: Steingeit og meyja. APINN: Hreinn tvíburi. HANINN: Aðallega hrútur. HUNDURINN: Blanda af nauti og meyju, og jafnvel svolítill krabbi. SVÍNIÐ: Ekkert hliðstætt, en svolítið af vatnsbera, meyju og bogmanni. Ár rottunar 12. febr. 1888 -30. jan. 1889 31. jan. 1900-18. febr. 1901 18. febr. 1912- 5. febr. 1913 5. febr. 1924-24. jan. 1925 24. jan. 1936-10. febr. 1937 10. febr. 1948 - 28. jan. 1949 28. jan. 1960-14. febr. 1961 19. febr.1972- 2. febr. 1973 Skapgerðareinkenni. Þeir, sem fæddir eru á ári rottunnareru í eðli sínu smekkvísari en flestir aðrir. Rottan vill ná langt í lífinu, en þó án þess að særa nokkurn. Hún vill komast á topp- inn á glæsilegan og listrænan hátt. Rottan leitar alltaf að fullkomn- un og eyðir miklum tíma í smá- atriði, sem engu máli virðast skipta, og lýkur alltaf því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún er hugmyndarík og örlát og yfir- leitt fljót að eignast vini og kunningja. Rottunni hættir þó til að láta yfirborð hlutanna blekkja sig, eða gefa of mikinn gaum að skreytingunni, án þess að hyggja að uppbyggingunni. Henni hættir líka til aö vera skreytin, jafnvel þegar þess er engin þörf. Hún er mikill tækifærissinni. Ársteinar rottunnar eru ametýst, demantur, garnet, blóð- steinn, jaspis og malakít. Þekktar rottur eru t.d. Richard Nixon, Enock Powell, Fred Astaire, Doris Day, Marlon Brando, Tenessee Williams og Charlton Heston. Með köttum: Yfirleitt ágætis tengsl, en rottunni kann að finnast þeir of góðlyndir og heimakærir. Með drekum: Mjög gott samband, ekki síst hvað viðkemur hug- lægum efnum. Það er létt og ánægjulegt samræmi á milli. Með snákum: ívið ákaft samband og stundum of gróft fyrir rott- una. Ef hægt er að finna sam- eiginlegt áhugamál, þá getur orðið mikil vinátta á milli þeir.ra. Með hestum: Sambland af ást og hatri, en sjaldnast blandaö ill- girni! Rottunni finnst hesturinn vera of grobbinn og metnaðar- gjarn. Með geitum: Margt sameiginlegt, en gæti stafað af kraftleysi. Með öpum: Hér er líklegast mest samræmi, þvíþaugetaáskömm- um tíma stofnað til leikræns og yfirborðskennds sambands, sem yljar öllum um hjartaræt- urnar. Meö hönum: Viss samúð með skyldum hugum, en hönum hættir til að éta rottuna upp til agna með ástríðum, reiöi eða miskunnarlausri metorðagirnd. Með hundum: Þeir eru svolítið leiðigjarnir, eri þar finnur rottan öryggið, sem hana vantar, og sambandið gæti orðið rólegt og traust. Með svínum: Góð vinátta, en ekki beinlínis sterkar ástríöur. Svín og rottur geta unnið ágætlega saman og haft gott huglægt samband. Með öðrum: Með öðrum rottum: Ágætt sam- band, en gæti orðið eins og syst- kinasamkeppni. Með uxum: Ágætt, þegar um- hverfiö er gott, en rottunni gæti þótt uxinn ívið þrjóskur og jafn- vel leiðinlegur. Með tigrisdýrum: Gæti komiö upp ágreiningur, ekki síst um for- ystu. Rottan kann vel að meta hlýtt viömót tígrisdýra, en ekki reiöi. 16 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.