Vikan - 10.03.1977, Page 39
„Hvemig finnst þér þetta?”
sagði hann, en bætti svo við. „Æ,
meðan ég man, þá bíður hr. Callus
lögfræðingur föður þíns heima é
hóteli.”
Þegar hann hafði látið bombuna
falla, lyfti hann glasinu í áttina til
min, en fékk sér síðan stóran sopa.
„Ætli það sé ekki best að ég
fari,” sagði ég reiðilega. „Annars
finnst mér þetta hálfgerð ósvífni af
þér, að þú skulir ekki hafa sagt mér
þetta fyrr.”
„Alexa, drekktu þetta „kinnie”,
svaraði hann hinn rólegasti.
Sem snöggvast varð ég orðlaus,
lyfti glasinu og fékk mér sopa.
Þetta var ágætis drykkur, en dálítið
rammur.
„Hvað segirðu að þetta heiti?”
„Kinnie. Þeir brugga þetta hér á
eyjunum og nota til þess appel-
sínur og ýmsar kryddjurtir.
Mér finnst þetta alveg ágætt við
þorsta.”
Ég lauk úr glasinu, en vildi ekki
meira og sagði: „Ég má til með að1
fara. Þú ert að segja satt, að hr.
Callus sé kominn frá Möltu til þess
að finna mig?”
„Já, það er alveg satt og ég sagði
honum, að ég skyldi reyna að hafa
uppi á þér. Ég ætla nú ekki að tefja
þig lengur, enda þarf ég líka sjálfur
að útrétta ýmislegt, áður en ég fer-
heim. Og Alexa...reyndu að treysta
mér.”
Ég ansaði honum ekki, enda
fannst mér undarlegt af honum að
segja þetta. Hann opnaði dyrnar á
bílnum mínum og er ég ók í burtu
veifaði hann í kveðjuskyni.
í speglinum sá ég að hann ók veg
sem var merktur „Til Ramlaflóa,”
en þar hafði líki föður mins einmitt
skolað á land.
Þegar ég kom utan úr sólskininu
og inn í hótelið sá ég varla handa
minna skil. Áður en ég náði að
spyrja eftir lögfræðingnum, spratt
hann upp úr hægindastól þaðan,
sem hann hlaut að hafa fylgst með
mér koma inn.
„Mig tekur það sárt sem kom
fyrir föður þinn,” sagði hann. „En
hvers vegna hafðirðu ekki samband
við mig á Möltu? Ég hefði ráðlagt
þér að fara ekki hingað. Þessi
framkoma er mjög óviðeigandi fyrir
konu í sorg.”
Ég ansaði honum ekki, en i þess
stað hóaði ég í þjón og pantaði te.
„Vilt þú kannski líka te?” spurði
ég hr. Callus.
„Þakka þér fyrir. Annars ætlaði
ég að stinga upp á...” Hann hafði
þann vana að ljúka ekki við
setningarnar og það fór i taugarnar
á mér. En raunar hafði hann alltaf
farið í mínar fínustu taugar vegna
þess hversu smásmugulegur hann
var.
Þegar komið var með teið vildi
lögfræðingurinn endilega hella í
bollana og um leið og hann rétti mér
minn sagði ég: „Ég býst við, að
Randal Jarvis hafi hringt og látið
þig vita um komu mína?” Ég bar
fram spuminguna án þess að leggja
nokkra sérstaka áherslu á orðin og
vonaðist til þess, að hann svaraði
mér játandi.
En hann leit undrandi á mig.
„Ha, nú skil ég ekki! Randal
Jarvis? Nei, það var auðvitað
Michael Brent, sem hringdi í mig.”
„Auðvitað”, sagði ég í hæðnis-
tón.
Hvers vegna í ósköpunum hafði
fyrrverandi unnusti minn hringt?
En svo mundi ég eftir þvi, að
Michael hafði í bréfi boðist til að
kaupa bóndabýlið í gegnum hr.
Callus. Kannski höfðu þeir þegar
haft samband sín í milli viðvíkjandi
það mál.
„Sagði hann þér hvers vegna
hann vildi láta þig vita um komu
mina hingað?” spurði ég.
í þetta sinn skildi Callus hvert ég
var að fara og sagði kuldalega: „Ég
er lögfræðingur föður þíns heitins
og þú ert hans einkaerfingi. Mér
finnst hr. Brent hafa hegðað sér
skynsamlega.”
„Og það hef ég ekki gert?”
Ég sá hvernig roði breiddi sig
um andlit hans. „Það voru ekki mín
orð. Hins vegar hefurðu orðið fyrir
talsverðu áfalli og mig langaði til
þess að reyna að verða þér að
einhverju liði”.
