Vikan - 10.03.1977, Síða 38
STJÖRNUSPÁ
llrtílurinn 2l.mar% 20.Hpril >auliA 2l.;ipríl 2l.mai
Ttiburarnir 22.mai 2l.júni
Þessi vika verður þér
alveg óvenjulega
góð. Margt mun ger-
ast, sem lífgar upp á
tilveruna og gefur
gráum hversdags-
leikanum ofurlítinn
lit. Hugsanleg ástar-
ævintýri.
Krabhinn 22. jt'nií 2.1. júli
Ekki er laust við, að
það ríkti töluverð
eftirvænting og
spenna, bæði í einka
lifi þínu og starfi. Þú
munt sleppa vel frá
þessari viku, ef þú
hugsar um eigin hag.
Það er mest undir
sjálfum þér komið,
hvort þessi vika
verður hagstæð eða
ekki. Ef þú tekst
kröftuglega á við þau
verkefni, sem bíða
þín, færðu mörg góð
Slcingcilin 22. dcs. 20. jan.
Það eru margir, sem
eiga erindi við þig,
og þú þarft að snúast
mikið í annarra
þágu. Þú ættir ekki
að taka neinum til-
boðum, nema hugsa
þig vandlega um.
Það verður ýmislegt
upp á teningnum í
þessari viku, þótt
það verði ef til vill
ekki allt jafn
skemmtilegt. í heiid-
ina ætti þessi vika þó
að verða skemmti-
leg.
1-júniA 24.júlá 24.:igúM
Ef þú verður snar í
snúningum, muntu
geta hrundið í fram-
kvæmd áformum,
sem þú hefur lengi
haft áhuga á. Gættu
þess að láta ekki
tómstundagamanið
sitja í fyrirrúmi.
Þú verður að taka á
honum stóra þínum,
ef þú ætlar að bera
eitthvað úr býtum i
þessari viku. Undan-
farið hefur alltof
mikil deyfö verið yfir
þér. Hristu af þér
slenið.
* íJ-'jpy.
Valnsbcrinn 2l.jan. lú.fcbr.
Þú hefur heppnina
með þér í sambandi
við máí, sem flestir
töldu hið mesta glap-
ræði. Áhugi þinn
á tómstundastarfi,
sem þú lagðir stund
á áður fýrr, vaknar á
ný.
Það gengur á ýmsu í
byrjun vikunnar, en
þegar líður á hana,
mun aftur komast
kyrrð á. Þú munt
eiga fullt í fangi með
að leysa verkefni,
sem þér hafa verið
falin.
Vikan verður ekkert
sérstaklega spenn-
andi að þessu sinni.
Ágætt er því að hvíla
sig vel og njóta
heimilislífsins. Um
helgina gæti orðið
nokkuð gestkvæmt
hjá þér.
lloi!maAurinn 2-l.nói. 21.dcs.
Þessi vika verður
mjög erilsöm. Þú
munt eiga mjög ann-
ríkt, ekki aðeins
heima fyrir, heldur
við að hjálpa vinum
þinum. Upp úr helg-
inni færðu óvæntar
fréttir.
l iskarnir 20.ícbr. 20.mars
Þú munt eiga mjög
þægilega daga í
vændum. Þú virðist í
góðu jafnvægi og ert
þvi vel búinn undir
smávegis mótlæti.
Þú eyðir nokkru af
tíma þinum til ónýt-
is.
hugsaði með mér, að best væri að
taka þetta lok til handagagns. En
það reyndist þá vera óvenju þungt
og ég snéri því undrandi við. Þegar
til kom var þetta hins vegaii ekkert
aflóga lok, heldur málverk í við-
arramma. Myndin var máluð í olíu
og var af konu, sem sat á ósköp
venjulegum tréstóli.
Hún var í bláum kjól með löngum
ermum og axlirnar voru sveipaðar
svörtu sjali, en fíngerðar hendumar
hvíldu i kjöltu hennar. Svipur
hennar bar vott um undirgefni,
litaraftið rauðleitt, munnurinn lítill,
varirnar samankipraðar og ákafinn
næstum þvi þrúgandi. Liklega voru
það augun, sem höfðu þessi áhrif.
Ég leit nánar á málverkið og sá,
að annað augað virtist hálf
ráðleysislegt, en hitt íhugult. Á
veggnum fyrir aftan konuna var lítil
mynd í svörtum ramma.
Myndin var undirrituð i hvítum
lit, stafagerðin hringlaga og bar
vott um’ barnslegan einfaldleik.
Modigliani! Ég varð furðu lostin.
Þó að þetta virtist vera frummynd,
þá var óhugsandi, að faðir minn
hefði haft ráð á sliku. Þetta hlaut
því að vera mjög góð eftirlíking,
nema auðvitað að hann hafi alls
ekki átt þessa mynd. En hver gæti
þá hafa skilið hana eftir í húsinu.
