Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 3
Isbjarnarskmn hengd til þerris. Samt er ekki hægt að segja, að ekkert merkilegt hafi borið fyrir augu okkar. Á trönum sáum við hanga til þerris tvö skinn af ísbjörnum, og þegar við spurðum, hvað þau mundu kosta, var okkur tjáð, að þau kostuðu um níu þúsund íslenskar krónur. Þess ber að gæta, að íslenska krónan er ekki gjaldgeng í Grænlandi frekar en annars staðar, þar gilda bara dollarar og danskar krónur. i þorpinu eru hvorki klósett né böð. Utandyra eru kamrar, sem brúka má til þeirra hluta, sem við notum klósettin, en sagt er, að grænlendingar og aðrir búsettir þarna bregði sér gjarnan bak við steina til að gera þar stykki sín, líkt og tíðkaðist hér fyrir hundrað árum. Annað merki siðmenningar- innar virðist víðs fjarri grænlensk- um því að í Kap Dan sáust hvergi öskutunnur. Vilji grænlendingar pósthúsog nokkurlítil hús. Það er allt og sumt. Við gengum þvert í gegnum þorpið, og þegar út úr því var komið sáum við mann sitja í kæjaknum sínum utan við land- steinana. Þar sat hann og hreyfði hvorki legg né lið, bara sat. Hvers vegna hann sat þarna fljótandi í kæjaknum sínum vissi enginn, en þarna var hann nú samt. Þarna var okkur leyft að staldra við í tvo klukkutíma til að taka myndir og láta ryðja okkur um koll af ágengum krökkum. ,,Þú kaupa, Sýnishorn af góssinu, sem var til sölu. Dæmigerð grænlensk hús við sjávarsíðuna. tvo dollara, þú kaupa?" Þetta er nánast það eina, sem þú heyrir þessa tvo tíma, ,,þú kaupa, tvo dollara." Frá manninum í kæjakn- um gengum við að pósthúsinu, þar sem hægt er að fá stimpil í vegabréfið, sé þess óskað. Leið- sögumaðurinn, sem leit út eins og hann væri þjáður af timburmönn- um, sagði okkur ekkert um þorp- ið, sögu þess eða merkisstaði, nema hann væri spurður að fyrra bragði. losa sig við rusl, þá liggur þeim beinast við að kasta því, þar sem þeir standa, séu þeir utandyra. Séu þeir innandyra, þá er draslinu bara fleygt út um gluggann. Þar utanvið eru áratuga gamlir bingir af tómum bjórdósum og þess háttar, og í golunni fjúka pappírs- snifsi út um allt. Gönguferð um þorpið minnii einna helst á göngu- ferð um öskuhauga, og lyktin er eins og af skarna. Mér sýndust öll börnin hafa allt of þurra húð, 40. TBL. VIKAN 3' I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.