Vikan


Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 11

Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 11
HVERSU ÞUNGAR? Við erum hér tvær stelpur, sem erum að verða 15 ára og í kringum 170 sm á hæð. Geturðu sagt okkur, hvað við eigum að vera þungar? Svo langar okkur auð- mjúklega til að þú segir okkur, hvaða merki passa best og verst við hrútinn og meyjuna. Hvað lestu úr skriftunum? XogZ. Æski/eg þyngd fólks fer ekki bara eftir hæðinni, heidur einnig beinabyggingunni. 170 sm háar grannvaxnar konur eru hæfiiega þungar um 59 kg. 63 kg eru aftur taiin æskiieg þyngd fyrir konu, sem er svona í meðallagi, hvað beinabyggingu snertir, en krafta- lega vaxin kona af þessari hæð getur verið 66 kg að þyngd, án þess að virðast of feit. Naut og Ijón eiga einna best við hrútinn, en ekkert merki á sérstak/ega illa við hann. Krabbi og steingeit eru einna æski/egustu merkin fyrir meyjuna, en hún ætti að forðast sitt eigið merki, því s/íkt samband fær ekki góða einkunn. Skriftin: G. G. má ef til vill vara sig á þvi að líta mjög stórt á sig, en framtaks- semi hennar og dugnaöur á vissulega eftir að koma til góða. B. H. J. er vingjarnleg og ti/lits- söm eftir skriftinni að dæma. ALLTAF AÐ ROÐNA Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt góða efnið í Vikunni, eins og til dæmis framhaldssögurnar og Póstinn. En ekki veit ég til hvers þið eruð eilíflega með þetta bílakjaftæði. Hafa einhverjir áhuga á þessu? En ég ætlaði fyrst og fremst að spyrja þig að því, af hverju maður roðnar stundumsvonasvakalega. Það má bara varla yrða á mig, þá roðna ég. Mérfinnst þetta alveg ferlegt, en ég er ekkert svo ægilega feimin. Er eitthvað hægt að gera við þessu, eða verð ég alltaf svona? Góði Póstur, segðu mér eitthvað um þetta. Verst af öllu er, þegar strákarnir stríða mér. B.S.G. Við höldum endilega, að margir hafi áhuga á þessu bllakjaftæöi okkar, eins og þú orðar það svo fallega. Annars værum við ekki með það. Þú hlýtur nú að vera dálítið feimin, úr því þú roönar svonaauðveldlega. Annarserþetta áreiðanlega ekkert hættulegt. Uttu bara I kringum þig meðal jafnaldra þinna og taktu eftir því, hvort þau eiga ekkikannski við svipað vanda- mál að strlða. Þetta er nefnilega mjög algengt meðal unglinga og eldist yfirleitt af öllum. Og hæfilegur kinnroöi er reyndar ekkert til að skammast sín fyrir. Katrín Óladóttir, Ásgarði 25, Reykjavik óskar eftir pennavinum á aldrinum 14—16 ára. Lorrell Brady, 424 Burroughs, Flint, Michigan, U.S.A. 48507 er 33 ára gömul húsmóðir, móðir þriggja barna og bókhaldari að atvinnu. Hún vill gjarna eignast íslenskar pennavinkonur, skrifar á ensku og hefur mestan áhuga á bréfaskriftum og frímerkjum. S. Jóna Jónasdóttir, Móabarði 6 B, Hafnarfirði óskar eftir penna- vinum á aldrinum 14—15 ára. Ha/la Hjör/eifsdóttir, Er/uhrauni 11, Hafnarfirði óskar eftir penna- vinum á aldrinum 14—15 ára. Sólrún Isfjörð, Hverfisgötu 12, Siglufirði er á sautjánda ári og langar að komast í bréfasamband við stáka á aldrinum 16—20 ára, svarar yfirleitt öllum bréfum. Áhugamál: Poppmúsík, bréfa- skriftir, dans og fleira. Ragnhildur Friðriksdóttir, Hafnar- stræti 85, Akureyri vill skrifast á við krakka á aldrinum 15—17 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Svarar öllum bréfum. Hulda Jónsdóttir, Héraðsskólan- um Núpi, Dýrafirði óskar eftir pennavinum á aldrinum 14—17 ára. Sesselja Garðarsdóttir, Héraðs- skólanum, Núpi, Dýrafirði óskar eftir pennavinum á aldrinum 14-17 ára. Kristín Sigurðardóttir, Þórhóls- götu 6, Neskaupstað vill skrifast á við stráka á aldrinum 13 — 15 ára. Ólöf Marla Sigurðardóttir, Þór- hó/sgötu 6, Neskaupstaö vill skrif- ast á við stráka á aldrinum 13—15 ára. Guðrún Brynjarsdóttir, Ekrustlg 6, Neskaupstað vill skrifast á við stráka á aldrinum 13 — 15 ára. Pilurúllugardínur Framleiðum eftir málx. Mikið úrval af einlitum og mynstruðum efnum. Pílu rúllugardínur draga úr hita og upplitun. Glampinn Suðurlandsbraut 6, sími 83215- 10. TBL.VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.