„Já, fyrirgefðu mér,” sagði ég og
varð heldur mýkri á manninn. „Ég
var ekki i London þegar faðir minn
lést. Auðvitað hefði ég átt að hafa
samband við þig á Möltu, en ég var
svo kvíðin...” Ég hikaði andartak:
„Ég ætti kannski heldur að segja,
að ég hafi verið með þá meinloku að
vilja sjá hús föður míns á Gozo eins
fljótt og hægt var. Þegar allt kemur
til alls þá var það hér, sem hann
lést.”
„Já, ég skil og ég býst við, að þú
hafir farið þangað í dag”.
„Þú ert svei mér vel upplýstur.”
„Þegar ég kom hingasð, bauðs
hr. Jarvis til þess að hafa uppi á
þér. Hann þurfti hvort sem var að
fara í þá áttina.”
„Nújá, og hvernig vissi hann,
hvert ég hafði farið?”
Callus varð vandræðalegur.
„Hver og einn hér á hótelinu vissi
hvert þú ætlaðir.”
Undrunarsvipurinn á andliti
mínu leyndi sér víst ekki og
lögfræðingurinn bætti við.
„Þetta er lítil eyja og faðir þinn
var mjög vel kynntur hér. Fólk
almennt samhryggist þér því.”
„Já, það eru allir mjög al-
mennilegir við mig,” sagði ég
hugsunarlaust, en spurði siðan:
„Hafði faðir minn komist yfir
einhverja peninga núna nýlega,
skyndilega á ég við?” Ég var að
hugsa um málverkið eftir Modi-
gliani, sem ég hafði fundið. Mér
dattt í hug, að hann hefði kannski
keypt það sem einhvers konar
fjárfestingu.
Callus kipraði saman varimar og
kinnamar mynduðu fellingar.
„Já, hann þénaði eitthvað lítils
háttar á verðbréfamarkaðnum. Ég
hygg, að hann hafi litið á bónda-
býlið sem góða fjárfestingu.
Húseignir standa alltaf fyrir sínu.”
Nú varð stutt þögn og ég hellti tei
í bollann, en tók um leið eftir því að
lögfræðingurinn leit á úrið sitt.
„Ég verð að ná í næstu ferju,”
sagði hann til útskýringar. „Ég er
með bílinn minn hérna og vildi
helst, að þú kæmir með mér til
Möltu. Ég skal aka þér að húsi
föður þíns við St. Paulsflóa og ég
get einnig útvegað þér þá húshjálp,
sem þú kannt að þurfa á að halda.”
„Hr. Callus,” sagði ég ákveðin,
„ég er staðráðin i að verða hér um
kyrrt.”
, ,Og ég hef eytt dýrmætum tíma í
að koma hingað og hitta þig að
máli.”
„Ekki hvatti ég til þess,” sagði
ég kurteislega.
„Þú getur ómögulega dvalið
hér,” sagði hann og hleypti
brúnum. „Ef þú kærir þig ekki um
að vera á Möltu finnst mér, að þú
ættir að fara aftur til London. Ég
skal gjarnan annast um sölu á
bóndabýlinu og ég skal einnig sjá
um að ráðstafa húsinu á Möltu. Þér
er alveg óhætt að treysta mér.”
„Mér finnst þú ganga út frá
einum of mörgu sem vísu. Ég hef
ekki í hyggju að fara til London og
ég ætla mér ekki að fara með þér
yfir til Möltu. Auk þess kæri ég mig
ekki um, að þú seljir bóndabýlið.”
„Hvað ætlarðu að gera við það?”
, ,Það er óráðið ennþá. Kannski ég
nýti það á sama hátt og faðir minn
hafði i hyggju.”
Um leið og ég sagði þetta, varð
mér hugsað til þess, að ef mig
langaði raunverulega til þess að
opna mitt eigið hótel, þá gæti
bóndabýlið vel hentað til þess. Það
var að vísu afskekkt, en sumt fólk
kann"því vel að vera í næði.
Hr. Callus rauf dagdrauma mína
og sagði ákveðinn. „Hvort sem þú
selur bóndabýlið eða ekki, held ég
að það væri hyggilegra fyrir þig að
koma með mér yfir til Möltu. Ég get
látið þig hafa þá peninga, sem þig
vantar...innan ■ skynsamlegra
marka.”
Ég starði á hann. Mér fannst
hann einum of ákafur i, að ég færi
frá Gozo og auk þess meðhöndlaði
hann mig eins og hvert annað barn.
„Næga peninga til þess, að þú
getir snúið aftur til London, ef þú
óskar þess,” hélt hann áfram. „En
það dregst auðvitað frá söluverði
eignanna.”
„Ef ég vissi ekki betur, hr.
Callus, þá myndi ég halda að þú
værir að reyna að kaupa mig til þess
að fara,” sagði ég stutt í spuna.
„Gættu að því hvað þú segir,”
sagði lögfræðingurinn hvasst.
Mér varð of seint hugsað til þess
að þetta var möltubúi og að öllum
líkindum óvanur því, að ungar
10. TBL. VIKAN 39