Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 30
Sþáin gildir frá fimmtudegi til miðvikudags HRÚT'JRINN 21. mars - 20. april Mál, sem þú hélst að væri útrætt, krefst nú nýrrar umræðu vegna nýrra viðhorfa. Þét gefstekki mikill timi til að sinna einkamálum þínum þessa vikuna, NAUTIÐ 21. apríl - 21. r\aí Margtferöðruvísi en ætlað er, en þú munt þó sætta þig við öll málalok. Þú færð gjöf í þakklætisskyni fyrir greiða, sem þú gerðir einhverjum ekki alls fyrir löngu. TVÍBURAPNIR 22. maí - 21. júni Þú verður fyrir óhappi í sambandi við atvinnutæki þitt. Þú skalt kanna vel allar aðstæður áður en þú ræðst í framkvæmdir af einhverju tagi á næstunni. KRABBINN 22. júní - 23. júll Þú þarft að taka að þér störf einhvers sem þú þekkirog hagnast töluvert á því fjárhagslega. Þú gerir góð viðskipti við góðan kunningja þinn. , LJÓNIÐ 24.júH — 24. aqúst Vertu hress og glaður, hvað sem á dynur, það gerir bara illt verra að vera i vondu skpi. Þú lendir fyrir tilviljun á stað, þar sem þú hittir mikið af skemmtilegu fðlki. MEYJAN 24. áqútt - 23. sept. Þú hefur mikið yndi af þvi að veitaog sjá aðra njótalífsinsáþinn kostnað. En þú skalt varast að gera of mikið af því að hjálpa öðrum, því að þú verður að hugsa um sjálfa þig. VOGIN 24. sept — 23. okt. Þú erteinstaklega önugur eins og stendur. Þú skalt reyna að komast eitthvað burtu til að lyfta þér upp, annars mun andleg heila þín fara versnandi. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. . Þú ert alltof eigingjarn og sjálfselskufullur, gættu þess að þú særir ekki þá, sem þér eru kærir með þessum ágöllum þínum. Þú ert liklegurtilþess að hagnast á einhverju braski. ; BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. ’ Það er nokkuð erfitt tímabil framundan hjá þér og eitthvað sem þú hefur lengi reitt þig á, bregst. Ef þú ert allur af vilja gerður, kemstu yfir crfiðleika þína með sóma. STEINGEITIN 22. des. - 20. ian. Þú verður fyrir happi, sem hefur talsverða þýðingu fyrir þig persónulega. Þú færð góðar fréttir langt að. Þú kynnist góðum manni, sem mun reynast þér vel. VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. Þú ert í góðu jafnvægi og nýtur þess sem þú . aðhefst. Vinur þinn leitar ráða hjá þér og skaltu liðsinna honum, þó að þér finnist þú hafa lítinn tíma til þess. FISKARNIR 20. febr. - 20. man j;0i, | Vinir þínir koma þér á óvart með vel undirbúnu uppátæki. Þú verður fyrir skemmtilegri tilviljun. Á laugardaginn færðu kærkominn gest. Samtímis sá hann í anda skrif- borðið, sem hún hafði keypt handa honum og stóð ónotað i stofuhorninu. Hann vissi, að þar gæti hann ekki unnið. Nú lá við, að hann óskaði þess, að hann hefði aldrei hitt hana. Þetta kvöld flýtti hann sér heim til Rósu, eins og lff lægi við, ef hann kæmi ekki í tíma. Hann hélt, að hún yrði köld og fjarræn, en hún þaut upp um hálsinn á honum eins og hann hefði verið að heiman svo vikum skipti. — Eg hef saknað þín svo, sagði hún og þrýsti sér upp að honum. Það er svo einmanalegt hér án þin. — Þetta er nú bara ein nótt sagði hann glaðlega. Honum leið strax betur. — Þú varst tvær nætur i burtu í sfðustu viku, sagði hún ásakandi. Honum gramdist: — Telurðu næturnar? — Bara af því að ég er svo einmana, sagði hún og roðnaði. Þrátt fyrir allt þá... — Þá hvað? Hann var önugur. — Það er annað með þig, hún reyndi að verja sig. Þú hefur nú — aðra hluti. Hún leit undan. — En ég hef bara starfið, kem heim og bíð eftir þér. Ég hef aðeins þig að gleðjast yfir, ef þú skilur mig. Hún sagði þetta hratt, eins og hún óttaðist að ergja hann, svo tók hún utan um hálsinn á honum og kyssti hann og sagði glaðlega: — Ég bjó til dálitið, sem þér þykir gott. Getur þú giskað, hvað það er? Og nú var hún hlýlega, ástúðlega konan, sem hann vildi, 'að hún væri. Litlu síðar sagði hann: — Heyrðu Rósa, þú veist um prófið, sem ég hef verið að tala um — ég verð að fara að lesa af alvöru. — Já, en það getur þú gert hér, sagði hún strax. Það hefi ég marg sagt. Hér hefur þú skrifborðið þitt og allt til alls. Þú getur lesið meðan ég sauma eða dútla eitthvað. Henni fannst tilhugsunin greinilega ánægjuleg, en hann dró sig inn í skel. Honum fannst það eins og móðgun við rómantískt samband þeirra, að hún sæti við saurna — einmitt eins og eiginkona! Næstu kvöldum eyddi hann hjá henni, ástfanginn og glaður. Honum sárnaði, ef hún stakk upp á þvi, hvort hann viidi ekki lesa á kvöldin. — Æi, blásum á vinnuna, sagði hann. Hún var upp með sér, en samt hafði hún áhyggjur, og andlits- drættirnir lýstu óöryggi. Dag nokkurn spurði hún varlega: — Hefur þú spurt hana um skiln- að? Hann leit undan og svaraði með undanbrögðum: — Tja — hún vill ekki hlusta á mig núna... Þó að hann horfði ekki á hana fann hann greinilega, hvernig hún nísti á hann augunum. Þetta áreitti hann svo, að hann átti erfitt með að stilla sig. Auk þess kenndi hann samviskubits, en skildi þó ekki hvers vegna. Til að dylja þetta varð hann óeðlilega glaður og fjörugur, og hún smitaðist af kæti hans, og þau hlógu og skríktu eins og krakkar. — Það er bara það, að þú ert svo siðavönd, sagði hann og togaði í hárið á henni. — Siðvönd? Hún smjattaði á orðinu. Gamaldags líka? — Konur vilja alltaf gifta sig, sagði hann. Rétt eins og við höf- um það ekki stórkostlegt eins og er! Við elskum hvort annað. Ef við giftum okkur eyðileggjum við allt saman. En slík rök rugluðu alltaf Rósu. Hún hugsaði vel um allt.semhann sagði, en tilfinningar hennar voru alltaf jafn heitar. Hún tautaði blíðlega: — Þú ruglar bara. — Karlmenn eru fjölkvænis- verur, sagði hann glaðlega. Það er vísindaleg staðreynd. — En hvað eru konur þá? spurði hún kelin. — Þær eru þvert á móti. Hún hugsaði af alvöru um stund eins og hún var vön, svo sagði hún bara: — Ó, nei? — Hvað meinar þú? sagði hann. Ert þú kannski ekki eins manns kona? Rósa brosti bara, svona kjána- legt orðasamband gat ekki átt við hana. — Þú ert að hugsa um Georg! sagði hann allt í einu, greinilega afbrýðisamur. — Það geri ég ekki, sagði hún greinilega særð og móðguð. Dag nokkurn spurði hann: IGNIS frystikistur SÍmh 19294 RAFTORG SÍmh 26660 30 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.