Vikan - 10.03.1977, Síða 48
Mig
dreymdi
DRAUMUR EITT, TVÖ OG ÞRJÚ
Kæri draumráðandi!
Ég sendi þér hérna þrjá drauma,
sem mig hefur dreymt með stuttu
millibili, og langar mig til þess að
biðja þig að ráða þá fyrir mig. Sá
fyrsti er þannig:
Mér fannst ég vera ásamt
frænku minni að stífa dúka fyrir
mömmu mína og vorum við að því
i gömlum og Ijótum kofa. Mér
fannst þvottasnúrur hanga eftir
kofanum endilöngum. Gekk ég
inn á milli snúranna og tók þar
bleikan náttkjól, sem mér fannst
mamma eiga og makaði hann
allan í stífelsi, svo að hann varð
næsum því hvítur af því. I sömu
mund fannst mér pabbi minn
koma í dyragættina á kofanum,
og fannst mér hann vera að rífast
um eitthvað við mömmu. Vildi
hann ekki, að hún léti okkur stífa
fyrir sig. Ég vil taka það fram, að
faðir minn er dáinn, og við vorum
með hvít vaskaföt, sem við
stífuðum uppúr.
Annar draumurinn var á þessa
leið:
Mér fannst ég vera stödd í
mínum gamla heimabæ og inni í
bókabúð, sem var þar einu sinni,
en er nú ekki lengur til. Mér fannst
ég fara þangað inn með dóttur
mína og spurði konu, sem mér
fannst vera innanbúðar, hvort ég
mætti ekki skipta um bleiu á
dóttur minni. Játti konan því. Þá
fannst mér sitja maður innan við
búðarborðið, og var það maður,
sem ég kannast aðeins við. Fannst
mér hann vera algjörlega tann-
laus, en þótti mér þó ekkert
athugavert við það. Svo tók ég
bleiuna af dóttur minni, og fannst
mér þá vera í henni eggjaskurn,
brotin í tvennt, en heil að öðru
leyti.
Þriðji draumurinn var svona:
Mér fannst ég vera að fara í bíó
með systur minni. Voru hjá henni
tvær barnapíur, sem ætluðu að
þvo upp, því að við voru að verða
of seinar. Mér varð þá litið ofan í
einn pottinn, og fannst mér hann
vera illa þveginn, þannig að hvít
mjólkurskán var innan í honum.
Þekkti ég aðra barnapíuna, en
hina ekki. Skyndilega var ég
komin í bíó með manninum
mínum, en ekki systur minni, eins
og ég hafði ætlað. Fór ég í sjoppu
í bíóinu og keypti brjóstsykurs-
poka með grænum brjóstsykri.
Svo fannst mér ég kaupa Ijós-
bleikar pillur fyrir afganginn af
peningunum, og tók ég þær allar
inn, nema nokkrar, sem maðurinn
minn tók. Við hlið mér stóð
maður, sem ég þekki, (sá sami og
sat inni í búðinni í öðrum
draumnum), og var hann með
einhver læti. Maðurinn minn var
hálf óþolinmóður og rak á eftir
mér, því að myndin var að byrja.
Síðan vaknaði ég.
Vonandi geturðu lesið eitthvað
úr þessu og birt ráðninguna fyrir
mig. Kærar þakkir fyrir ráðning-
una. Holla.
Fyrsti draumurinn er viövörun.
Þú skalt ekki vera ofstolt og reyna
að lita á annaö fólk sem jafningja
þína. Í draumnum er einnig fyrir-
boöi um hættu, og gæti hann
jafnvel boðaö veikindi móður
þinnar. Annar draumurinn er
ekkert sér/ega merkilegur. Þó gæti
hann táknað einhvers konar
mannorösspjöll eða sviksemi. Siö-
asti draumurinn er fyrir efnahags-
legum erfiöteikum, þó ekki mjög
alvarlegum. Einhverjir, sem þú
umgengst, eru óhreintyndir í þinn
garð og ekki þess viröi, aö þú
treystir þeim. Friöur mun ríkja á
heimili þínu í framtiðinni.
LAGÐI TIL SUNDS
Kæri draumráðandi!
Mig langar aö biöja þig að ráöa
þennan draum fyrir mig, en það er
dálítið síöan mig dreymdi hann.
Ég var stödd á einhverri eyju,
þegar ég varð þess vör, að einhver
hætta var yfirvofandi. Til þess að
bjarga mér varð ég að synda yfir í
aðra eyju, sem virtist bara vera
sandfjallaeyja. Það synti lítil stelpa
með mér, en ég man ekki
nákvæmlega, hvernig hún leit út.
