Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 41
Hann beið eftir svari, en þetta
„elskan mín” var ekki annað en
uppgerð. Hann sagði elskan mín við
svo margt annað fólk. Reiðin sauð í
mér, vegna þess að hann virtist
enn líta svo á, að ég væri sami
grænjaxlinn og hann hafði verið
trúlofaður, ófær um að standa á
eigin fótum.
,,Ja, ég veit ekki”, sagði ég í
bliðum hæðnistón. ,,Mér finnst
húsið vel staðsett og ég kann því
alls ekki illa að vera ein. Kannski ég
komi til með að búa þarna.”
Það varð algjör þögn, en svo
heyrði ég, að hann dró djúpt að sér
andann. Ég sá fyrir mér útitekið
andlit Michaels, munnurinn opinn
til hálfs, augun uppglennt.
,,Þú...þú ert þá búin að skoða
það?” sagði hann.
„Vitaskuld.”
„Hver fór með þér?”
„Enginn.”
Aftur varð þögn en svo sagði ég:
„Mér er ekki ljós tilgangur þinn
með þessu öllu saman, en þakka þér
engu að síður fyrir. Hins vegar er ég
hrædd um, að þú verðir að segja
þessum væntanlega kaupanda, að
ég ætli mér ekki að selja.”
Michael hló og þegar ég heyrði
þennan nærgöngula hlátur kom á
mig fát. „Það er bara svona,” sagði
hann, en bætti svo við. „Eigum við
ekki að borða hádegisverð saman á
morgun, Alexa? Við Marsalforn-
flóa, sem er hinum megin á eyjunni,
er hótel og þar framreiða þeir
ágætan mat. Gerðu það segðu já.”
Rapa lögregluforingi hafði sagt
mér, að bátur föður míns væri
geymdur við Marsalfornflóa. Ég fór
að hugsa um, hvort Michael vissi
þetta.
Mér til sárra leiðinda bar rödd
mín vott um, að ég var hikandi. .
„Ég veit eiginlega ekki”, sagði ég.
„Bara svona til þess að hreinsa
andrúmsloftiðð,” sagði Michael
.„svo að ég viti, að þú sért búin að
fyrirgefa mér.”
„Jæja, segjum það þá,” sagðiég.
„Gott. Ég hringi þá til þín.
Eigum við að segja klukkan tólf?”
Ég hafði það á tilfinningunni, að
ég væri að fara of mjúkum höndum
um brenninetlu og myndi stinga
mig.
„Allti lagi,” sagðiég, „ogþakka
þér fyrir”.
Fyrir hvað var ég eiginlega að
þakka þessum fyrrverandi unnusta
minum? Þetta hugsaði ég um leið
og ég fór aftur að borðinu. Enn einu
sinni hafði ég gefið honum tækifæri
til þess að valda mér ástarsorg. Það
hlaut að vera eitthvað athugavert
við mig.
Ég tók aftur til við matinn minn,
en tók um leið eftir því, að hr.
Stark var farinn að hnakkrífast
við Randal. Ég þóttist hins vegar
ekki sjá þetta og dreypti á víninu.
Fyrir konu, sem er ein á hóteli, er
matmálstíminn heldur leiðinlegur.
Um leið og ég var búin að borða,
flýtti ég mér út á veröndina og
ætlaði að panta kaffið mitt þangað.
Ekki veit ég, hversu lengi ég
hafði setið þarna og látið mig
dreyma, er maður sagði gott kvöld
við mig. Við borðið mitt stóð
stæðilegur, velklæddur maður. Hr.
Stark var þrátt fyrir allt eini
karlmaðurinn, sem var einn á báti
þarna á hótelinu, og ég var eina
konan. Það var því ekkert ein-
kennilegt, að hann skyldi reyna að
nálgast mig, en mig undraði,
hversu fljótt kom að því.
Framhald í næsta blaði.
/*
Electrolux
aj
ÞVOTTAVÉL
Verð kr. 166.000
Við bjóðum hagstæð greiðslukjör
þ.e. útborgun kr. 66.000 og
eftirstöðvar greiðist á sjö mánuðum.
Vélin tekur 5 kg. af þurrum þvotti.
Vinduhraði 520 snún/min.
..^
VfTTVATT + FÖftTvÍtT m
•VltTVÁri '&l
KUW>«TVÁTT
KUIÖRTVÁÍT
1
EXTftA rÖHTVÁTT t
CXTttA SÁÖUNING 9 CJQ
VUETVÁTT Vio? t----ðOÍ
SVNTET - f(NTVÁn K*Sl C
SYftmtvÁTT XSff t---
C 5 J — C£«tAiru«fMNC c
ARMULA
A
lO.TBL.VIKAN 41