Vikan


Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 16

Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 16
— Þaö kom nú ekki til af góðu. Á meöan við lékum í Storkklúbb- num fengum við opinbert bréf, þar sem okkur var tilkynnt, að silfurmunaverksmiðja í Reykjavík, sem bæri heitið Plútó, hefði einkarétt á þessu nafni. Við urðum alveg standandi hissa, þar sem okkur hafði skilist, að hljómsveitir hefðu leyfi til að taka sér hvaða heiti sem væri, án þess að nokkur amaðist við því. Við vorum því engan veginn sáttir við að þurfa að breyta nafninu, en ákváðum að skrifa Plúdó í staðinn fyrir Plútó til þess að koma til móts við ósk silfurmunaverksmiðjunnar. En það var engan veginn samþykkt, og þegar við héldum áfram að auglýsa okkur sem Plúdó, var okkur stefnt og málið tekið fyrir hjá hæstarétti. Við urðum að láta í minni pokann og vorum dæmdir til að leggja Plúdónafnið niður og borga málskostnað. Plúdó var ekki tekið til greina á þeim forsendum, að linmælgi væri of útbreidd til þess að greina mætti mun á Plútó og Plúdó í talmáli. Þá breyttum við nafninu i Lúdó. Stuttu eftir þetta vorum við ráðnir til að leika í Þórskaffi og vorum Lúdó-sextett í 6 ár, eða til ársins 1967. ÞURFTI FORSETALEYFI Fylgdi því ekki óregla að starfa í hljómsveitum í gamla daga? Jú. það er aldrei hægt að koma í veg fyrir óreglu í hljóm- sveitarbransanum, en ég hafði vit á því að standast freistingarnar eftir megni til þess að heltast ekki úr lestinni. Ég gifti mig líka snemma, eða á meðan ég söng í Þórskaffi, og þá tók alvaran við. — Þá var ég bara 19 ára, en hann tvítugur, bætir kona Stefáns við, enda þurfti hann forsetaleyfi til að ganga í það heilaga. — Flvað tók við, eftir að þú hættir að syngja með Lúdó? — Þá slóst ég í lið með sextett Jóns Sigurðssonar um tíma, en 1971 bauð Elfar Berg mér að syngja með hljómsveit sinni á Keflavíkurvelli, og ég þáði það. Árið 1972 var nafni hljómsveitar hans breytt í Robots, þar sem við lékum eingöngu á Vellinum. Þar söng ég, þangað til ég sameinað- ist Lúdó á ný. Áður en ég gerði það höfðu gömlu Lúdó-Plútó félagarnir leikið um skeið í Átthagasal Hótel Sögu undir nafninu Þyrnar, sem við lögðum niður fljótlega og tókum upp gamla nafnið Lúdó og Stefán. FLESTIR VILJA FLJÓTLÆRÐ LÖG — Hvað heldur þú, að hafi orsakað vinsældir plötunnar? - Ég held, að flestir vilji hlusta á einföld og fljótlærð lög, þegar þeir eru að skemmta sér, svo að vinsældir plötunnar hljóta að liggja í einfaldleik laganna. Lögðuð þið mikla vinnu i þessa plötu? - Nei, ekki gerðum við það nú, enda er starfið í hljómsveitinni aukastarf hjá okkur öllum, og þess vegna gafst lítill tími til æfinga. - Ertu ekki orðinn þreyttur á að LÚDÓ OG STEFÁN LÚDÓ OGSTEFÁN ÚTI ÁT.IÁX ÞO | ti/vLLÓ I KáiiiiAK i:i= i?o '/mm\ l'ÓSII' ÉG ER GLATAOUR ÁN ÞIN GLMMI 0G eílT/IRIíMM j BLÁBERJA - GULUO Á RAUFARHÖFN LAUT NC/LTLODID I GDJIDA SG-hljómplötur óska Lúdó og Stefáni til hamingju með vinsælustu og söluhæstu hljóm- plötuna, sem út kom með íslenzkri danshljómsveit árið 1976. Athygli hinn fjölmörgu aðdáenda Lúdó og Stefáns um land allt, er vakin á því, að önnur plata er í undirbúningi með enn fleiri skemmtilegum lögum og góðum íslenzkum textum. SG-hljómplötur 16 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.