Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 25
CVBJUR
Aranna
Aftari röö frá vinstri: Marge
Champion, Cyd Charisse, Johnny
WeissmuHer. Fremri röö frá
vinstri: Kathryn Grayson, Gene
Ke/iy, Les/ie Caron, Fred Astaire
og Dona/d O'Connor.
Hér eru þær — stjörnur
ungdómsáranna saman komnar allar
í einum hópi. Stórmerkin
gerðust þegar verið var að
kvikmynda,, That's Entertainment
II", þar sem við fáum að sjá þau
öll einu sinni enn. Og ekki er verra
að sjá, að aldurinn setur /íka
mark sitt á þær,
hollívúddstjörnurnar.
Marge og Gower Champion
voru fótafim, falleg hjón/dans-
félagar, sem fylltu kvikmyndahús-
in aðdáendum fyrir þrjátíu árum.
Nú þegar Marge er orðin 53ja ára,
er hún dregin fram á sjónarsviðið á
nýjan leik sem þáttakandi í gerð
kvikmyndarinnar „That's Enter-
tainment II".
Cyd Charisse: Þegar hún sveif
yfir léreftið á fögrum fótleggjun-
um og sveiflaði kastaníubrúnu
hárinu mátti heyra saumnál detta í
bíósalnum. Heita mátti fullvíst, að
aðdáendur hennar grétu sig í
svefn, þegar þeir voru háttaðir
eftir að hafa eytt með henni kvöldi
í einu kvikmyndahúsanna. Hún
dansaði bæði með Fred Astaire,
og Gene Kelly og hverjir muna
ekki eftir henni í myndunum
,,Easter Parade" og „Singin in
the Rain,"
Til hafa verið Tarzanar á undan
og eftir Johnny Weissmul/er, en
enginn þeirra hefur synt yfir ár
fullar af krókódílum með meiri
glæsibrag, enginn barið sér á
brúnna brjóst eða klifrað í hættu-
legri trjám og það án staðgengils.
Nú, svo var maðurinn ólympíu-
meistari í sundi. Núna lifir hann á
því að selja sundlaugar.
Gene Kelly. Er hægt að gleyma
honum með stráhattinn á ská
brosandi út i annað í myndinni
„Ameríkumaður í París"? Hann
var og er undursamlegur. Hann er
bæði dansari og söngvari og
þessutan skínandi leikari, og svo
lítur hann síður en svo slorlega út.
Nú er hann orðinn 64ra ára, og er
mjög eftirsóttur danshöfundur
bæði í Frakklandi og Bandaríkj-
unum.
Leslie Caron — ómótstæðileg
sem Lili og ógleymanleg sem Gigi,
sem hún lék í kvikmynd með landa
sínum Maurice Chevalier. Hún
dansaði líka með Gene Kelly í
kvikmyndinni „Ameríkumaður í
París", en til Parísar er hún flutt á
nýjan leik. Hún er 43ja ára og
starfar við ritstjórn kvikmynda-
handrita.
Fred Astaire er nánast orðinn að
goðsögn 76 ára að aldri. Enginn
leyfir sér að efast um, að hann er
besti og mest töfrandi söngvari/
dansari/steppari kvikmyndasög-
unnar. Kvikmyndanna „Top
Hat". „Esaster Parade" og
„Daddy Long Legs" verður
minnst um alla framtíð fyrir ástar-
atriðin, sem eru ógleymanlegustu
atriði af því tæi, sem sést hafa á
hvíta tjaldinu.
Kathryn Grayson og Howard
Keel gerðu „Showboat" að eftir-
minnilegustu óperettu sjötta ára-
tugarins. Hennar er einkum
minnst vegna útlitsins og raddar-
innar, sem er undurblíð. Nú er hún
55 ára.
Donald O’Connor var helsta
átrúnaðargoð táninga fyrir u.þ.b.
30 árum. Með útið hár og freknur
á nefinu dansaði hann inn í hjörtu
allra, sérlega í myndinni „Call with
Madam". Við minnumst hans
einnig um leið og Debbie Reyn-
olds í Francismyndunum, mynda-
röðinni um asnann sem kunni að
tala. Nú er hann fimmtugur orðinn
og kemur einkum fram í sjónvarpi
og næturklúbbum eins og flestir
jafnaldrar hans.
40. TBL. VIKAN 25