Vikan


Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 10

Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 10
PÓSTlRim GEFM UPP Á MILLI BARNA Kæri Póstur! Mig langar að leita ráða hjá þér. Ég á þrjú eldri systkini og eitt yngra, og mér finnst pabbi og mamma gera upp á milli okkar. Til dæmis finnst mér mamma og eldri systir mín eiga mjög vel saman, þær eru alltaf að tala eitthvað saman, en mamma virðist engan áhuga hafa á mér. Hún hjálpar systur minni oft með heimanám, en segir, að ég geti bara lært sjálf. Þegar ég segi, að mérfinnisthúnalveg einsgetatalað við mig og að hún geri upp á milli okkar, þá verður hún vara vond og segir, að það sé bölvað bull í mér. Mérþykirvænt um mömmu, og ég vilgetatalaðviðhana. Hvaðáégað gera? Hvernig er skriftin? Lina Langf/estum hefur einhvern tíma fundist þeir hafðir útundan, þegar þeir voru börn, ekki síst þeir, sem aldireru upp í stórum systkinahópi. Yfir/eitterþað á misskilningi byggt, þvi það er í rauninni ákafiega sjaidgæft, að foreidrar geri upp á millibarna sinna. Hitt er annað mái, að þeir geta átt fleira sameiginlegt meðeinubarnienöðru, oghvaðþig snertir, ermálið áreiðanlega þannig vaxið, að systir þín og móðir eiga fleira sameiginlegt eins og er. Þegar þú verðureldri, kemur röðin eflaust að þér. Þú ert ákaflega ung ennþá, en þú getur huggað þig við, að flestir hafa orðið að ganga i gegnum svipað og þú. Ég he/d þú ættir bara að trúa mömmu þinni, þegar hún segir, að þetta sé bull I þér. Skriftin er jöfn og falleg. SAGÐI HONUM UPP Elsku Póstur! Ég skrifa þér, af því nú er ég í ferlegum vandræðum. Ég var með strákiáföstu ídálítinntíma ísumar, ensvosagðiéghonumupp. Núveit égeiginlegaekkiafhverju, þvíégsé alveg ferlega eftir honum. Ég veit bara ekki, hvað ég á að gera til að ná í hann aftur. Hann er nefnilega kominn á fast með annarri stelpu, en ég held kannski, að hann sé ennþáeitthvaðhrifinnaf mér. Hvað finnst þér ég geta gert? Hvernig eiga saman hrútur (stelpa) og steingeit (strákur)? Hjálp! Eva Það verðurannað hvort himnaríki eðahelvíti, allteftirþví, hvernigþér gengurað brjóta odd af oflæti þínu, segir í stjörnuspá ástarinnar um samband hrúts og steingeitar. Mér er hins vegar vandi á höndum að ráðleggja þér eitt eða neitt I sambandi við þennan strák. Ertu svo a/veg viss um, að þú sért hrifin af honum? Getur ekki hugsast, að þú hafir bara orðið svolítið afbrýðisöm, þegar hann náði sér fljótlega í aðra, eftir að þú sagðir honum upp? Reyndu bara að snúa huga þínum eitthvert annað. ÓREGLULEGAR BLÆÐINGAR Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Mér finnst margt gott í Vikunni, en nú er eiginlega ekki orðinn nokkur friður með hana fyrir krökkunum, síðan öll heilabrotin komu. Jæja, en ég ætlaði nú að spyrja þig að svolitlu, sem ég hef ekki þorað að reyna að komast að annars staðar. Ég er orðin þrettán ára, og allar mínar vinkonur eru byrjaðar á túr fyrir löngu. Ég fékk blæðingar í fyrsta skipti á ágúst og svo ekki aftur fyrr en um áramótin. Geta svona ungar stelpur fengið krabbamein í leg? Hvernig er skriftin? S.S.P. B/æðingar eru oft mjög óreglu- legar hjá stúlkum í fyrstu, og hjá mörgum kemst ekki regla á þær, fyrr en þær hafa fengið /æknis- aðstoð. Hins vegar held ég það sé engin ástæða til þess fyrir þig að leita læknis, nema þú hafir þrautir eða óeðlilega útferð. Hikaðu þó aldrei við að leita læknis, ef þú ert eitthvað kvíðafuH. Það er ástæðu- laust fyrirþig að óttast krabbamein, þótt mér detti ekki í hug að taka fyrir, að allt getur gerst I þeim efnum. Skriftin er gjörsamlega ómótuð ennþá. 10 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.