Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 20
HELEN MACINNES
SNARA
FUGL-
JIRMNS
„Hélstu að faðir þinn myndi fást
til þess að snúa aftur?”
„Nei, auðvitað ekki. Ekki eftir að
hann var búinn að missa alla von
um að lýðræði yrði komið á. Hann
snýr ekki aftur. Hvers vegna hefði
ég annars átt að taka með mér
minnisbækur hans. Ég sagði Jiri
ekki frá þeim. Ég þáði það sem
hann bauð mér og ég ætla að efna
minn hluta samkomulagsins.”
„En þegar faðir þinn nú neitar
að snúa aftur, hvað þá?”
„Jiri minntist ekkert á þann
möguleika.”
„Hvað þá?” endurtók hann.
„Ég ætla að dveljast hjá föður
mínum og hafa hægt um mig. Og
þegar bókin hans er komin út, þá
verður það ef til vill of seint fyrir
Jiri að gera nokkuð í málinu. Þá
getum við bæði skriðið úr felum og
lifað eðlilegu lifi.” Hún leit á hann
þarna í myrkrinu og var full óvissu.
„Væri þetta ekki hugsanlegt?”
„Jú, en þetta eru ekki áætlanir,
heldur vonir.”
„Og Jiri er með sínar eigin
áætlanir,” sagði hún hægt og
mundi eftir orðum Davids. „Mínar
vonir gegn áætlunum hans.” Hún
hló ankannalega. „Ég hélt því væri
öfugt farið,” bætti hún við og rödd
hennar nálgaðist hvísl.
„En snúum okkur aftur að sím-
talinu,” sagði hann stuttur i spuna.
„Hvað var sagt meira?”
„Aðeins það að þeir myndu finna
okkur hvert sem við færum, alveg
eir-.s og þeir höfðu fundið okkur í
Graz. En ég átti ekki að vera
hrædd. Þetta var aðeins gert í
öryggisskyni.” Hún dró djúpt til
sin andann. „Hljóðið í þeim var
eins og hjá Ludvik, þegar hann ók
mér til Óperunnar i morgun.”
Jæja, guði sé lof, þá trúði hún
þeim ekki, hugsaði David. Ótti
hennar hafði bent til þess. „Þekkt-
irðu röddina i símanum?”
„Nei, en maðurinn talaði tékk-
nesku.”
„Bliður á manninn og vingjarn-
legur?”
„Já.”
Já, það þarf víst ekki að efast um
það, hugsaði David. „Simtaiið kom
utan af flugvelli. Kannski var
maðurinn nýkominn frá Vín."
„Vildirðu þess vegna fara undir
tins svo hann næði ekki að komast
til hótelsins?"
,,Já, það skaðaði þó alitaf ekki,”
sagði David. Það vóru of mörg
vafaatriði til þess að hann gæti
gefið ákveðnara svar. Maðurinn gat
hafa komið á hótelið í þann mund,
sem þau voru að fara. En ef til vUl
hafði hann farið inn í bílskúrinn
til þess að athuga Chryslerinn og
fullvissa sig um, að þau væru enn
i Graz. Honum hefur ef til vill þótt
það öruggara heldur en að sitja inni
i kaffistofunni eða fylgjast með
þeim í anddyrinu. Eða ef til vill
hafði maðurinn ekið beinustu leið til
Lienz úr því að hann vissi svona
gjörla um ferðir þeirra. „En því
tölum við alltaf um einn mann?
Þeir geta verið fleiri.”
„Áttu við mennina tvo, sem ég
mætti i stiganum hjá Alois?”
„Myndirðu þekkja þá aftur?”
„Ég...ég veit það ekki. Ég sá þá
aðeins út undan mér. Ég þrýsti mér
upp að veggnum og leit ekki
nákvæmlega á þá. Ég vonaði bara
að þeir myndu ekki veita mér neina
sérstaka athygli.”
„Við skulum stansa í næstu
borg. Við þurfum að taka meira
bensín og þú getur lagað þig til.”
„Það eróþarfi...”
„Við stönsum,” sagði hann. „Og
mig langar til þess að þú lítir á
tvær ljósmyndir við góða birtu. Og
i þetta sinn skaitu muna eftir
andlitunum.”
„Á mönnunum tveim?”
„Já, það er eins gott að ljúka
því af, áður en við komum til
Lienz.”
„Verða þeirþar?”
„Ég veit það ekki.” En ef ekki
þeir, þá einhverjir aðrir. Það eitt
var víst. „Varstu spurð um hvert
ferðinni væri heitið?”
„Já.”
„Og þú sagðir...?”
„Ég sagði ekki neitt.”
,,Minntist hann á Lienz?”
„Nei.” En svo skaut óþægilegri
hugsun upp i kolli hennar. „David,
trúirðu mér ekki? Ég hef sagt þér
allt.”
„Allt, Irina?”
„Allt, sem máli skiptir.”
