Vikan


Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 17
eyða flestum kvöldum á danshús- um? — Nei, ekki mjög, enda leikum við aðallega á árshátíðum og sjáum alltaf ný og ný andlit, og það er tilbreyting í því. — Annars er ekki óalgengt, að aðrir líti á starf í hljómsveit sem skemmtun en ekki vinnu, segir Oddrún. Ég var til dæmis oft spurð, þegar Stefán vann ein- — Þaö er aldrei hægt aö koma í veg fyrir óreg/u i h/jómsveitar- bransanum, en ég hafði vit á því aö standast freistingarnar eftir megni til að heltast ekki úr lestinni göngu við sönginn: ,,En hvar vinnur hann þá?" Gunnar, 12 ára sonur Stefáns, fylgist spenntur með dægurlög- um, en þegar hann er spurður, hvernig honum líki aö eiga pabba, sem syngur vinsælasta lagið meðal jafnaldra hans, segir hann, að það sé ekkert gaman, því að margir eigi til að stríða sér. — Sumir snúa sér við og syngja Ölsen-Ólsen á eftir mér. Svandís dóttir Stefáns, sem er 14 ára, segist alveg hafa farið í kerfi eitt skiptiö I dansskólanum, þegar danskennarinn spurði hana, hvort henni væri ekki sama, þótt leikið yrði lag af plötunni. OFT ÆTLAÐ AÐ HÆTTA — Hvað gerið þið í frístundum? — Það er nú lltill tími fyrir mig, segir Stefán. Ég vinn við af- greiðslustörf í Ræsi hf. og syng á kvöldin, svo að það eina sem ég geri raunverulega í frístundum, sem eru mjög fáar, er að horfa á sjónvarpiö. Ég hef oft ætlað mér að hætta að syngja, en einhvern- veginn verður aldrei neitt úr því. Enda kann ég í raun og veru betur við mig í hljómsveit núna en í gamla daga, kannski vegna þess að ég tek það ekki eins hátíðlega og þá. — Er önnur plata í bígerð hjá Lúdó? — Já, reyndar, en hvenær hún kemur út eða hvernig hún verður get ég ekkert sagt um núna. Það kemur allt í Ijós. Á.K. CLINT EASTWOOD Á AÐ LEIKA MILJÓNA- MÆRINGINN HOWARD HUGHES FYRRVER- ANDI EIGIN- KONA HUGHES, TERRY MOORE, FJÁRMAGN- AR FYRIR- TÆKIÐ. Clint Eastwood fær hér skemmti- legt hlutverk. Flest ykkar hafa heyrt talað um margmiljónerann Howard Hug- es, sem nýlega er látinn. Um hann hafa spunnist margskonar sögusagnir, sem erfitt er að henda reiður á, vegna þess að hann lokaði sig af síöari ár ævi sinnar og umgekkst ekki nema fáeina útvalda. Hann var kvænt- ur fimm sinnum og hafði síðar ekki samband við fyrrverandi konur sínar, m.a. af því að hann var haldinn ótrúlegri hræðslu við bakteríur og vírusa. Nú hefur fyrrverandi /'eigin- kona hans, Terry Moore ákveðið að láta gera kvikmynd um ævi hans og það er leikarinn Clint Eastwood, sem á að leika Hughes. Hann hvarf af vettvangi árið 1955, og eftir það vissi enginn með vissu hvar hann hélt sig, sumir sögöu I Mexíkó og aðrir sögðu f Alaska. Howard Hughes á slnum yngri árum áður en hann hvarf sjónum manna. Hughes var á unga aldri myndarlegur, ríkur og ágætlega gefinn. Hann var sonur olíu- spekúlants í Texas og allt sem Hughes kom nálægt færði honum peninga. Hann átti flug- félagið TWA, þar til hann seldi það fyrir tíu árum. Hann átti sjónvarpsstöðvar og kvikmynda- ver. Stúlkurnar voru allt í kringum hann. Snúum okkur nú að leikar- anum Clint Eastwood. Hann lék í fjölda sjónvarpsleikrita, en fékk aldrei aðalhlutverk. Einn góðan veðurdag datt ítölum það snjall- ræði í hug að hefja framleiðslu á kúrekamyndum, og þá varð Clint Eastwood fyrir valinu sem aðal- hetjan. Ameríkanar áttuðu sig senn á því, að þarna var á ferðinni stórstjarna, sem þeim hafði yfirsést. Þegar hann kom aftur heim fékk hann hlutverk í myndum á borð við 4,Arnar- hreiðrið" og ,,Hinn friðlausi." Hann segir um þetta nýja hlutverk: ,,Þetta er allt öðru vísi hlutverk en ég hef áður fengist við, en ég hef litlar áhyggjur af því — það ætlast til þess af leikurum að þeir geti brugðið sér í allra líki." Clint Eastwood er heilbrigður maður með báða fætur á jörð- inni. Hann hefur öfugt við Hughes látið sér nægja að kvænast einni konu og hjóna- bandið er farsælt. Um frægðina hefur hann þetta að segja: — Ég hef notið lífsins í ríkum mæli og hef enga ástæðu til að láta frægðina stíga mér til höfuðs. Ég gleðst að sjálfsögðu yfir velgengni, en ég veit að dæmið getur snögglega snúist við og ég hef átt mínar erfiðu stundir eins og aðrir. 10. TBL.VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.