Sjórinn var alls ekki kaldur og
fremur tær. Á leiðinni bað ég
stelpuna að geyma fyrir mig
hringana mína, en þeir voru þrír.
Einn silfurhringur með rauðgulum
steini og tveir gullhringar með
Ijósbláum steinum. Einnig var ég
með snúru systur minnar, sem ég
hafði tekið í leyfisleysi, en hún er
með fjórum bláum steinum. Um
leið og ég rétti stelpunni hringana
duttu tveir eða þrír þeirra í sjóinn.
Ég ætlaði þá að stinga mér á eftir
þeim, en komst ekki og flaut bara.
Ég hugsaði þá með mér, að þetta
hefði verði mér mátulegt fyrir að
hafa tekið hring systur minnar. Þá
datt mér í hug, að þetta væri allt í
lagi, því ég gæti bara leitað að
hringunum í fjörunni. i draumnum
fannst mér, að þá myndi reka
þangað. Því næst var ég stödd í
einhverjum kaupstað, og fór ég
þar niður í fjöru til þess að leita að
hringunum. Það kom hins vegar
aldrei fram, hvort ég fann þá.
S.E.
Þessi draumur er fyrir þvi, aö þú
munt missa vináttu einhvers, sem
er þér kærkominn. Viröist mér af
draumnum sem þessi vinamissir
sé aö mestu leyti þln eigin sök.
Ekki er þó a/lt sem sýnist og gæti
því átt sér staö, að þú sættist aftur
við viðkomandi persónu. Draum-
urinn bendir einnig ti/ heppni í
viðskiptamálum, einkum og sér í
lagi, ef stór fyrirtæki eiga í h/ut.
BARNSFÆÐING
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi fyrir skömmu.
Ég var stödd á sjúkrahúsi hjá
vinkonu minni, sem var að fæða
barn. (Hún er 14 ára). Læknirinn
var mjög skrítinn, lítill, feitur, með
mikið skegg og skellihlæjandi.
Hann kom til mín, en var þá með
tvö börn og sýndi mér þau. Allt í
einu var ég komin inn á
sjúkrastofu og var að sópa þar
gólfið. Vinkona mín lá þar, en
þegar hún sá mig, stóð hún á
fætur og fór með mér fram til þess
að sýna mér börnin. Þetta voru
strákar, og var hún búin að skíra
þá. Ég fór svo út og niður í bæ til
þess að kaupa gjafir handa þeim,
en var þá skyndilega stödd í
æskulýðsheimilinu. Þar hitti ég
strákinn, sem ég vissi, að átti
börnin, og sagði ég honum frá
þeim. Hann varð mjög glaður og
hljóp upp um hálsinn á eftirlits-
manninum í æskulýðsheimilinu og
sagði honum frá þessu. Einnig
dreymdi mig mikið þessa nótt
einhvern geðveikan mann.
Draumurinn var ekki lengri, og
vona ég, að þú getir ráðið hann
fyrir mig. Með fyrirfram þökk.
D.G.
Þessi draumur boöar þér bætta
lífsstöðu, sem þó mun reynast þér
óhei/lavænleg að einhverju leyti.
Bráðlega munt þú bæta fyrir
eitthvað, sem þú hefur gert.
Gifting þín mun vera skammt
undan. Skiptu þér ekki af
málefnum annarra fyrst um sinn.
LÍK
Kæridraumráðandi!
Mig dreymdi, að ég var heima
hjá mér, inni í stofu, og á sófa-
borðinu var lík af konu. Utan um
líkið var grátt efni. Mér fannst ég
vera að gæta líksins fyrir mann,
sem heitir Ársæll. Ég var að hugsa
um að fá fimm þúsund krónur fyrir
að gæta líksins, en ég er mjög
peningalítil. Þá komu maður og
kona, og áttu þau að taka líkið. Er
þau lyftu því upp af borðinu,
voru tveir vatnspollar eftir. Fóru
þau síðan með líkið út í venjulegan
fólksbíl, en enga peninga fékk ég.
Vaknaði ég síðan við hina
megnustu nálykt.
Með fyrirfram þökk og von um
ráðningu,
Ástrós.
Þú munt fá fréttir af manni, sem
er hættulega veikur. Áhyggjur
þinar munu aukast á næstunni, og
ættir þú helst aö reyna aö taka
Hfinu meö ró. Nályktin er feigðar-
boöi, en ekki verður þaö séö af
draumnum, hvers feigö hún
boðar.
48 VIKAN 10. TBL.