Ég var í senn ringluð og hrædd.
Var það hugsanlegt, að maðurinn á
bifhjólinu hefði komið til þess að
sækja myndina, eða kannski skila
henni? En svo flaug'mér í hug, að
sjálfsagt væri þetta einungis ein-
hver úr sveitinni, kominn til þess að
snuðra í kringum húsið.
Ef faðir minn hefði átt þessa
mynd, þá yrði hún mín eign, þegar
búið væri að ganga frá öllum
formsatriðum. A hinn bóginn, ef
faðir minn hafði ekki útt þessa
mynd, þá myndi eigandinn að öllum
líkindum láta frá sér heyra.
Ég fór aftur yfir í álmuna, sem
búið var að endurbyggja og
sVípaðist um eftir góðum felustað
fyrir'jnálverkið. Mér gast raunar
ekki aðv- þeirri hugmynd að skilja
það eftir -í mannlausu húsinu, en
enn verra væri að taka það með
heim á hótel.
Ég hleypti brúnum og undraðist,
að engir skápar skyldu vera þarna.
Síðan lagði ég málverkið frá mér
og kíkti ofan í stóra viðarkistu. í
henni var einhver fatnaður og
teppi. Ég gæti svo sem sett mál-
verkið neðst í þessa kistu, en
þetta var þó engan veginn öruggur
felustaður.
Einhvers staðar hlutu að vera
skápar fyrir heimilistæki, sjálfsagt í
einhverju af óuppgerðu herbergj-
unum. Eða þá garðhús. Athugun
mín á hinum hluta hússins hlaut að
hafa verið flaustursleg, en ég
ætlaði ekki að endurtaka hana.
Þegar ég lokaði kistunni aftur
varð af hinn mesti hávaði. Þótt ég
vissi að ég sjálf gerði þetta, hrökk
ég samt í kút, og ég skammaðist
mín fyrir að vera svona hræðslu-
gjörn. Mér fannst ég heyra hljóð að
utan og leit í kringum mig, átti
jafnvel von á, að einhver hefði
gætur á mér. En það var engan að
sjá.
Loksins fór ég með málverkið
aftur í herbergið þar sem ég hafði
fundið það, stillti því upp á sama
lítið áberandi máta og það hafði
verið áður. Þegar allt kom til alls,
þá hafði ég upphaflega haldið þetta
vera lok af pappakassa.
Um leið og ég steig upp í bílinn
varð mér litið í spegilinn og ég sá
hvar maður gekk hægt í áttina til
mín. Þessi óboðni gestur dró svo
sem ekki úr taugaæsingnum.
Randal Jarvis vissi að ég hafði
komið auga á hann, enda hlutu
óeðlileg viðbrögð mín að vera
áberandi. Hann stóð með hendur á
mjöðmum sér og horfði á mig
andartak, áðuren hann gekk yfir að
bílnum.
,,Þú hefðir ekki átt að koma
hingað ein Alexa”, sagði hann í
gegnum opinn gluggann.
Ég leit á hann og reyndi að geta
mér þess til hvað lægi að baki
rannsakandi augnaráði hans, Hann
var hins vegar hinn vingjarnlegasti,
en virtist dálitið kviðinn að sjá.
Ég spurði hann ekkert nánar út í
það, hvað hann væri að vilja þarna,
var raunar ekki í nokkrum vafa um,
að það var ég, sem hann vildi hitta
að máli.
Mér var enn í fersku minni deilan
á milli okkar og það, að hann skyldi
hafa hringt í lögregluna og látið
hana vita, að ég byggi á hótelinu.
Ég var því öskureið yfir því, að
hann skyldi elta mig hingað á
bóndabýli föður míns.
Það olli mér líka vonbrigðum, að
hann skyldi ekki gera minnstu
tilraun til þess að leyna þessum
einkanjósnum sínum. En þar sem
billinn hans stóð þannig, að ég
komst ekki í burtu, átti ég ekki
annars urkosta, en að bíða þangað
til hann færi og aka siðan í humátt á
eftir honum.
Er við vorum komin í litla bæinn
Xaghra stansaði hann fyrir framan
kirkjuna, gekk yfir að bilnum
mínum og sagði: ,,Komdu, við
skulum fá okkur drykk saman”.
Mér fannst ég ekki með nokkru
móti geta treyst meðlimi úr
Randalfjölskyldunni, en Jarvis*
hafði eingöngu sýnt mér vingjarn-
legheit og forvitnin varð því
ónotakendinni yfirsterkari. Við
gengum saman inn á bar og hann
bauð mér upp á glas af iskældum,
rauðbrúnum drykk.
38 VIKAN 10. TBL.