Vikan


Vikan - 10.03.1977, Page 51

Vikan - 10.03.1977, Page 51
1 í þetta tjald er notað köflótt, nokkuð þunnt bómullarefni. Þið fáið stöngina sniðna hæfilega langa hjá kaupmanninum og annað sem til þarf. Ætlið 1 sm í saumfar, 4 sm í fald og 8-10 sm í efri brún. Ef efnið vill rakna upp, þarf aö kasta brúnirnar. Saumið í vél, ef þarf að brjóta inn af á hliðunum, en brjótið efnið aðeins einu sinni. Saumið 3 sm rennu fyrir listann að neðan og saumið um leið í stutt band með hring á til að draga tjaldið upp eða niður. Nýtt fvrir gluggana Hvernig líst ykkur á þá hugmynd að hafa eingöngu rúllugluggatjöld fyrir gluggunum? Ef dæma má af myndunum, sem hér fylgja, er það reglulega fallegt. Nú ætlum við að sýna ykkur, hve einfalt er að gera þau sjálf. Þið veljið það efni, sem ykkur hentar best, það má vera frá fínasta blúnduefni til segldúks. Þið byrjið á því að taka mál af glugganum og athugið vel í því sambandi, hvort þið viljið, að tjaldið sé inni í gluggakistunni eða falli utan við. Festingar, stangir, lista og snúrur með hringjum getið þið fengið keypt hjá Pílu-rúllugardínum á Suðurlandsbraut, án þess að kaupa efni með. 10. TBL.VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.