Vikan


Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 6

Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 6
aftur komin til Beatrice systur sinnar. Þriðji eiginmaður Övu var þeirra frægastur, Frank Sinatra. Þau giftust árið 1951, aðeins viku eftir skilnað Franks við Nancy, fyrstu eiginkonu hans. Þessi frægu hjón, Ava og Frank, voru geysilega um- töluð, og heimurinn fylgdist með hverju þeirra fótmáli, pressan sá um, að ekkert af þeirra gerðum færi framhjá umheiminum og jók að sjálfsögðu eitthvað við. Það væri synd að segja, að þau hafi lifað kyrrlátu lífi, enda bæði skapheit og fræg, og þótt hjóna- bandið entist á pappírnum í tæp sex ár, var það raunverulega búið að vera að minnsta kosti tveimur árum fyrr. Þrátt fyrir allan þennan tíma, sem liðinn er síðan, og þrátt fyrir allt, sem Ava og Frank hafa síðar upplifað, samkvæmt áreiöanleg- um heimildum, hefur pressan enn mikinn áhuga á sambandi þeirra. Þau eru nefnilega ennþá góðir vinir. Sögur ganga um, að þau talist reglulega við í síma og að Ava hafi lykla að heimilum Franks, hvar sem þau sé að finna. Ava neitar þessu, en segir, að þau séu bestu vinir og hittist stundum. Hún fæst sjaldan til að tala við blaðamenn, og þá sjaldan hún gerir það, vill hún sem minnst um Frank Sinatra tala. En geri hún það, ver hún hann með oddi og •gg, segir hann vera dásamlegan mann, sem geri dásamlega hluti og hafi varið miklu fé til llknarmála, svo eitthvað sé nefnt. Hún má ekki heyraJUa-um hann talað og finnst fjölmiðlar hafa gert honum ran'gt til. Blaðamenn virðast ekki með nokkru móti geta sagt neitt gott um Frank, hvað sem hann gerir. Þeir minntust varla á það, þegar hann fór í hljómleikaferð fyrir tveimur árum til að safna fé handa þroskaheftum börnum. i þrjá mánuði ferðaðist hann um ótal lönd og greiddi alla reikninga sjálfur fyrir sig og allt sitt fylgdarlið, farseðla og hótelreikn- inga. Þegar Ava og Frank skildu, brenndi hún fleiri brýr að baki sér og fluttist þá meðal annars til Spánar, þarsem hún bjó í mörg ár. Næturlífið í Madrid hefði verið fátæklegra í þá daga án Övu, en sjálf segir hún of mikið gert úr skemmtanafíkn sinni. Og alltaf stundaði húri vinnu óaðfinnan- lega. Vinsældir hennar sem kvik- myndaleikkonu fóru síður en svo minnkandi. Alls hefur Ava leikið í um 40 myndum, og hún er ekki hætt enn. Fyrir nokkrum mánuð- um lék hún í njósnakvikmynd með Dirk Bogarde, og þeir, sem séð hafa, Ijúka lofsorði á framlag Övu. Að Spánardvölinni lokinni fluttist Ava til London, og þar er nú hennar aðal heimili í fallegri íbúð í Kensington. Hún býr ein, Beatrice systir hennar er hætt að gæta hennar hverja stund, en Ava heimsækir hana oft til Hollywood, og hún fer einnig í heimsóknir til annarra ættingja. Eitt sinn langaði Övu ákafttil þess að eignast barn, en af því gat ekki orðið. Ava saknar þess ekki nú. Hún vill heldur vera ein. Wýrbill... Hazda Nú kynnum vió nýjustu geröina af Mazda: Mazda 323. Þetta er 5 manna bíll byggöur í „hatchback“ stíl, sem sameinar kosti stationbíls og fólksbíls og tryggir um leió frábæra plássnýtingu og formfegurð. Vélarstæröir eru tvær 1000 eöa 1300 cc, í senn aflmiklar og sparneytnar. Gormafjaórir eru á öllum hjólum og tryggir þaö góöa fjöórun á misjöfnum vegum. Sílsar og grinda- bitar eru úr galvaniseruðu stáli, og aðrir undirvagnshlutar eru zinkhúöaöir. Mazda 323 er eins og aðrar geróir Mazda ríkulega búinn aukahlutum. ViÖ fjölyróum ekki meira um þennan nýja bíl en bjóöum ykkur aó koma og skoóa hann hjá okkur, því sjón er sögu ríkari. MAZDA ... mest seldi japanski bíllinn á íslandi í dag. BÍLABORG HF. Borgartúni 29 sími22680 6 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.