Vikan


Vikan - 10.03.1977, Page 12

Vikan - 10.03.1977, Page 12
f eldhúskróknum Það er kvöld. Börnin sofnuð, bóndinn farinn á fund og ég sest niður til að slappa af. Eins og svo oft áður, lít ég í huganum yfir liðinn dag til að sjá, hverju ég hafi nú áorkað. Og eins og svo oft áður, er dagsverkið hvergi sjáanlegt. Óloknum verkum hefur fremur fjölgað en fækkað. Það er á svona dögum.sem heimakonan á bágt. Minni- máttarkenndin læsist um hana, og spurningunum skýt- ur upp í kolli hennar, einni af annarri: Hvað hefurðu eigin- lega verið að gera? Gastu ekki einu sinni þrifið baðherberg- ið? Sérðu ekki, að það er hægt að teikna á rykið á stofuskápnum? Og hvernig stendur á að ullarsokkarnir og vettlingarnir eru jafn óhreinir og í gær? Ertu gersamlega ófær um að gera þetta litla, sem þú hefur tekið að þér að annast? Já, það lítur ekki út fyrir annað, því það er ekki eins og ég hafi legið í leti allan daginn. Ég er búin að vera á hlaupum frá því klukkan hálf átta í morgun, upp og niður stiga, og hefði verið settur á mig skrefmælir, hefði hann líklega sýnt margra daga meðalskokk. Dagurinn hefur farið í að þvo og klæða, hafa til morgunmat, búa um rúm, klæða í galla, arka út í búð, koma heim, klæða úr, hjálpa á kopp, hafa til mat, þvo upp, vinda bleyjur, lesa æfintýri, klæða í galla, fara út á róló, ganga hring í hverfinu, koma heim, klæða úr, hafa til mjólk og brauð, leika sáttasemjara, elda matinn, baða tvo búka, gefa þeim að borða og koma þeim í háttinn, þvo upp — og setjast niður. Inn á milli hef ég skriðið um gólfið, tínt upp legokubba og annað dót og ryksugað mestu mylsnuna — og talað smávegis í símann, líflínu heimakonunnar. Og nú, þegar ég sit hér í eldhúskróknum, segi ég við sjálfa mig að ég hljóti að geta skipulagt tímann betur og „komið einhverju í verk," eins og það heitir. Það er bara að fá sér blað og blýant og byrja að skipuleggja. Einhvers staðar í pússi mínu á ég grein úr dönsku blaði, þar sem nafntogaður húshaldsráðgjafi fjallar um skipulag í heimilis- haldi. Það er best að hafa hana til hliðsjónar. í þessari grein er maður strax minntur á, að alvarleg- asta skyssan, sem nokkur heimakona geti gert, sé að setjast niður með kaffibollann og árdegisblaðið, strax og bóndinn og börnin eru farin í vinnu og skóla. Leyfi hún sér slíkan ósið, sé hún komin út á ógæfubraut, sem ekki verði komist af þann daginn. Tíminn hlaupi frá henni, hún dragist aftur úr með húsverk- in og verði súr og skapill það semeftirer dagsins. Nei, hún á hvorki að hugsa um kaffi né blað heldur taka til óspilltra málanna. Takist henni að Ijúka störfum samkvæmt stundaskrá má hún verðlauna sig með kaffibolla og blaða- lestri í miðdegishléinu. (Held- ur finnst mér það mikil harð- neskja að taka svona af manni einn helsta munaðinn, sem heimaveran býður upp á — eða hvað finnst ykkur?). Jæja, en hvað segir svo stundaskráin. Við gerð henn- ar á að skipta verkunum í þrjá flokka. Það sem gera þarf á hverjum degi, það sem gera þarf einu sinni í viku og það sem gera þarf öðru hverju. Fyrsta spurningin, hvað gera þurfi á hverjum degi, setur mig strax í vanda. Mér verður litið niður fyrir mig, á eldhúsgólfið. Þarsé ég dökka bletti, líklega kaffibletti, og ský hér og þar. Og þó þvoði ég gólfið í gær. Ég hefði helst átt að þvo það aftur í dag, því eldhúsið verður aldrei snyrti- legt, nema gólfið sé þvegið á hverjum degi. En hvað þarf að þvo eldhúsgólf oft er annað mál. Það má jafnvel segja, að það þurfi ekki að þvo gólfið, fyrr en það nálgast að vera „heilsuspill- andi." Svona reynist það meðfleira. Ég get ómögulega komist að niðurstöðu um hvað þurfi að gera á hverjum degi — umfram að breiða yfir rúmin, hafa til mat og þvo upp. Þá eru það vikulegu störf- in. í greininni er m.a. sett upp hugsanleg stundatafla fyrir heimakonu með tvö lítil börn, og hún ætti því að geta hentað mér. En lestur hennar er langt frá að vera uppörv- andi. Heimakonan á að vera á kafi í húsverkum alla virka morgna og síðdegis sömu daga, nema miðvikudaga. Þá á hún að gera eitthvað skemmtilegt, t.d. prjóna, hekla eða fara í gönguferð með börnin. Til huggunar er manni sagt, að það sé óhætt að bregða út af stunda- skránni eftir þörfum. En fer þá ekki allt úr skorðum? Og eltir þá sektartilfinningin ekki heimakonuna, rétt eins og hún gerði á skólaárunum, ef maður kom of seint og fékk S í kladdann, svo ekki sé nú talað um ef maður skrópaði og fékk Fj...? I umræddri grein er líka bent á leið til að gera heimilis- störfin að eins konar spenn- andi happdrætti. Heimakon- an tekur nokkra litla miða, skrifar „gera við föt" á einn, „taka til í eldhússkápnum" á annan, „þvo glugga" á þann þriðja o.s.frv., rúllar þeim upp og setur í vasa eða krukku inni í stofu. Á hverjum morgni, að loknum „föstum liðum" fer heimakonan svo full eftirvæntingar inn í stofu og dregur einn miða og byrjar syngjandi sæl og glöð á verkefninu, sem hún fær. Happdrættislánið hefur ekki leikið svo við mig hingað til, að ég þori að leggja út í svona heimilishappdrætti — því ég er nokkurn veginn viss um að fyrsta góða vordaginn fengi ég miðann „taka til í eldhús- skápnum," og aðra miða í samræmi við það. Hrædd er ég um, að svona vinnulög eigi ekki við mig, enda eru þetta nánast þræla- lög og taka ekkert tillit til ástæðunnarfyrir því, að ég er heimakona — þ.e. barnanna. Ég held, að þegar allt kemur til alls, kunni ég betur við gamla lagið, að gera húsverk- in, þegar mér og börnunum hentar. Verkefnunum, sem ég náði ekki að sinna í dag, er hvort sem er alveg óhætt. Þau bíða eftir mér. Þ.Á. 12 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.