Vikan

Tölublað

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 30.09.1976, Blaðsíða 33
Hún var svo hjálparvana, þar sem hún sat og starði út um gluggann. — Hvernig gekk það? — Þeir sögðu, að ég yrði að sanna, að ég gæti boðið henni gott heimili. Og. . . Hún brast í grát: — Þegar maður er ekki giftur, þá. . . Eftir stundarkorn sagði hann: — Það er þá réttast, að þú fáir þér mann, Rósa. Hún horfði á hann stórum augum. — Jimmie! Honum létti. Kannski elskar hún mig meira en krakkann þrátt fyrir allt, hugsaði hann. Um tíma virtist sem Rósa sætti sig við ósigurinn. Hún talaði biturt um „slettirekurnar“ á ætt- leiðingaskrifstofunni. Hún skopaðist jafnvel að öllu saman, og það gerði hann órólegan. — Eg get farið og sagt þeim, að ekki geti ég gert að því, þó konur séu of margar, sagði hún. Það er ekki mín sök, að allir'karlmenn- irnir eru drepnir í fáránlegum styrjöldum. Hann var afbrýðisamur og sagði: — Þú hugsar meira um Jill heldur en mig. Hún hló undrandi: — Vertu ekki barnalegur, Jimmie. — Þú talar ekki um neitt annað en þennan krakka, þú hugsar ekki um annað. — Það er kjánalegt af þér að vera afbrvðisamur úl í aumingja Jill. — Afbrýðisamur? Hver segir, að ég sé það. — Hvað er þá að þér? — Getur þú ekki hætt að tala um þetta? sagði hann og dró hana til sin. Getur þú ekki verið eins og þú varst áður? Það rétta var, að hann var alltaf að hugsa um. hve Rósa væri breytt. Hann minntist hennar, eins og hún var. það var eins og að dreyma aðra konu — itún var svo bre.vtt. . . Þegar hann kom inn og vildi faðma hana að sér ýtti hún honum frá sér og sagði: — Uss, Jimmie, ég verð að setja kartöflurnar yfir. — Mega kartöflurnar ekki bíða aðeins? — Slepptu mér, segi ég! En hann hélt henni fast og fékk koss, koss án hlýju. — Ég þarf að koma verkunum frá, þú varst ekki svona snemma á ferðinni hér áður. — Fyrst klagaðir þú yfir, að ég fengi mér drykk á heimleiðinni, nú skammastu yfir, að ég komi of snemma. — Heyrðu Jimmie, sagði hún eftir stundarþögn, meðan hún flysjaði kartöflurnar. Þér hefði örugglega ekki fallið það, ef ég hefði fengið mér drykk með karl- manni, áður en ég kæmi heim til þín. — Ert þú að hugsa um Perlu? Annars skiptir það engu. — Hvers vegna ekki? spurði hún. Af hverju geta karlmenn leyft sér hluti, sem konur geta ekki? Svona kvenréttindatal ruglaði hann alltaf. Það var svo ólíkt henni, eins og hún var að öðru leyti. Hann sagði bara: — Þú ert afbrýðisöm út í Perlu, það er það, sem er að. Hann langaði til að koma henni til að hlæja, fá hann til að kyssa sig eða grínast svolítið. en hún hugsaði sig vandlega um og sagði stillilega: — Það er auðvelt að verða af- brýðisamur, þegar maður elskar einhvern. — Já, en Perla! hálf hrópaði hann. Hana hefi ég þekkt árum saman. Hver hefur annars sagt þér frá henni? — Þú heldur, að fólk sé blint. sagði Itún dapurlega. Þér kemur ailt svo á óvart. — Jæja þá, en hvernig komst þú að þesi >.? — (). fólk talar. — Og þú trúir því auðvitað? Þögn. Svo sagði hún: Æi, Jimmie, ég vildi óska, að við þyrftum ekki að kýta stöðugt. Það er svo kjánalegt. Þessi viðbrögð gerðu hann ánægðan, og hann tók hana i faðminn og sagði, að hann vildi ekki heldur kýta. En þau héldu áfram að kýta. Hvert einasta samtal endaði með þvi, að þau fóru að munnhöggv- ast, annað hvort um Perlu eða Georg. Einn daginn spurði hann sem oftar: — Af hverju ertu alltaf svona alvörugefin, Rósa? Framhald í næsta blaði. Þetta er einmitt græni liturinn sem ég var að tala um að við fengjum okkur fyrir gluggana í stofunni. BINNI & PINNI \V.t <■/-, er ekki raggeit! Ert þú kannski raggeit? 40. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.