Vikan - 10.03.1977, Blaðsíða 43
g alltaf Islands
VIÐTAL VIÐ
SNORRA
SNORRASON
FLUGSTJÖRA.
BOEINC 727
Anton Axelsson, sem dreif mig í
„sólo 7. sept. 1946, hann var þá
kennari skólans og var alltaf jafn
bjartsýnn, jákvæður og hvetjandi.
Þetta fannst mér mikill dagur,
en flugvélin var Tiger Moch
TFKBD.Ég var ekki nema sextán
ára og varð því að fá undanbágu.
Ég held ég hafi verið sá fyrsti, sem
fékk það. Síðan var ég í skóla á
Akureyri veturinn '46-47, en flutti
þá suður. Atvinnuprófinu lauk ég
1950. Kennarar mínir voru tveir
miklir heiðursmenn, sem nú eru
báðir látnir, þeir Jón Jónsson og
Sverrir Jónsson. Þeir voru flug-
stjórar hjá Flugfélagi íslands í
fjölda ára. Blindfluginu lauk ég
1951 lika hér heima og var sá fyrsti
sem lauk þvi hér, m.ö.o. allt mitt
flugnám var hér. Þegar ég hætti hjá
Cumulus haustið 1947, fór ég að
vinna sem hlaðmaður hjá Flugfélag-
inu, og þar hef ég unnið síðan.
Sumarið 1950 fékk ég aðstoðar-
flugmannsréttindi á Douglas DC 3
og flaug í afleysingum það sumar,
eins svolítið 1951, en var svo
fastráðinn sem flugmaður 1. maí
1952. Þá byrjaði alvaran og hinu
langþráða takmarki var náð. Ég var
svo aðstoðarflugmaður i tvö ár, en
varð síðan flugstjóri á Douglas
vélunum vorið 1954. Þær voru
alveg dásamlegar og margar minn-
ingar erum þeim tengdar, bæði
ljúfar og hasarkenndar, þegar
vetrarveðrið var að gera okkur lífið
erfitt hér í innanlandsfluginu. Ég
Þegar Snorri var í innanlands-
fluginu, tók hann mikið af mynd-
um. Á þessari mynd hefur Snorri
samflot við DC3 vél frá Flug-
félaginu.
held að skemmtilegasta flugið á
þessum árum hafi verið fyrir
Landhelgisgæsluna. Það var eilíft
lágflug að eltast við togara.
Sérstaklega þó haustið 1958, þegar
fært var út í 12 mílur. En leiðin
Klaustur, Fagurhólsmýri og Horna-
fjörður voru mínar eftirlætis flug-
ferðir, á þessum stöðum kynntist ég
líka öndvegis fólki, sem er enn mínir
bestu vinir.
— Nú er oft talað um að islenskir
flugmenn séu þeir allra færustu i
heimi, er þetta satt?
— Þetta er eins og hvert annað
kjaftæði. Hins vegar skal ég segja
þér, að innanlandsflugið hér er
harður skóli og óvæginn, þar reynir
Akureyrar, þá er það skemmtileg.
asta leiðin, sem ég flýg á þotunni.
— Varstu aldrei hræddur um að
vélinni yrði rænt, og þér sagt að
fljúga til Kúbu eða á einhvern álíka
stað, þegar mest gekk á í sambandi
við flugræningja og sprengjur?
- Nei, en tilhugsunin er auðvitað
ekki skemmtileg. Mér var verst við
að slíkt myndi geta tafið mann eða
teppt einhversstaðar úti í löndum.
— Vilt þú hvetja unga menn til
að læra flug sem atvinnugrein?
— Nei, það held ég ekki.
Samkeppnin um lausar stöður hjá
flugfélögunum er mikil. Þetta er
óregluleg vinna, og seinni árin orðin
hálf sálarlaus.
— Ef þú mættir velja þér flugvél
til þess að fljúga á i tvo tima, hver
yrði fyrir valinu?
— Tvimælalaust Douglas DC 3.
A.B.
námskeiði hjá Boeing í mars
'71. Mannskapurinn er talið frá
vinstri, Ingibergur vélstjóri, ó-
nefndur bandarikjamaður, Stefán
Jónsson vélstjóri, Yngling kennari,
Jón Ragnar flugstjóri og sjálfur
kappinn Snorri Snorrason.
að fljúga þessum fullkomnu þotum,
eða þeim vélum, sem þú varst á i
byrjun?
— Já, það er eins og dagur og
nótt. Þessar þotur, sem við erum
með núna, eru þær bestu, sem völ er
á, enda eru Boeing verksmiðjurnar
stanslaust að framleiða þessa
tegund og hafa ekki undan. Ég
held, að þegar séu nálægt eitt
þúsund og fjögur hundruð 727
þotur til, og allar í notkun.
— Hvenær byrjaðir þú að læra að
fljúga?
— Ég byrjaði 1946. Ég hafði átt
heima á Akureyri og var alinn upp
þar. Ég fylgdist mikið með fluginu
hjá hernum á striðsárunum. Það
gláptu allir strákar á þessar
orrustuflugvélar, svo ég tali nú
ekki um í þau skipti, þegar
þjóðverjarnir komu á Junkers 88.
Þá voru allir reknir inn, en ég
skaust gjarnan út með kíki.
— Jóhannes bróðir minn, Magn-
ús Guðmundsson og Smári Karls-
son, allir flugstjórar hjá Flugfélag-
inu, stofnuðu flugskólann Cumulus
og ég fékk vinnu hjá þeim sumarið
1946 við að setja bensín á
kennsluvélarnar og sitthvað fleira,
og þetta átti svo sannarlega vel við
mig. Það var nú reyndar vinur minn
miklu meira á hæfni og dómgreind
flugstjórans en i öllu öðru flugi, sem
ég hef starfað við. Þeim, sem búnir
eru að „pæla” hér innanlands,
veitist létt að fljúga öðrum flugvél-
um, t.d. milli landa.
— Var ekki miklu meira álag á
flugmönnum, þegar þú varst að
byrja, heldur en núna?
— Jú, ég held það. Þar kemur svo
margt til. Flugvélarnar voru svo
miklu ófullkomnari á ýmsan hátt,
og svo voru hjálpartæki á jörðu
niðri fá og léleg. Oftast var þá flogið
sjónflug undir skýjum. Grænlands-
flugið, sem við vorum mikið í. var
líka erfitt. Stundum þurftum við að
klifra Skymaster vélunum upp í
16000 fet yfir jökulinn. til þess að
geta verið ofar skýjum, þá vorum
við með súrefnisgrímur.
— Hvert finnst þér mest gaman
að fljúga?
— Ef ég á þess kost að fara til
10. TBL. VIK.AN 43