En ef til vill var ýmislegt, sem
ekki virtist mikilvægt i augum
Irinu, algjört lífsspursmál fyrir
hana. Hann lét þó svar hennar
nægja og spurði einskis frekar.
Rödd hennar bar það með sér, að
hún var örþreytt. Á morgun,
hugsaði hann, þegar hún verður
búin að ná góðum svefni, þá spyr ég
hana nánar út í þetta. Ég ætla að fá
hana til þess að segja mér frá Jiri,
hvemig hann hafi nálgast hana og
hvers vegna hann leyfði henni að
flýja.
Þjóðvegurinn lá nú meðfram
stóru vatni. Á við og dreif sáust
ljós i gluggum og í kringum húsin
voru stórir garðar, sem lógu niður
að vatninu. Þetta voru liklega
sumarbústaðir og þarna sat fólk og
horfði á sjónvarpið og hugsaði um
bátsferð morgundagsins. Við hinn
enda vatnsins birtist ljóshaf. Þetta
var ferðamannabær og þar yrði
stöðugur straumur fólks og sægur
bíla. „Við stönsum þarna,” sagði
David. Siðan fékk hann aðra
hugdettu. „Og gistum þar í nótt.”
„En förum ekki til Lienz?”
„Því þá það?” Jo yrði þar ef til
vill, en Krieger myndi hringja til
hennar í fyrramálið eins og um var
rætt og segja henni að halda áfram
til Merano. Krieger ætlaði hvort
sem var ekki að hitta hann í
Lienz. „Við erum komin hundrað
og fimm mílur frá Graz og það er
alveg nóg. Finnst þér ekki?”
„Jú, en Jo bíður okkar og hún er
alein. Hún verður áhyggjufull. Þau
verða öll áhyggjufull.”
„Ég læt Hugh McCulloch vita,
að við séum heil á húfi.”
„Ætlarðu að segja honum, hvar
við verðum í nótt?”
„Nei, það fær enginn að vita
nema ég ogþú.”
Hún hló. „Æ, David, þú ruglar
þau öll í ríminu og þar ó meðal Jiri.
Þú veist vonandi hvað þú ert að
gera? Þetta er mannrán, en ég var
einmitt vöruð við sliku. En þetta er
ekki samkvæmt fyrirskipun Krieg-
ers, erþað?”
„Nei, en hefurðu nokkuð við
þetta að athuga?” Þau óku nú inn i
bæinn. Framundan var fallegt torg,
en þar umhverfis stóðu lágreist hús
og skrifstofubyggingar. Á hægri
hönd var vegurinn sem ló til Lienz.
David beygði til vinstri inn í
aðalgötuna. Þar var allt í fullum
gangi og bæjarbúar í óða önn að
laða til sín aura ferðamanna. Þó var
þar ekki sami skrum- eða rjóma-
tertublærinn eins og í Las Vegas.
Þetta var ekki heldur sælustaður
fyrir hippa. Allt virtist svo notalegt
ljúft og glaðvært, skemmtun á
millistéttarvísu. En umfram allt
virtist þetta öruggur staður. Þarna
var þessi venjulegi hópur eldri
hjóna, en ungar stúlkur og sólbrún-
ir karlmenn voru í meirihluta. í
fjarlægð heyrðist leikin sigild jass-
tónlist.
„Nei, ég hef ekkert við þetta að
athuga,” sagði hún. Ljósadýrðin
umlék þau og hann sá nú greini-
lega framan í hana. Hún virtist
hafa yngst um sextán ór. Jafnvel
brosið var það sama og hann mundi
eftir.
„Enda er það um seinan.” Þau
voru komin götuna ó enda og fóru
inn um stórt hlið. Þar fyrir innan
var stór bakgarður. Ferstrend hús
byrgðu sýnina að öðrum húsum og
götum. „Settu nöglina i austurriskt
hótel og í ljós kemur kastali,”
sagði hann og brosti. En jafnvel
þótt þetta væri fyrrverandi kastali,
þá var staðurinn viðkunnanlegur. Á
þessari stundu fannst David allt
viðkunnanlegt.
Hann ók upp að litlu húsi innan
við hliðið. Þar var urmull bíla. Alls
staðar var fólk ó gangi að dóst að
rósabeðunum. „Hér tekur enginn
eftir okkur,” sagði hann og drap á
bílnum.
„Ég vildi óska að þú næmir mig
á brott fyrir fullt og allt. Aðeins
þú og ég David, engir aðrir. Rétt
eins og hér áður fyrr. ”
Já, brosið var hið sama og sömu-
leiðis augun. Hún fór nú ekki lengur
undan i flæmingi.
„Manstu...” sagði hún hikandi.
En þegar hún hjúfraði sig upp að
honum, var ekkert hik ó henni
lengur.
„Já, ég man allt saman,” sagði
hann.
20 VIKAN 40. TBL.