Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 12
■*1
■)
BÍTLARNIR ENN.
Kæri Póstur!
Ég er ekki áskrifandi, en les
samt Vikuna, hvenær sem ég næ í
hana. En ég ætlaði að spyrja hvort
hægt væri að kaupa gamlar Vikur
á afgreiðslunni hjá ykkur. Ég var
nefnilega að róta í gömlum blaða-
kassa og fann Vikublað frá 30 ára
afmæli Vikunnar. Þar sé ég fram-
haldsgrein um Bítlana (8. hluti),
og þar sem ég er algerlega Bítil-
óður, þá spyr ég, hvort hægt sé
að kaupa gamlar Vikur. Kannski
þið getið fundið þessar Vikur með
Sögu Bítlanna. Hvernig er
krotið, og hvað færðu út úr því?
Kveðjur, Bítilspólóður.
Það er föst reg/a að ha/da eftir
nokkrum eintökum af hverju tölu-
biaði, því það kemur oft fyrir, að
fólk óskar eftir gömlum eintökum,
sem týnst hafa innan úr hjá því.
Blöðin með Sögu Bítlanna munu
vera til hjá afgreiðslunni, og þar
geturðu fengið þau keypt. Ekki er
nú krotið beint fallegt, en það
stendur vonandi til þóta. Skriftin
bendir annars til þess, að þú sért
gæddur léttri lund, og það er ekki
/ítils virðií heimi hér.
BÆNDASKÓLI.
Komdu sæll Póstur!
Ég hef skrifað þér einu sinni
áður, en bréfið hefur líklega verið
svo Ijúffengt, að ruslakarfan hefur
gleypt það. Fékk hún nokkuð
magapínu? Jæja, mig langar að
spyrja þig, hvert á að snúa sér, ef
mann langar í bændaskóla?
Hvernig er skriftin, og hvað lestu
úr henni? Hvaö heldur þú, að ég
sé gömul? Mætti ekki bæta nokkr-
um blaðsíðum við Vikuna? Jæja,
blessaður, og takk fyrir gott blað.
Sigga.
Ruslafatan er reyndar að drep-
ast úr hungri, þvi það er svo
/angt síðan Pósturinn hefur grisjað
í bréfamöppunni, og þvi er það
mappan, sem er með verki núna.
En Sigga min góð, því í ósköp-
unum snýrðu þér ekki beint ti/
bændaskólanna tveggja, sem
starfræktir eru hér á landi, annar
á Hólum i Hjaltadal, hinn á Hvann-
eyri í Borgarfirði? Þangað ska/tu
snúa þér og ekkert annað. Skriftin
er ekki afleit, en stafsetningin
slæm. Þú gætir verið sextán ára,
glaðlynd og dálítið ákveðin stúlka,
en mátt vara þig á fljótfærninni.
Það veitti ekkert af fleiri blaðsiðum
í Vikunni, og stundum eru þær líka
fleiri. Vonandi eigum við bæði
eftir að sjá Vikuna helmingi stærri
en hún er núna _____ og auðvitað
helmingi betri um leið.
FORELDRARNIR STRÍÐA.
Kæri Póstur!
Þetta er í fyrsta skipti, sem ég
skrifa þér, og ég vona, að þú
bregðist ekki vonum mínum.
Þannig er mál með vexti, að ég
er hrifinn af stelpu. Hún er
skemmtileg, tillitssöm og fjörug.
En eins og stundum vill verða er
galli á gjöf Njarðar. Stúlkan er
dóttir vinkonu móður minnar.
Þessar tvær fjölskyldur eru mjög
samrýmdar, til dæmis fara þær oft
saman í ferðalög. En það er ekki
fyrr en núna, sem ég tek eftir
fegurð stúlkunnar. Ofan á það
þætist, að við erum bæði feimin
(að minnsta kosti ég), og svo eru
foreldrarnir oft að stríða okkur.
Hvað á ég að gera? Hvar get ég
fengið megrunarfæðislista? Hvað
lestu úr skriftinni, og hvernig er
hún? Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Einn í vandræðum.
Blessaður hatðu ekki þessar
áhyggjur út af stúlkunni, leyfðu
málunum að þróast i rólegheitum.
Ykkur liggur ekkert á, því ekki
rekur aldurinn á eftir. Reyndu bara
að koma sem eðlilegast fram, og
svo sér forsjónin um hitt, ef þetta
er þá nokkuð annað og meira en
unglingaskot, sem gleymist,
þegar þið kynnist fleirum.
Ef þú ert bara svolltið of feitur,
þá nægir þér að draga einfaldlega
úr allri fæðu, en þó einkum öllu,
sem inniheldur sykur og hveiti.
Sé vandamálið stórkostlegra,
skaltu hafa samráð við lækni.
Annars bendi ég þér á megrunar-
kúr Vikunnar, sem birtist i 1. tbl.
1975 og aftur I 23 tbl. sama ár.
Sá kúr er unninn upp úr bók
eftir amerlskan lækni og hefur
reynst mörgum mjög vel. Skriftin
er ekki beint fa/leg, en hún gefur
tilkynna ein/ægan og opinn huga.