Vikan


Vikan - 26.05.1977, Side 5

Vikan - 26.05.1977, Side 5
iders Tuxen skrifar rengi meðal? Það er líka ágætt aö nota áfengi handa eldra fólki til að víkka æðarnar, þær hafa tilhneigingu til að verða stífar og 'kalka með aldrinum. Æðakölkun kemur með- al annars fram í því, að manni er kalt um hendur og fætur, og þá getur vínsopi haft þau áhrif að víkka út æðarnar, að minnsta kosti í húðinni, þannig að hún verður heit og rauð og það gerir gott. Skoðanir eru skiftar um áhrif áfengis á sjálfar hjartaæðarnar með tilliti til kransæðaverkja, sem margir eldri menn fá, sérstaklega þegar kalt er á vetrum. Sumir segja, að einn sopi af áfengi geri gagn við þeim — aðrir þverneita. En eitt eru menn þó sammála um: Hófleg notkun áfengis skaðar ekki hjartað. Eins eru skiptar skoðanir á þvi. hvort raunverulega gagni nokkuð að fá sér sterkan drykk, þegar maður verður kvefaður eða fær flensu. Það er svolítil huggun í eymdinni — að minnsta kosti gerir það engum mein. Áfengi er líka notað útvortis sem bakteríudrepandi meðal. Hreint áfengi er ekki gott, eða spíri eins og það er kallað (100%) Það þarf að þynna það í 70%, og þá er það ekki sérlega árangursríkt. Það er meira af vana en nauðsyn, sem húðin er þvegin með spritti, áður en sprautaö er í fólk. Undir vissum kringumstæðum má ekki nota áfengi, eins og gildir um öll læknislyf: Þeir sem eiga við vandamál ofdrykkju að stríða, eiga að ganga í stórum sveig fram hjá áfengi. Einn sopi getur komið miklu illu af stað. Sama gildir um ýmsa lifrarsjúklinga, þar sem áfengi er á bannlista. Við hvaða tækifæri á að nota áfengi? Ja, þau er mörg, en það er upplagt, þegar komið er heim eftir amstur dagsins. Það er eins og tíðkast í hitabeltinu: Ekki drekka á daginn, en þegar sólin er gengin til viðar, er tilvalið að fá sér sól- setursdrykk. Þá er ágætt tækifæri að fá sér eitt glas með maka sínum og spjalla um viðburði dagsins, stóra og smáa. Á þennan hátt njótum við þeirra áhrifa, sem áfengi veitir sem róandi meðal, það veitir hvíld og skapar notalegt andrúmsloft, auk þess örvar þaö góða lyst á kvöldmatnum. En í þessum efnum sem fleiri verða menn þó að finna sínar eigin leiðir og ákveða, hvað þeim sjálfum finnst eiga við. ★ — Mér hefur verið boðið sæti í björgunarbáti skipstjórans. — Við erum allir sammála um að þessar samlokur voru óætar! 21. TBL.VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.