Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 14

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 14
Fjölskyldan að Vesturbergi 141, hjónin Sverrir og Þorbjörg ásamt þrem dœtrum sínum, Hafdísi, Jó- hönnu Eyrúnu, Ingibjörgu — og Kötu. Catherine Shields Early KATA kata Kata hefur dvalið hér á landi í sumar á vegum AFS (American Field Service) og hefur ferðast víða um landið, ásamt 7 félögum sínum frá Bandaríkjunum. Dvölin hér mun verða þeim öllum eftirminnileg um langa frarntíð. Kata kom hingað 1 mígandi rign- ingu fyrir tvcimur og hálfum mánuði og fer héðan í sömu mígandi rigningunni á sunnudag- inn. A mánudaginn fcr hún i Háskólann í fyrsta sinn — T sól og steikjandi hita. í raun og vcru heitir Kata ekki Kata, heldur því virðulega nafni Cathcrine Shields Early, en hún er kölluð Cathy, sem auðvitað þýðir bara Kata. Hún býr í ,,litlu þorpi”, segir hún, Snow Hill, Maryland, þar sem aðeins búa um 25 þúsund manns. Faðir hcnnar er raftæknifræðingur, sem vinnur hjá NASA. Þau búa i einbýlishúsi umvöxnu skógi i slétt- lendi við ströndina. I húsinu búa tveir bílar, cin mamtna og sex börn, auk atvinnutækisins, sem þau kalla pabba. Mamma var i skóla, þegar henni datt allt í einu í hug að búa til ,,nokkur stykki börn”, sem hún dreif af i fljótheitum, og áformar nú að halda bara áfram að læra. Catherine Shiclds Early komst á snoðir um það í skólanum (auk ýmislegs annars), að til væri nokkuð sem væri kallað nemendaskipti. Við nánari könnun komst hún að þvi, að tveir kunningjar hennar höfðu látið skipta á sér fyrir aðra og tekist vel. Þessir kunningjar höfðu notið þeirra fríðinda að vera skipt til suðlægra landa og létu vel af. Þegar Kata hafði sótt um skipti, var henni tjáð, að hún mætti svo sem fara til íslands, ef hún kærði sig um. Við nánari eftirgrennslan komst hún að því, að ísland væri eyja langt úti í hafi. Þar væri samt hægt að lenda flugvélum með lagi, og þar byggi Sverrir Traustason skipstjóri og dundaði við að tina humarhala úr sjónum umhverfis eyna. Að sjálfsögðu aflaði Kata sér ýmissar vitneskju um eylandið áður en hún fór af stað, og eitt af þvi, sem henni var sagt, var að nokkuð vætusamt mundi yfirleitt vera á suðurströndinni. Hún hefur nú —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.