Vikan - 26.05.1977, Blaðsíða 13
sjálfteinnig verið merkileg bygging
i bænum. Það var hyrjað að kenna i
þessu húsi 1846. Þetta var þá og er
enn stórt, stílhreint, fallegt og
höfðinglegt hús. Meðal vistarvera i
þessu húsi er hátíðarsalurinn, eða
..Salurinn,” sem ennþá er kallaður
svo, en vár þingsalur fyrst eftir að
Alþingi var endurreist, og þangað
til þinghúsið, sem ennþá er notað,
var reist við Austurvöll 1881. Þarna
í salnum i Menntaskólanum sat t.d.
Jón Sigurðsson öll sín þirig, og í
þessum sal var haldinn Þjóðfund-
urinn 1851, einn merkasti atburður í
stjórnmálasögu síðustu tíma hér
hjá okkur.
Eins og ég gat um áðan, þá hefur
Menr.taskólinn verið merkileg
fræðslu- og menntastofnun, þvi að
margir rektorar og kennarar hafa
verið höfuðskáld og ágætir vísinda-
menn allt frá Sveinbirni Egilssyni,
með Lexicon Poeticum og Homer-
þýðingar sinar. Hér kenndu einnig
Björn Gunnlaugsson með sina
stærðfræði og landmælingar og
kort og Jón Þorkelsson, sem var
mikill málfræðingur. Skáld og
náttúrufræðingur eins og Benedikt
Gröndal var þarna lengi, Bjarni
Sæmundsson með sínar ágætu
fiskirannsóknir, Björn M. Olsen
Vilhjálmur Þ. Gíslason á heimili
sínu að Starhaga 2, umkringdur
fræðibókum og minningarritum og
mörgum góðum gjöfum, er honum
hafa borist.
með ágætar rannsóknir i íslenskum
fræðum, Páll Melsted sagnfræð-
ingur var þarna á sínum tima,
Þorv’aldur Thoroddsen og seinga
Jón Öfeigsson, Böðvar Kristjáns-
son og margir aðrir, sem voru þarna
í okkar minni, sem nú erum.
Þetta var ekki í fyrsta skipti
,1846, sem skólinn var hér í
Reykjavík. Hann var fluttur frá
Skálholti til Reykjavíkur þar sem
stofnaður var svonefndur Hóla-
vallaskóli 1786. Skólahald þar gekk
heldur illa, og þá var skólinn fluttur
að Bessastöðum 1805 og síðan aftur
til Reykjavíkur 1846. Ég hefi
stundum imprað á því i nemenda-
sambandi okkar, að í raun og veru
mætti telja aldur skólans hærri en
frá 1846, því að eiginlega var
Skálholtsskóli aldrei lagður niður,
heldur var hann fluttur á milli
staða. Skólahald í Skálholti var
fornt, en það mætti miða hér
sérstaklega við einn atburð. eða
eina tilskipun frá því i maí 1943, en
þá var sett ný reglugerð. Jón
Sigurðsson komst einu sinni svo að
orði í Félagsritum um þá reglugerð:
.,! raun og veru var hún grund-
vallarlög skóla vors alla tíð síðan.”
Þessvegna sýnist mér, að það
mætti vel miða aldur skólans við
þann tima. Það er kannski ekki
,,mikið sáluhjálparatriði," en það er
gaman að því og nokkur virðug-
leiki, ef svo væri gert.
Annars er það svo, að Mennta-
skólans minnumst við með mikilli
ánægju og með mikilli virðingu
fyrir skólanum og þeim störfum,
sem þar fóru fram. Við vorum ekki
alltaf sammála öllu, sem var gert og
þóttumst stundum geta gert okkur
merkileg yfir hinu og þessu. en
alltaf var gleðskapur i skólanum.
Hann hefur gegnt merkilegu hlut-
verki í þjóðfélaginu. og þaðan komu
margir brautryðjendur í stjórnmál-
um, skáldskap og islenskum vis-
indum.