Vikan


Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 20

Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 20
Framhaldssaga eftir H.G.WELLS ,,Svei mér,” sagði hann, ,,ef þessi staður er ekki eins slæmur og Gower Street — með sínum kött- um! „Montgomery,” sagði ég, ,,hvaða kvikindi var það, sem elti mig? Var það skepna, eða var það maður? ,,Ef þér sofið ekki í nótt,” sagði hann, verðið þér vitskertur á morg- un! Ég stóð upp fyrir framan hann. ,,Hvaða kvikindi var það, sem elti mig?” spurði ég. Hann leit heiðarlega í augu mín og teygði munninn á ská. Augu hans, sem höfðu andartaki áður virst fjörleg, urðu daufleg. „Eftirfrásögnyðar að dæma”, sagði hann, „held ég helst, að það hafi verið vofa”. Ég fann til ákafrar gremju, sem þó hvarf strax aftur. Ég fleygði mér i stólinn aftur og þrýsti höndunum á ennið. Púman byrjaði aftur. Montgomery gekk í sveig til min og lagði höndina á öxl mér. „Sjáðu nú til, Prendick”, sagði hann, „ég hafði engan rétt til að láta yður flækjast til þessarar bjánalegu eyjar okkar. En það er Copyright the Executors of the Estate of the late H. G. Wells. EYJfS DR.MOREfiUS ekki eins slæmt og yður finnst það vera, maður minn. Taugar yðar eru komnar í megnasta ólag. Ég skal gefa yður dálitið, sem mun veita yður svefn. Þetta...mun verka í margar klukkustundir. Þér blátt áfram verðið að sofna, að öðrum kosti ber ég ekki ábyrgðina”. Ég svaraði ekki. Ég laut áfram og huldi andlitið í höndum mér. Brátt kom hann aftur með litið mál, sem i var dökkur vökvi. Þetta fékk hann mér. Ég drakk það án mótþróa, og hann hjálpaði mér upp í hengirúm- ið. Þegar ég vaknaði, var kominn bjartur dagur. Stundarkorn lá ég endilangur og starði á þakið uppi yfir mér. Ég tók eftir því, að sperrurnar voru gerðar úr viðum skips. Svo sneri ég höfðinu og sá máltið, sem beið min tilbúin á borðinu. Ég fann, að ég.var hung- raður og bjóst til að klifra niður úr hengirúminu, sem af hinni mestu tillitssemi sá fyrir ætlun mína, snerist við og landaði mér á fjórum fótum á gólfið. Ég stóð upp og settist að snæðingi. Ég hafði þyngslatilfinn- ingu í höfðinu, og mundi í fyrstu mjög’óljósteftir því, sem hafði gerst kvöldið áður. Morgungolan, sem barst inn um glerlausan gluggann, var mjög þægileg, og bæði hún og maturinn áttu sinn þátt í þeirri dýrslegu þægindakennd, sem ég naut. Bráðlega opnuðust dyrnar að baki mér, það er að segja dyrnar, sem vissu inn að garðinum. Ég sneri mér við og sá andlit Montgomerys. „Er allt í lagi?” sagði hann. „Ég hef hræðilega mikið að gera”. Og hann lokaði dyrunum. Síðar komst ég að því, að hann gleymdi að læsa þeim aftur. Svo mundi ég eftir svipnum á andliti hans kvöldið áður, og þá mundi ég um leið eftir öllu því, sem á daga mína hafði drifið. Og þegar ótti minn var kominn aftur, kom óp að innan. En í þetta skipti var það ekki óp frá púmu. Ég setti frá mér bitann, sem var kominn að vörum mínum, og hlustaði. Þögn ríkti, að undan- skildu hvísli morgungolunnar. Ég fór að halda, að eyru mín hefðu blekkt mig. Eftir langt hlé fór ég aftur að borða, en hlustaði samt enn eftir hverju hljóði. Bráðlega heyrði ég eitthvert annað hljóð, sem var mjög dauft og lágt. Ég sat sem steini lostinn í sömu stellingum. Þótt hljóðið væri dauft og lágt, snart það mig dýpra en allt það, sem ég hafði hingað til heyrt af svivirðingunni hinum megin við vegginn. í þetta sinn lék enginn vafi á um eðli hinna dimmu, slitróttu hljóða, alls enginn vafi um það, frá hverjum þau komu; því að þetta voru stunur og inn á milli kjökur og angistarandköf. I 20 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.