Vikan

Eksemplar

Vikan - 09.12.1976, Side 68

Vikan - 09.12.1976, Side 68
Heimili □□□ Skrifið greimlega SYRPU SKAPAR er islensk framleiósla. AXEL EYJOLFSSON HUSGAGNAVERSLUN SMIÍXJUVEGI 9 KOPAVOGI SIMI 43577 SVRPU SKRPRR NÝ LAUSN Á GÖMLUM VANDA SYRPU SKAPAR eru einingar í ýmsum stæröum og gerðum SYRPU SKÁPAR gefa óþrjótandi möguleika hvar sem er- þú getur alltaf bætt viö SYRPU SKÁP og haldiö samræmi. SYRPU SKÁPAR er lausnin Vinsamlegast sendió mer upplysingar um SYRPU SKAPANA til að gera tilraun til að vinna fyrir þann hóp, sem lenti utangarðs, ef færi gæfist. Reyndar hafa störf mín ekki verið beinlínis fyrir þann hóp, þar sem fangaþjónustan er fyrir fuliorðna menn í flestum tilvikum, en engu að síður koma þeir flestir úr þeim hópi, sem hefur verið van- ræktur á unglingsaldri. HVAÐ VERÐUR UM MINN ÓTTA. Ég spyr Jón, hvernig honum hafi verið innanbrjósts þegar hann kom fyrst í fangelsi sem fangaprestur. — Ég verð að játa, að áður en ég tók við þessu starfi hafði ég aldrei komið í fangelsi. Ég var mjög kviðandi, þegar ég fór í fyrsta skiptið, og fyrst og fremst Iék mér forvitni á að vita, hver mín við- brögð yrðu, hvað yrði um mína fordóma gagnvart þessum mönnum og þessum stofnunum — hvað yrði um minn ótta. Ég geri ráð fyrir, að flestir hafi einhvern ótta af fangels- um. En það er skrýtið, að ég er eiginlega búinn að gleyma því, hver þessi viðbrögð voru, því áður en ég vissi af var ég sokkinn í starfið. Fyrstu árin eyddi ég miklum tima í að kynna mér þær fræðigreinar, sem snerta starfið, einkum afbrota- fræði og fangelsisfræði. Ég fékk tækifæri til að fara til annarra landa og kynnast þar fangelsum og mönnum, sem störfuðu á svipuðum grundvelli og ég. Þegar ég var búinn að sinna þessu starfi í ein tvö ár, þá blossar upp almennur áhugi á fangelsismálum, og það kom m.a. út hefti af Samvinnunni, sem var helgað fangelsismálum. Það var mikið rætt um að gera fangelsi mannlegri og betri. Ég var mjög upptekinn af þessu og tók þátt í þessum umræðum af lífi og sál, en síðan hef ég dregið mig út úr umræðum um fangelsismál, þar sem pendúllinn hefur farið nokkuð í hina áttina — nú eru menn farnir að biðja um meiri fangelsi og segja, að afbrotamennirnir séu orðnir hættu- legri en áður var. Ég hef miklar áhyggjur af þeim breytingum, sem eru að verða á afbrotum íslendinga, þ.e. vaxandi ofbeldisafbrotum. En þetta kemur mér ekki ó óvart, þar sem ég tel, að orsakirnar séu skiljanlegar. Mér finnst, að í allri umræðu um þann óhugnað, sem við blasir, beri allt of mikið á móður- sýki, sem er alltaf óholl, því að móðursýki ruglar dómgreind al- mennings og stjórnvalda, sem hafa alltaf tilhneigingu að fara eftir þvi, sem almenningur segir. Þetta gerð- ist á Norðurlöndum fyrir nokkrum árum, og þá voru byggð mjög óhugguleg fangelsi sem beinn ávöxtur slíkrar móðursýki — fræg fangelsi eins og í Kumla í Svíþjóð, sem allir afbrotafræðingar nútím- ans viðurkenna, að hafi verið alröng stefna. Áhrifin færðust hingað, og það var búið að gera uppdrátt að fangelsi sem var lifandi eftirmynd sænsku fangelsanna. En sem betur fer hefur fjárskortur komið í veg fýrir að þetta fangelsi risi, en því var ætlaður staður við Úlfarsfell. 68 VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.